Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 03.02.1962, Qupperneq 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 03.02.1962, Qupperneq 1
r Jafnaðarstefnan er stefna alþýðunnar ALÞYÐUBLAÐ Verzlið við þá, sem auglýsa í Alþýðu- blaði Hafnarffarðar IHIAdFf^ Æ\R\ IF JJ ARIEft AIRl XXI. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 3. FEHRÚAR 1962 2. TÖLURLAÐ Um þessa helgi verður lokið við að setja upp í fisk- iðjuveri bæjarútgerðarinnar reykofn þann, sem notaður verður til reykingar síldar. Þessi nýja framleiðslugrein bér, reyking síldar, er að hefjast og mun auka atvinn- nna í bænum og einnig fjölbreytni útflutningsafurða. UNDIRRÚNINGURINN A síðastliðnu hausti náðist samkomulag milli Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar og skozks fyr- irtækis um samstarf við fram- leiðslu og sölu á reyktri síld. Síðan var unnið áfram að undir- búningi málsins. Hinn 15. jan- úar sl. kom svo bv. Maí frá Hull með reykingarofninn ásamt síldarskurðarvél o. fl. Siðan hefur verið unnið að upp- setningu tækjanna. framleiðslan Reyking síldarinnar,, sem hér er fyrirhugað í fyrstu, er teg- und sú, sem kölluð er „kippers" og margir íslendingar kannast við. Til að byrja með verða framleidd um 250 tonn af síld- inni, en síðar er gert ráð fyrir auknu framleiðslumagni og einnig fyrir reykingu fleiri fiski- tegunda. atvinnuaukning Það er áætlað, að allt að 20 manns muni fá nær fasta at- vinnu við notkun þessa eina reykofns, sennilega mikinn hluta ársins. Ef framleiðslan heppn- ast vel, svo sem vonir standa tif þá er líklegt að settir verði upp nokkrir reykofnar í viðbót og kann svo að fara, að allt að því 100 manns geti fengið at- vinnu við þessa framleiðslu. Þá má einnig benda á það, að þessi nýja hagnýting síldaraflans hér á landi mun auka á verðmæti hans og bæta með því hag sjó- manna. FRUMKVÆÐI BÆJARÚT- GERÐARINNAR Þessi framleiðsla er nýmæli hér á landi og er Bæjarútgerð Hafnarfjarðar fyrst til að reyna þessa tilhögun í þessari fram- leiðslugrein. Hér er bæjarút- gerðin enn sem fyrr trú því hlut- verki sínu að hafa vakandi auga á öllu, sem leiða má til aukinn- ar atvinnu bæjarbúa til sjó's og lands. Jáfnframt því, sem þessi framleiðsla mun styrkja Bæjar- útgerðina fjárhagslega og jafn- vel geta orðið nokkur þátttaka í útflutningi landsins. Alþýðublað Hafnarfjarðar vill færa Bæfarútgerð Hafnarffarðar þakkir sínar fijrir þetta fram- tak og óskar þess að þessi nýi þáttur í rekstri Bæjarútgerðar- innar verði til þess að bæta hag og afkomu bæfarbúa, beint og óbeint. Iiinn 17. desember sl. varff Cóðtemplarahúsið í H'dfnarfirði 75 ára. Stúkurnar Daníelsher og Morgunstjarnan minntust þann dag afmælisins með myndarlegu hófi í húsinu. Þar var margt góðra manna saman komið og meðal gesta var bæj- arstjórn Hafnarfjarðar. Við þetta tækifæri afhenti bæjarstjórinn, Stefán Gunnlaugsson, 25 þús. króna framlag til liússins frá Hafnarfjarðarbæ, sem ofurlítinn þakklætisvott fyrir margþætta þjónustu bæði liússins og templ- ara í þágu Hafnarfjarðar. Hóf- ið fór hið bezta fram og var hið ánægjulegasta, svo sem templara er von og vísa. Mikil nmferð í Hafnarfjarðarhöfn Umferðin í höfninni hefur verið mikil á þessu nýbyrjaða ári. Hér hafa komið skip eftir skip og lestað útflutningsvörur. Sumar þeirra hafa komið héðan úr Hafnarfirði, en aðrar hafa verið fluttar hingað á bílum, bæði frá Reykjavík og Kefla- vík. Á þessum rúma mánuði, sem nú er liðinn af árinu 1962 hefur t. d. Tungufoss lestað 850 tunnur af lýsi úr Reykjavík, auk annarrar vara frá Hafnarfirði og Reykjavík, Dettifoss lestaði m. a. 250 tonn af mjöli frá Keflavík ásamt frystum fiski frá Hafnarfirði og Keflavík, og svona mætti lengi telja. Auk þessara skipa hafa Sel- foss, Lagarfoss, Reykjarfoss, Langjökull o. fl. skip lestað ýmiskonar vörur til útflutnings hér í Hafnarfjarðarhöfn. Árangurinn af hinum mynd- arlegu hafnarframkvæmdum á síðasta kjörtímabili núverandi bæjarstjórnar, segir þegar til sin. Reyking síldar að heíjast hjá Bæjarntgerð Hafnarfjarðar i^^^^^^í^^cs^ieá^esieiejeieieieieieieá^eiesásesíeieieieicieieiesíeicá^ieiejeMeieieieieieie^^ Það gelin* eng:inii helðvirdur uiaður „Nú hefði ég sagt Hamri upp, éf ég hefði getað það,“ sagði gamall og heiðvirður Sjálfstæðismaður um daginn, þegar síðasti Hamar kom út. 5>Eg get ekki betur séð én þessi blaðsnepill ætli að hrekja mig úr flokknum og þarf þó nokkuð til, en það getur enginn heiðvirður mað- ur látið bendla sig við svona óhroða", bætti hann við og kreppti hnýttar og gamal- lunar hendurnar. Og þetta var grunntónn allra heiðvirðra Hafnfirðinga. • • Sorpblaðamennska Hamars hefur nú gengið fram af öll- um. Siðlaus og lúalegur róg- uriim um bæjarstjórann, Stef- án Gunnlaugsson, sló nú öll fyrri met. Það lienti sem sé bæjarstjórann okkar að láta sér detta í hug, að Hamar virti sannleikann einhvers, eða réttara sagt, að Hamar myndi skammast sín, þegar hann væri staðinn opinber- lega að ósannindum. Þess vegna rak hann ósanninda- sögu Hamars um brottrekst- ur Óskars Guðmundssonar bryggjuvarðar ofan í blaðið. En það fór langt frá því að Hamar kynni að skammast sín. Hann þvert á móti hæld- ist yfir skömminni og jók óliroðann. Nú hefur bæjar- stjórinn vegna þessa fádæma ódrengskapar Hamars ákveð- ið að leita réttar síns fyrir dómstólum landsins og stefnt Hamri fyrir ósannindin. AI- menningur hefur dæmt Ham- ar í þes'su máli eins og getur hér í upphafi og dómstólarn- ir munu koma í kjölfarið. Hafnfirðingar hafa áður dæmt í málum hafnfirzka íhaldsins og dómar hæsta- réttar siglt í kjölfarið, sbr. Lýsi & Mjöl málið. Þess má geta hér, að Ham- ar hefur vakið á sér eftirtekt utan Hafnarfjarðar. Og allt- af á einn veg. Tíminn sagði á síðast liðnu sumri: „Skrif þessa blaðs (þ. e. Hamar) einkennast af einfeldni, per- sónuníði og misþyrmingu tungunnar ofan á allt annað. Háfnfirðingar Scgja, að eldri, gætnari og skynsamari íhalds menn í Háfnarfirði fái hroll og gæsahús, þegar blaðið (þ. e. Hamar) kemur út, vilji helzt ekki minnast á það og séu fljótir að stinga því í ruslakörfuna." Og dagblaðið Vísir getur Hamars miðvikudaginn 24. janúar og segir eftir að hafa lesið þetta „blað Sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði, Ham- ar“ að sum blöð „a. m. k. kippi sér ekki upp við eitt og eitt mannorðsvíg." Hvers eiga Hafnfirðingar að gjalda að þurfa að þola svona blaðamennsku?

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.