Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.06.1956, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.06.1956, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBUVÐ HAFNARFJARÐAR Sjálístædisflokkuriiin er verndari haftanna Indir forystu íhaldsins færist hafta- farganið nú stöðugt í aukanna í máttlausri viðleitni íhaldsins til að halda völdum í landinu, grípur það í örvæntingu sinni af ótta við ósigur í kosningunum, til þess meðal annars að hræða kjósendur með þeim blekking- um, að ef umbótabandalag Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins sigri í kosning- unum, verði komið á hinum verstu höftum. Það er sannarlega lágt matið hjá íhaldinu á dóm- greind almennings í landinu, ef það heldur, að svona áróður bíti. Hins vegar gefur það fólki tilefni til að hugleiða, hverra sök hafta- farganið, sem nú ríkir í landinu, er, og hverjir eru líklegir til að ráða þar bót á. Hér skulu því tilfærðar nokkrar staðreyndir um höftin: Sjálfstæðisflokkurinn hefir set ið í 5 ríkisstjórnum síðan 1939 og haft stjórnarforustu í flestum þehra. Er hann nú lætur af völd- um, eru alls konar höft miklu víðtækari en þau voru, er hann kom í ríkisstjórnína 1939, og hafa ávallt verið öll þessi ár. Síðan 1927 hafa Framsóknarflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn borið einir ábyrgð á þrem ríkisstjórn- um. Ein þeirra (1927—1931) framkvæmdi engin höft, en tvær (1934—1939) aðeins innflutnings takmarkanir. Fjárfestingarhöft, að viðbættir skömmtun, tilheyra eingöngu ríkisstjórnum, er Sjálf- stæðisflokkurinn hefir staðið að. Þetta nægir vissulega til að sanna það, að öllu meiri blekking er vart hugsanleg, en þegar Sjálf stæðisflokkurinn þykist vera flokka skeleggastur gegn höftum Þvert á móti er hann öðrum flokkum gráðugri í höft, ef hann getur sem mest útilokað and stæðinga sína og framkvæmt höftin í sínum anda, þ. e. þágu forystumanna hans og gæðinga. í dag færist haftafarganið stöðugt í aukana og þegar er orð- inn skortur á ýmsum vörutegund um. Þannig er viðskilnaður flokksins, sem tjáir sig bera verzlunarfrelsi fyrir brjósti og vera gegn höftunum! Framkvæmd haftanna í dag er í stuttu máli þessi: Enginn stjórnarandstæðingur má taka þátt í framkvæmd þess- ara mála. Miður þarfar vörur (báta- gjaldeyrisvörur) hafa forgangs- rétt um fram nauðsynjar, þegar takmörkuðum gjaldeyrir er ráð- stafað. Frílisti er hafður til að sýnast, en innflutningur þeirra vara, sem eru á þessum lista í sýndar- skyni, er háður ströngum höml- um gjakleyrisbankanna, þar sem Sjálfstæðismenn hafa meirihluta Ymsar framkvæmdir eru háð- ar fjárfestingareftirliti, en fram- kvæmdum háttað þannig, að þeir, sem eru óheiðarlégir geta sniðgengið það. sbr. byggingu Morgunblaðshallarinnar. Verð lagseftirlit er að nafni til á ýms um vörum, en ef upplýst er um óhóflega háa álagningu, eða hreint okur, má engar skýrslur um það gera, né birta neitt op- inberlega um það. Allir sannir andstæð- ingar íhaldsins og haít- anna eiga því að fylkja sér um bandalag umbóta- flokkanna, Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokks- ins, og með því hjálpa til þess að koma fram nýj- um, sterkum, samstæðum meirihluta á alþingi, sem einn getur komið fram stefnubreytingu þeirri, sem nauðsynleg er, hags- munum vinnandi fólks til sjávar og sveita. Til sigurs gegn íhald- inu, verndara haftanna á íslandi. Umbótaflokk- arnir hreinan meirihluta á Alþingi. - Sameining afrýðunnar og sundrungarmenn llllinilllllMllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIHIIIIIIIiiiiillllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIHIIIIIIllllllMIIIIIIIIIII I I AUGLÝSING um atkvæðagreiðslu utan kjörstaðar í Hafnarfirði, | Utan venjulegs skrifstofutíma verður skrifstofa embættisins = | opin vegna utankjörfundar atkvæðagreiðslu, sem hér segir: | Alla virka daga frá kl. 20—22, nema laugardaga 1 kl. 16—18. Sunnudaga kl. 14—16. Inngangur um Lögregluvarðstofuna. = BÆJARFÓGETINN í HAFNARFIRÐI lnillUIIIIIunllHIHIHIHlnHIIIIHIIIIIIIIIIIIHIIHIHIIIIIIHiniMIHHinHlllllllHIIIIIllllllllllllllllllllllllllltlIIIIHIIIIIIu7l HHIllllHlllllllllHlllllllHIIIIIHIinHllllltlHIIUIIIIIIIIIIIinilHHIIIllllllllllllllllIllllllllIllllllllllflllllHIIIIMIHHIIIUIIIti AUGLÝSING um.framboð í Hafnarfirði. Við kosningar til Alþingis 24. júní n. k. verða eftirtaldir | | menn í kjöri: § Emil Jónsson, vitamálastjóri, Kirkjuvegi 7, Hafnarfirði, | | fyrir Alþýðuflokkinn. | Geir Gunnarsson, skrifstofustjóri, Hringbraut 33, Hafnar- l | firði, fyrir Alþýðubandalagið. | Ingólfur Flygenring, framkvæmdastjóri, Suðurgötu 70, | Hafnarfirði, fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 1 i 't Kári Arnórsson, kennari, Tjarnarbraut 29, Hafnarfirði, fyr- | = ir Þjóðvarnarflokk íslands. | Hafnarfirði, 12. júní 1956. 1 YFIRKJÖRSTJÓRNIN í HAFNARFIRÐI, lllIIUtllllllllIlllllllllllllllMMIIIIIIIIIIIIHIHI.......IIHHIUHHIllUtlllHllHllnillHUUIMMlHHItlUUIIIMMMUlltltlHUtMM «11111111.......IIIIIIIIIIIIIIIIIII......Illllllllll......I........IIIIHIIIIIII......Illlllllllllllllll.....IIIIIIHIIIIIllHllltHlllHHlllU I AUþýðuflokksfólk! Verælið í ykkar cigrin bnðnni Kaupfélag Hafnfirðinga uiiiiMtfumiiiiiiiiiiiitiHiimiitimiimiíiiitMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii (Framhald af bls. 1) meirihluta, sem þurfti til þess að hrinda þessari stefnuskrá í framkvæmd — þá ætluðu komm- únistarnir að ærast og ruku til, stofnuðu bandalag við sjálfa sig og fengu til liðs við sig nokkra menn úr Alþýðuflokknum til þess að gera feluleikinn líklegri í augum almennings. En þetta tekst ekki. Fólk er farið að sjá í gegnum reykskýin, sem þyrlað er upp og það mun ekki láta blekkjast. Eini möguleikinn til að koma fram á Alþingi áhugamálum ís- lenzkrar alþýðu í dag, er að bandalag Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins fái þann meirihluta þar, sem að er stefnt og til þess þarf. ^Ar SamstaiíiS í bæjar- málunum. Því er haldið fram af komm- únistum, að með samstarfi því, sem til hefur verið stofnað við þá, bæði hér í Hafnarfirði og á nokkrúm stöðum öðrum, um bæjarmál, sé sannað, að einnig megi hafa samstarf við flokkinn í landsmálum. Þetta er hin mesta firra. I bæjarmálum hefur ekki borið málefnalega á milli við þessa menn. En í landsmálum horfir þetta allt öðru vísi við. Þar koma til greina hin alþjóðlegu kommúnistísku sjónarmið og hin skilyrðislausa afstaða þeirra með einu erlendu stórveldi. Þessi af- staða þeirra er greinilega svo fastmótuð, að íslenzkir hagsmun ir verða að lúta í lægra haldi. Þess vegna treystir yfirgnæfandi meirihluti íslenzkrar alþýðu þeim ekki, og gengur heldur ekki til samstarf s við þá um þessi mál. Þeir verða því þar að róa einir á báti, dæmdir til einangr- unar í íslenzkri pólitík og ómegn- ugir að hrinda í framkvæmd einu eða neinu á þeim vettvangi, enda þótt þeir í alvöru vildu freista þess. •jj^ Vonsvik íhaldsins. Blað Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, Hamar, þykist hneykslazt á því, að Alþýðu- flokkurinn hefur gengið til sam- vinnu við þessa menn um stjórn bæjarmála Hafnarfjarðar. Þar er því einu til að svara, að Alþýðu- flokkurinn hefur alla tíð skilið gildi þess, að alþýða manna geti staðið saman um sín áhugamál, og það var hægt hér í Hafnar- firði þegar um bæjarmálin var að ræða og þá sjálfsagt að standa að því. En það breytir ekki hinu, að á meðan „herráðið" í „for- ystuflokkunum", sem á sínum tíma klauf sig út úr Alþýðusam- tökunum, setur hin erlendu sjónarmið ofar hagsmunum ís- lenzkrar alþýðu, hljóta þeir sem öðru vísi líta á þá hluti, og það geíir Alþýðuflokkurinn, að berj- ast gegn því, að þessir menn komist til áhrifa í íslenzkum landsmálum. ICafurknmálastjór- inn og' Krýsnvík í siðast blaði var þess getið, að raforkumálastjóri ríkisins mundi hafa lagt til, við ríkisstjórnina, að jarðhitaréttindin í Krýsuvík yrðu af Hafnfirðingum tekin, án þess að hafa um þetta nokkurt samráð við bæjarstjórn Hafnar- f jarðar og vel vitandi, að samn- ingaumleitanir stóðu yfir milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur um rannsóknir og boranir í Krýsuvík með sameiginlega hag- nýtingu jarðhitans fyrir augum. Alþýðublað Hafnarfjarðar hefur nú fengið staðfest, að hér er rétt frá skýrt, þó að furðulegt megi kalla. Þó að ráðherra sá, sem nú fer með raforkumál og félagsmál, Steingrímur Steinþórsson, hafi ekki svo vitað sé„ tekið þéssa málaleitun raforkumálastjóra al- varlega, og hafzt neitt að í mál- inu, þá mætti svo fara, að í það embætti kæmi síðar annar mað- ur, sem ekki tæki hagsmuni Hafnfirðinga svo hátíðlega og léði þessari fáránlegu hugmynd fylgi. Þetta er eitt af þeim málum, sem Hafnfirðingar verða að vera vel á verði um. Eða hvort mundi sá vera líklegur til að gæta hags- muna Hafnfirðinga í þessu máli, er á sínum tíma vildí loka Krýsu- víkurhhðinu?! Haíníiiðingai! GeiiS síg- ui Emils Jónssonai glæsi- legii en nokkiu sinni áS- ui. Ijeiðrétáing Vegna misheyrnar var rangt nafn hins aldraða sjómanns, sem heiðraður var hér á sjómanna- daginn. Maðurinn heitir Ingvar Guðmundsson. Eru hlutaðeig- endur beðnír afsökunar á mis- tökum þessum. Framboðsfundur Framboðsfundurinn verður föstudaginn 22. júní í Bæjarbíói. Röð flokkanna verður þessi: Þjóðvarnarflokkurinn, S jálf stæðisf lokkurinn, Alþýðubandalagið og . Alþýðuflokkurinn. Ræðutími. Framsöguræður 30 mín. ræðu- tími kjósenda 20 mín fyrir hvorn flokk í tveimur umferðum og svo frambjóðendur ein umferð í 10 mínútur. Þjóðvarnarmenn og Alþýðu- bandalagið voru á móti fundi, en óskuðu aðeins eftir því að um- ræðum yrði útvarpað. Útvarpað verður einnig f rá fundinum. Hlutkesti réði. Ödýrar ferðatöskur Kaupíélag Hafnfir&inga Strandgötu 28. Hafnfirðingar geta verjð gam- ansamir og léttlyndir. Um þetta ber vott eftirfarandi vísa,. sem varð á vegi blaðsins nýlega, og er eftir vel þekktan Hafnfirðing. Óðum dvínar íhaldsglóð, er hún feig að vonum. Lifnar yfir landi og þjóð, líður að kosningunum. X l^inil Jónsson

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.