Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 27.10.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 27.10.1962, Blaðsíða 1
Jafnaðarstefnan er stefna alþýðunnar Verzlið við þá, sem auglýsa í Alþýðublaði Hafnarffarðar IHIAJF NAIRl IFJJAIRHDJAJRt XXI. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 27. OKTÓBER 1962 13. TÖLUBLAÐ Emil Jónsson er sextugur í dag Sextugur er í dag Emil Jónsson sjávarútvegsmála- ráðherra, sá Hafnfirðingur, sem flestir íslendingar kannast við, maður, sem í fulla þrjá áratugi hefur verið meðal fremstu áhrifamanna bæjarfélags 'síns og síðar þjóðfélagsins alls. Emil Jónsson er fæddur í Hafnarfirði 27. októ- ber 1902. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson múrari og Sigurborg Sigurðardóttir. Þau voru ættuð austan úr Arnessýslu, samvalin sæmdarhjón, sem ekki máttu vamm sitt vita í neinu, traust í öllu og iðjusöm. Að loknu barnaskólanámi fór Emil í Flensborgar- skóla og lauk þar gagnfræðaprófi vorið 1917 og sama vorið gagnfræðaprófi við menntaskólann í Reykjavík, en þess þurftu menn þá til þess að fá inngöngu í lærdómsdeild 'skólans. Stundaði Emil þar nám veturinn eftir, en las 5. og 6. bekk utan skóla næsta vetur og lauk stúdentsprófi með góðri einkunn vorið 1919, þá á 17. ári, og hefur enginn maður orðið stúdent yngri við menntaskólann í Reykjavík. Sýnir þessi námsferill glögglega, að hér fóru saman úgætir námshæfileikar og kapp og ástundun. Síðan fór Emil til Kaupmannaliafnar og las verk- fræði við Den polytekniske Læreanstalt, eins og tækniskólinn danski nefndist þá. Þótti þetta góður skóli og erfiður, og lauk Emil þar verkfræðiprófi með góðum vitnisburði 1925. Næsta ár var hann við verkfræðistörf í Odense á Fjóni. Um þessar mundir voru heillavænlegir atburðir að gerast í Hafnarfirði. Undir stjórn mikilhæfra for- ystumanna og með öruggu fylgi almennings náði Alþýðuflokkurinn meiri hluta í bæjarstjórn 1926. Tók hann þegar til óspilltra málanna við margvís- legar framkvæmdir, sem bæjarfélaginu máttu verða til gagns. Þegar fyrsta sumarið var ráðinn sérstak- ur bæjarverkfræðingur til starfa. Var það Emil Jóris- son. Fjórum árum síðar (1930) var ráðinn sérstak- ur bæjarstjóri, en áður liafði bæjarfógeli gegnt því starfi. Nú þótti það ekki lengur lienta, þegar bærinn stækkaði og framkvæmdir hans jukust. Var hinn ungi verkfræðingur gerður að bæjarstjóra, og gegndi hann því starfi til 1937. Jafnframt var hann kosinn 1 bæjarstjórn (1930) og starfaði hann þar til 1958. Formaður bæjarráðs var hann lengi og starfaði í mörgum nefndum. Hann var m. a. formaSur Út- gerðarráðs frá upphafi 1931—1962, formaður skóla- nefndar Flensborgarskóla 1930—47, átti sæti í skóla- nefnd barnaskólans 1934—37 og í fræðsluráði kaup- slaðarins frá því það var stofnað til 1958. í stjórn 8parisjóðs Hafnarfjarðar átti liann sæti 1935—57. Uann stai'frækti kvöldskóla fyrir iðnaðarmenn vet- urna 1926—28, en þá tók Iðnaðarmannafélag Hafnar- fjarðar við rekstri skólans, það var þá nýstofnað og átti Emil góðan þátt í stofnun þess. Hann kenndi uæstu ár við skólann og var skólastjóri hans til 1944 og jafnframt lengi formaður Iðnaðarmanna- félagsins. Það var fyrir atbeina hans, að Raftækja- verksmiðja Hafnarfjarðar (Rafha) var staðsett í bæn- uni og var hann formaður stjórnar hennar og er enn. Hann var einnig einn af stofnendum skipasmíða- stöðvarinar Drafnar og bijggingarfélagsins Þórs. Eleira mætti telja, en þetta nægir til að sýna það, sem allir kunnugir vita, hversu mjög Emil Jónsson hefur verið riðinn við framkvæmdir í Hafnarfirði nú í hálfan fjórða áratug, liið mesta framfara- tímabil, sem yfir bæinn liefur gengið, en jafnframt liin erfiðu kreppuár eftir 1930, þegar stjórn bæjar- málanna heimtaði meiri fyrirhyggju og umstang en bæði fyrr og síðar. Lentu þeir erfiðleikar vitanlega að töluverðu leyti á bæjarstjóranum og voru oft þreytandi, en færðu honum hins vegar dýrmæta þekkingu á lífsbaráttu almennings og notadrjúga reynslu í að fást við erfið málefni og eiga skipti við menn með margvíslegum sjónarmiðum og ólíku lundarfari. Emil Jónsson skipaði embætti vitamálastjóra árin 1937—57, en gegndi því að sjálfsögðu ekki árin 1944—49, þegar hann var ráðherra, en þó lét hann ekki vita- og hafnarmál afskiptalaus á þeim árum, því að hann fór með embætti samgöngumálaráð- herra. Fékk hann orð á sig sem grandvar og sam- vizkusamur embættismaður. Tók vitakerfi landsins miklum framförum á þeim árum, sem Emil var vita- málastjóri, og má mjög þakka það ötulli og farsælli forystu hans. Þegar hann lét af störfum sem vita- málastjóri, var svo komið, að unnt var að sigla umhverfis landið í björtu veðri án þess að fara nokkru sinni út úr vitaljósi. Síðan 1957 hefur Emil Jónsson verið bankastjóri í Landsbanka íslands, en ekki sinnt þeim störfum nema stutt, því að hann hefur mestállan þann tíma átt sæti í ríkisstjórninni. Emil Jónsson var kosinn alþingismaður fyrir Hafnarfjörð 1934. Hefur hann átt sæti á Alþingi síðan, nú seinast sem þingmaður Reykjaneskjör- dæmis. Þar hefur hann unnið í mörgum mikilvæg- um nefndum og verið forseti sameinaðs þings og notið því meira álits sem hann hefur setið þar leng- ur. Leikur ekki á tveim tungum, að liann hefur um langt 'skeið verið meðal allra fremstu þingmanna þjóðarinnar. Hann hefur hvað eftir annað setið í ríkisstjórn, fyrst árin 1944—49, eins og áður var sagt. Snemma á árinu 1959 vann Emil það þrekvirki, sem margir töldu óvinnandi, að stofna ríkisstjórn Alþýðuflokksins eins í algerum minnihluta á Al- þingi og fá henni starfsfrið til þess að gera nauð- synlegar aðgerðir, sem lengi munu lialda nafni lxennar og forsætisráðherra liennar. Emils Jónssonar, á lofti og sennilega verða því meira metin sem lengra líður frá og mönnum skilst betur, um hvað var að tefla. Emil Jónsson ólst upp á traustu Alþýðuflokks- heimili. í Danmörku kynntist hann jafnaðarstefn- unni fræðilega og í framkvæmd. Gerðist hann mjög vel að sér í þeim efnum. í bæjarstjórastarfinu og vitamálastjórastarfinu aflaði hann lsér mikillar þekk- ingar á margvíslegum þáttum íslenzks atvinnulífs. Þingstörf hans mörg voru einnig vel til þéss fallin að auka þessa þekkingu og dýpka skilning hans á mörgum fyrirbærum þjóðlífsins. Hann var til að mtjnda lengst af formaður Atvinnumálanefndar rík- isins, sem sett var á laggirnar 1934 og gekk venju- lega undir nafninu Rauðka. Atlxugaði síi nefnd marga hluti vel og kom fram með merkilegar til- lögur. Það Uggur í augum uppi af því, sem hér liefur verið drepið á, að maður eins og Emil Jónsson hlaut skjótt að komast til vegs og álits í flokki sín- um, Alþýðuflokknum. Hann var kosinn í miðstjórn hans árið 1930 og hefur setið þar síðan að tveim árum undanteknum. Hefur traust hans og álit í flokknum jafnan farið vaxandi, Þótti ekkert álita- mál að kjósa hann fyrir formann flokksins 1956, Jregar Haraldur Guðmundsson varð sendiherra í Osló og lét af formennskunni, og hefur hann verið formaður hans síðan. Sú er jafnan reynsla 'sveita og kaupstaða, þar sem fram kemur maður með óvenjulegum hæfileikum, að Jjeim helzt ekki á honum til Icngdar. Tjóar ekki um að tala, þótt eftirsjón sé sveitarfélaginu í störf- um slíkra manna, en heill Jýóðfélagsins lieimtar þá til yfirgripsmeiri athafna, Þannig hefur það einnig orðið um Hafnarfjörð og Emil Jónsson, þótt hann sé enn í fastari tengslum við átthaga sína en gerist um marga slíka menn. Hann liefur alla tíð verið heimilisfastur í Hafnarfirði og jafnan látið sig mál- efni bæjarins miklu skipta, svo 'sem sýnt hefur verið. Hitt hefur einnig komið á daginn — og gat raunar ekki öðru vísi farið, — að hin miklu og margvíslegu þjóðmálastörf hans á síðari árum hafa fjarlægt lxann frá daglegum störfum fyrir Hafnarfjörð serstaklega, en Hafnarfjörður hefur lrins vegar eins og aðrir staðir á landinu notið góðs af viturlegum tiUögum haris og farsællegum framkvæmdum a hinu viðara sviði þjóðmálanna. Fáum mönnum mun lagnara en Emil Jónssyni að leggja flókin mál svo Ijóst fyrir í ræðu, að hver maður megi skilja. Ilann er og óvenju rökfastur (Framháld á bls. 2)

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.