Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 03.02.1962, Síða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 03.02.1962, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Ilrafnkell Ásgeirsson: r' Abyrgðarleysið keyrir úr hðfi Eg undirritaður sem stjómarmeðlimur í Varðbergi vil taka fram eftirfarandi vegna mjög óvið- urkvæmilegra skrifa í síðasta tölublaði Hamars í greininni „Uppi og niðri“, þar sem ósannind- um og rangfærslum er beitt svo blygðunarlauSt, að öllum lýðræðissinnuðum mönnum blöskrar. Sá merki viðburður gerðist á síðastliðnu sumri, að ungir menn úr öllum lýðræðisflokk- unum þremur, Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálf- stæðisflokknum, ákváðu að stofna félagið Varðberg. Til- gangur félagsins er, eins og í lögum þess stendur: a. Að efla skilning meðal ungs fólks á ís- landi á gildi lýðræðislegra stjómarhátta . b. Að skapa auk- inn sldlning á mikilvægi sam- starfs lýðræðisþjóðanna til verndar friðinum. c. Að vinna gegn öfgastefnum og öfgaöfl- um. d. Að mennta og þjálfa unga áhugamenn í stjórnmála- starfsemi, með því að afla glöggra upplýsinga um samstarf og menningu vestrænna þjóða; um markmið og starf Atlants- hafsbandalagsins svo og að að- stoða í þessum efnum samtök og stjórnmálafélög ungs fólks, er starfa á grundvelli lýðræðis- reglna. Svo stendur og í lögum félagsins: Félagið fjallar ein- ungis um utanríkismál, en tek- í jólablaði Hamars kom fram, að Hafnarfjarðarbær hafi ekki styrkt St. Jósephsspítalann hér í bæ. Hér fer Hamar með hrein ósannindi, en St. Jósephsspítal- inn hefur allt frá árinu 1957 notið árlega styrks frá Hafnar- fjarðarbæ, kr. 50.000.00 á ári hverju, og á f járhagsáætlun bæj- arins í ár er sama framlag og áður til spítalans. Þótt Hafnfirðingar séu orðn- ir ýmsu vanir af siðlausri blaða- mennsku Hamars, þá lýsir það ur ekki afstöðu til innanlands- mála. Með því að leggja á hilluna innanlandserjur og flokkadrætti og einbeita sér í staðinn að þeim merku markmiðum, sem félag- ið keppir að, hefur tekizt að skapa slíka einingu og samstöðu meðal ungra manna úr öllum lýðræðisflokkunum, að slík eru fá dæmi. Því hefur árangurinn af starfi félagsins orðið góður, og lýðræðissinnaðir menn um land allt hafa fagnað stofnun félagsins, og lýðræðissinnuð blöð hafa stutt félagið að al- efli. Svo gerist það 27. janúar sl. að Hamar sker sig út úr og gerir tilraun til að reka fleyg í félagið með mjög ósæmilegum dylgjum í garð pólitískra and- stæðinga sinna. Bágt á ég með að trúa, að það stafi af van- þekkingu á stefnumiðum félags- ins, heldur komi þar til ódreng- lyndi og ábyrgðarleysi það, sem einkennt hefur blaðið frá því ég fyrst man eftir því. vissulega spilltu hugarfari hjá þeim Hamars-mönnum að vera að reyna að læða því inn hjá lesendum Hamars svona rétt fyrir jólin, að bæjaryfirvöldin kunni ekki að meta hið góða og merka starf St. Jósephssystra hér í Hafnarfirði um margra ára bil. Hafi Hamar skömm fyrir til- tækið. Hann er trúr köllun sinni: Engin ábyrgð, bara brögð. Það mættu menn muna ávallt, er þeir lesa Hamar. Árið 1958 var gerður mál- efnasamningur á milli Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalags- ins um lausn ákveðinna bæjar- málefna. Ekki nær sú samvinna lengra, eins og Hafnfirðingum er kunnugt. Nú hittist þannig á, að bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 1962, sama kvöldið og Varðbergs- fundurinn var haldinn. Það veit hver skyniborinn maður, að ef 2 eða fleiri flokkar mynda meiri- hluta í sameiningu, þá hafa þeir áður en fjárhagsáætlun er end- anlega samþykkt í bæjarstjórn, komið sér saman um frumvarp að fjárhagsáætlun. Því væri það næsta undarlegt, ef menn úr þessum flokkum færi í hár sam- an út af skipun fjárhagsáætl- unarinnar á bæjarstjórnarfund- inum, þótt þá greindi mjög verulega á í ýmsum efnum, svo sem utanríkismálum. Það er ósatt, sem í ofan- greindri grein í Hamri segir, að Árni Gunnlaugsson hafi hælt kommúnistum fyrir ábyrgð og rökfestu í málflutningi á þess- um bæjarstjórnarfundi. Aftur á móti minntist Árni réttilega á ábyrgð þá, sem meirihlutinn undir forystu Alþýðuflokksins hefur sýnt í framkvæmd bæjar- málefna, sem andstæðu við vinnubrögð þeirra Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn, sem ein- kennast af ábyrgðarleysi og tvö- feldni. Er það kannsld að áliti Hamars þjónkun við kommún- ista að neita að fallast á tillögur Sjálfstæðismanna um að leggja háa víxla á bæjarbúa, sem myndu falla á bæinn með ofur- þunga eftir nokkur ár? Eg trúi því ekki að óreyndu, (Framhald á bls. 3) í JÓLABLAÐIMIJ LÍKA VerSlaunagarflurinn á síSasta ári var við Kirkjuveg 9, eign þeirra Evu Jóhannsdóttur og Ólafs Sigurðsson’ar fiskimatsmanns. Htis og loðir tfyrlr raim- ar 3 milljónfr króna, Á nokkrum árum hefur bær- inn keypt 7 hús við Reykjavík- ur veg, sem hvað mest hafa valdið slysahættu á Reykjavík- urveginum og jafnframt staðið í vegi fyrir breikkkun þeirrar götu. Nýlega var 7. húsið flutt á brott. Þetta rifjar það upp, að á síðastliðnum 4 árum hefur bæjarsjóður keypt hús og erfða- festulóðir fyrir rúmar 3 milljón- ir króna. Þetta hefur verið nauð- synlegt vegna gatnagerðar og skipulags, en í þeim efnum hef- ur verið unnið af myndarskap og framsýni og er enn. Þá er vöxtur bæjarins mjög ör, þannig að fjölgun nemur t. d. meiru en öllum íbúunum á Húsavík. Þetta hefur auðvitað kallað á byggingu nýrra íbúðar- húsi, byggingu nýs skóla o. fl- o. fl. En þessar byggingar hafa líka þurft aukið landrými og á á síðastliðnum 4 árum héfur bærinn tekið eignarnámi rúma 40 þúsund fermetra ræktunar- lands með tilheyrandi mann- virkjum fyrir um 460 þúsund krónur. Það er heiður fyrir Hafnarfjörð, að þangað vill fólk- ið, en það er í mörg horn að líta í ört vaxandi bæjarfélagi og uppbyggingin er dýr. Þessi hús við Reykjavíkurveginn hafa nú öll verið keypt og fjarlsegð af bænum. | í STUTTU MÁLI SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS mun gangast, fyrir tveimur námskeiðum hér í Hafnarfirði einhverja næstu daga. Verður annað námskeiðið um meðferð gúmbjörgunarbáta, en hitt um meðferð heimilisáhalda og þá einkum fyrir liúsmæður. Verða námskeið þessi auglýst nánar í útvarpi. Slysavarnardeildirnar Hraunprýði og Fiskaklettur hvetja sem flesta bæjarbúa að not- færa sér þessi námskeið. ★ STJÓRNARKOSNINGU er nú lokið í Sjómanna- félagi Hafnarfjarðar. B-listinn, listi lýðræðissinnaðra sjómanna, bar sigur úr býtum, fékk 40 atkvæði, en A-listinn hlaut 36 at- kvæði. Stjórnin hefur því verið heimt úr höndum kommúnista. Stjórn Sjómannafélags Hafnarfjarðar skipa nú: Einar JónSson, form., Sigurður Pétursson, Björn Þorleifsson, Kristján Sigurðs- son og Hannes Guðmundsson. í varastjórn eru þeir Bjarni Her- mundarson og Grétar Pálsson. ★ RÉTT FYRIR ÁRAMÓT færði Lionsklúbbur Hafnarfjarðar Sólvangi að gjöf tæki til leðurskurðar. Eru tækin sérlega vönduð, og kemur sér mjög vel fyrir Sólvang að fá þau í sambandi við tómstundakennslu þá, sem fer þar fram. Um líkt leyti færði klúbburinn einnig Barndskóla Hafnarfjarðar að gjöf tæki til sjónmæl'ingar barnanna í skólanum. Þetta eru mjög myndarlegar gjafir, og á Lionsklúbburinn miklar þakkir skilið fyrir þær. ★ SÍÐASTLIÐIÐ mánudagskvöld hélt Félag ungra jafnaðarmanna þriðja bæjarmálafund sinn á þessum vetri. Hrafn- kell Ásgeirsson flutti þá framsöguræðu um hafnarmál. í lok fundarins var samþykkt ályktun í hafnarmálum, og mun stjóm félagsins siðan senda hana fulltrúaráði Álþýðuflokksfélaganna. Eru fundir þessir mjög gagnlegir og skemmtilegir, og eru ungir jafnaðarmenn livattir til að sækja þá alla. — Næsti fundur verð- ur annan mánudag, og mun þá Snorri Jónsson kennari, flytja framsögu um atvinnu- og skipulagsmál.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.