Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.01.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.01.1962, Blaðsíða 1
r Alþýðnblað Hafnar- fjarðar óskar lesendum sínum gleðilegs árs og þakkar árið sem leið. ALÞYÐ UBLAÐ Verzlið við þá, sem aughjsa í Álþýðu- blaði Hafnarfjarðar IHI/\IF^AIRHFJJAIRHD)AJRt XXI. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 20. JANÚAR 1962 1. TÖLUBLAÐ Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrir árið 1962 samþykkt í bæjarstjórn Líkan áf heiðursvarða hafnfirzkra sjómanna, ásamt verðlaunahafa samkeppninnar, Þorkeli Guðmundssyni. Sjá nánar frétt blaðsins á 4. síðu. Bæ|ar§tjóri lirekur ósaniiiiidi Haiuarii inn Óslcar Ctaðmund§§oii Eins og lesenduni blaðs- ins Hamars er kunnugt, heí- ur það málgagn Sjálfstæðis- flokksins um áraskeið ráðist að mér með hvers konar óhróðri, persónuníði og aur- kasti. Mér vitanlega hef ég ekki gert neitt það á hluta þeirra manna, sem blaðinu stjórna, sem hugsanlega gæti skýrt þann illvilja og það glórulausa hatur, sem þessir Sjálfstæðismenn hera í brjósti til mín, nema ef vera skyldi það eitt, að ég er Alþýðu- flokksmaður og pólitískur andstæðingur Sjálfstæðis- flokksins. En sé það ástæðan, virðast forystumenn Sjálf- stæðisflokksins, sem skrifum blaðsins stjóma, fylgja þeirri reglu að tilgangurinn Iielgi meðalið, þ. e. að allt sé leyfi- Iegt, einnig ósannindi, æru- meiðingar og rógur, þegar pólitískur andstæðingur á í hlut. Ég hef ekki lagt mig nið- ur við að elta ólar við öll þau rakalausu ósannindi og allan þann óþverra, sem blaðið hefur birt um mig persónulega á undanförnum árum. En svo langt er geng- ið í þessum efnum í síðasta Ilamri, að ég get ekki lengur látið ómótmælt. Þar birtist grein á fyrstu síðu og er upp- haf hennar þannig: „Fyrir jólin rak Stefán Gunnlaugsson annan bryggju vörðinn, Óskar Guðmunds- son, fyrirvaralaust og án þess að geta lýst nokkurri sök á hendur honum eða borið honum á bnjn varirækslu eða misferli í starfi. Engar ástæður hafa enn verið færð- ar fyrir þessum aðförum gegn Óskari, enda sannast sagna hér um persónulega ofsókn að ræða af hendi bæjarstjór- ans, óafsakanleg með öllu“. (Framhald á bls. 2) 244848 ÍSLANDS Þriðjudaginn 16. janúar 1962 var fundur haldinn í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar. A honum var samþykkt fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir árið 1962. Niðurstöður áætl- unarinnar eru kr. 29.098.000, en voru árið 1961 kr. 25.509.700. Heildarupphæð álagðra útsvara hækka um rúmar 3 millj. króna, en samt mun verða hægt að lækka útsvarsstigann frá því í fyrra, vegna þess hve miklu fleiri útsvarsgreiðendur verða í Hafnarfirði á árinu 1962 en árinu áður. Hafin verður bygging smábátabryggju á næstunni. Sett verður reglugerð um heimilishjálp í Hafnarfirði. Bæjarstjómin skorar á Alþingi að samþykkja lög um landsútsvör. Fundurinn einkenndist af festu og framkvæmdavilja meirihluta bæjarstjórnar annars veg- ar, og orðskrúði og ábyrgðarleysi Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Helztu liðir fjárhagsáætlunarinnar eru þessir: TEKJUR: 1. Tekjur af fasteignum ................... kr. 458.000.00 2. Fasteignagjöld og fasteignaskattur ........— 1.750.000.00 3. Vatnssala .................................— 580.000.00 4. Þátttaka í stjórn bæjarins ............... — 175.000.00 5. Ýmsar tekjur ............................. — 200.000.00 6. Hluti söluskatts frá jöfnunarsjóði........ — 3.335.000.00 7. Útsvör ................................... — 22.580.000.00 HELZTU GJALDALIÐIR: 1. Stjórn kaupstaðarins.................... kr. 1.113.000.00 2. Reksturskostnaður skólanna ............... — 2.494.000.00 3. Alþýðutryggingar ......................... — 5.762.000.00 4. Til vega-, vatns- og liolræsagerðar, fegrun- unarframkvæmda og annarra skyldra verk- legra framkvæmda ......................... — 6.530.000.00 5. Löggæzla ................................. — 980.000.00 6. Eldvarnir ................................ — 722.000.00 7. Til byggingar skólahúss .................. — 1.000.000.00 8. Til byggingar íþróttahúss ................ — 1.000.000.00 9. Annar kostnaður vegna íþróttamála .........— 520.000.00 10. Framkvæmdasjóður ........................ — 1.500.000.00 Um hvað var dcilt í fjárhagsáætlnninni TVÆR STEFNUR UM TEKJUR BÆJARSJÓÐS Við tekjuáætlunina á árinu 1962 komu fram tvær ólíkar skoðanir bæjarfulltrúanna. Ann- ars vegar var skoðun bæjarfull- trúa bæjarstjórnarmeirihlutans. Þeir vildu raunhæfa og ábyrga tekjuáætlun. Þeir vildu byggja áætlunina á hinum ýmsu tekju- liðum á reynslu liðinna ára. Þeir vildu framkvæmdir og upp- byggingu í bænum, svo sem nauðsyn ber til, þrátt fyrir það, að þeim sé Ijóst að fjármagnið, sem það kostar, verður ekki til af sjálfu sér, heldur verður að sækja það í vasa hins almenna skattborgara. Þeir vildu sýna hóf í lántökum bæjarsjóðs, minn ugir þess að lán þarf líka að greiða. Bæjarfulltrúar meirihlut- ans vildu ekki samþykkja tekju- aukningu fjárhagsáætlunarinn- ar, sem byggðist á lánum í stór- um stíl, eins konar víxli sem félli svo á hafnfirzka kjósendur að bæjaistjómarkosningum lokn um. Þeir vildu ekki setja á svið neinn sjónleik um lækkun út- svara á kostnað hafnfirzkra hagsmuna. Hins vegar var svo skoðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. Þeir vildu byggja á því. sem (Framliald á bls. 2)

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.