Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 27.10.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 27.10.1962, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Iðnskóli Hafnarffarðar í vetur verða 127 nemendur í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Við skólann starfa 2 fastir kennarar, auk skólastjóra, en 11 stunda- kennarar munu starfa að kennslunni auk þeirra. Nem- endur eru fleiri en í fyrra og eru þrengsli mikil í skólanum, tvísett í allar stofur. Kennsla í skólanum hefst kl. 8 á morgn- ana og lýkur kl. 7,45 fjögur kvöld vikunnar, en kl. 8,45 tvö kvöld. Skólinn hefst í septem- bermánuði og lýkur í apríl. — Kennslan í vetur verður með svipuðu sniði og áður. Það fer nú mjög í vöxt að þeir nemendur, sem sækja um inngöngu í skólann, hafi betri undirbúning en áður var, hafi t. d. gagnfræðapróf. Sagði skóla- stjórinn, að þetta væri mjög þýðingarmikið fyrir skólann og gerði skólanum það mögulegt að auka kröfur til nemenda sinna. Merkilegt brautryðjendastarf Tonlistarskóla Hafnarfjarðar Tónlistarskóli Hafnarfjarðar hefur byrjað starfsemi sína. Fyr- ir 13 árum hóf hann göngu sína með 17 nemendum í píanóleik. í vetur verða nemendur hans um 120 talsins, en öllu fleiri nemendur hefur skólinn ekki tök á að hafa og má segja að 1070 nemendur í barnaskólunum í vetur eru 1070 börn við nám í barnaskólum bæjarins. Það nýmæli hefur verið tekið upp í barnaskólunum í vetur, að öll- um nemendum skólanna gefst tækifæri til að njóta danskennslu. Yfirumsjón með þeirri kennslu hefur Heiðar Astvaldsson dans- kennari. Er þetta frjálst nám með mun vægara kennslugjaldi, en í almennum dansskólum. Danskennslan fer fram í Öldutúns- skólanum og gefst öllum nemendum skólanna kostur á henni, eru sumir þegar byrjaðir en aðrir byrja síðar í vetur. Þá má geta þess, að skortur á húsnæði fyrir íþróttakennsluna fyrir barna- skólann og Flensborgarskólann er slíkur, að ekki er hægt að veita nemendum þessara skóla þá leikfimikennslu, er fræðslu- lögin gera ráð fyrir. Nýtingin á íþróttahúsinu við Lækinn er t. d. slík, að þar er óslitin kennsla frá kl. 8 að morgni til 10,30 að kveldi alla virka daga vikunnar, nema Iaugardaga, þá lýkur henni kl. 9 s. d. skólans, en nemendurnir eru 7, 8 og 9 ára eins og kunnugt er. Kennslan hefst kl. 8 á morgn- ana og er lokið klukkan 5 á daginn. Þetta er fyrsti veturinn sem 9 ára börn eru í Oldutúns- skólanum. LÆKJARSKOHNN I vetur eru 770 nemendur í Lækjarskólanum og er tvísett í allar kennslustofur nema tvær, en í þær er þrísett. Elísabet Hannesdóttir var settur leik- fimikennari við skólann í vetur. Við skólann starfa 24 fastir kennarar auk skólastjóra og einn stundakennari. Sigmundur Björnsson hefur verið ráðinn gangavörður í skólanum. I eldri deildum skólans eru nú fleiri nemendur en nokkru sinni fyrr. Síðast liðinn miðvikudag fóru nokkrir nemendur skólans, sem jafnframt eru í Friðrikskórnum, til Reykjavíkur og sungu þar tvö lög inn á plötu fyrir Fálk- ann. Jón Asgeirsson, söngkenn- ari skólans og stjórnandi Frið- Frá Flensborgarskóla Hinn 1. október s.l. var Flens- borgarskólinn settur. Þar verða 475 nemendur við nám í vetur og eru þrengsli mikil í skólan- um, svo að tvísetja verður í all- ar kennslustofur. Fastráðnir kennarar við skólann eru 16 auk skólastjóra, en stundakennarar 14. Einn nýr kennari var fast- ráðinn við skólann í vetur, Þór- arinn Andrewsson frá Flateyri, í Önundarfirði. Hann hefur B.A. próf í stærðfræði og eðlisfræði, en hann mun í vetur kenna þær greinir. Þessar greinir kenndi í fyrra Þórarinn Guð- mundsson, en hann hefur nú í vetur verið ráðinn kennari að Menntaskólanum á Laugar- vatni. Þá hafði skólanum verið sagt upp því húsnæði í St. Jósefsskóla, sem hann hefur mörg undanfarin ár haft fyrir handavinnu stúlkna, og hefur tekizt að fá húsnæði fyrir handavinnu stúlknanna í gömlu símstöðinni við Austurgötu. Þá varð að leggja niður kennslu í véltækni í FIensborgarsþólan- um í vetur, vegna þess að ekki tókst að fá heppilegt húsnæði fyrir þá kennslu. I stað hennar mun nú tekin upp kennsla í málmsmíði, en þá kennslu ann- ast Egill Strange. Að öðru leyti mun kennslan verða með svip- uðu sniði og verið hefur undan- farin ár. þetta sé fyrsta árið, sem hann er fullskipaður. Fjórir nýir kennarar starfa við skólann í vetur, Helmut Neu- mann, sem er mjög þekktur sellóleikari og tónskáld, Atli Heimir Sveinsson, gagnmennt- aður píanóleikari og tónskáld, nýkominn heim að loknu þriggja ára framhaldsnámi í Þýzkalandi, Katrín Dalhoff, sem er kunnur fiðluleikari og einn af færustu fiðluleikurum í Sinfoníuhljóm- sveit íslands, og Reynir Jónas- son, sem kennir harmonikuleik, en hann hefur dvalið erlendis við nám s.l. tvö ár, en kenndi áður við skólann. í vetur verður starfrækt við skólann ný deild fyrir 5—8 ára börn. Er hún alger nýjung hér á landi og vakti stofnun hennar verðskuldaða athygli á nýaf- stöðnum fundi skólastjóra tón- listarskólanna á Islandi. Það er því ekki að efa, að forystumenn tónlistarmála hér á landi munu fylgjast með þessari bamadeild Tónlistarskóla Hafnarfjarðar af lifandi áhuga og feta síðan í fót- spor hans í þessum efnum. Kennslan í þessari deild fer fram með leikjum og föndri. Börnin læra frumatriði tónlistar og leika á ýmis létt hljóðfæri, sem þau búa til sjálf. Erlendis hefur þessi kennsluaðferð mjög rutt sér til rúms nú hin síðari ár og þótt gefast vel. Tónlistar- hæfileikar barnanna þroskast, svo að allt tónlistarnám, sem síðar kann að verða tekið upp, gengur miklum mun betur og (Framhaíd á hls. 3) rikskórsinls, stjórnaði söngnum. Lögin, sem börnin sungu, voru: Guð gaf mér eyra og Göngum við í kring um einiberjarunn. Tókst upptakan vel, og má ætla, að þessi plata verði komin á markaðinn fyrir jól. Þá er í at- hugun, að Friðrikskórinn syngi inn á plötur síðar, ef þessi til- raun heppnast vel, og þá ýmis lög eftir Friðrik Bjarnason. ÖLDUTÚNSSKÓLINN Það eru réttir 300 nemendur í Öldutúnsskólanum í vetur. Nýir kennarar við skólann í vet- ur eru þau Nanna Jakobsdóttir, Auður Eiríksdóttir og Friðbjörn Hólm. Fastir kennarar við skól- ann eru 7 og stundakenarar 4. Þrísett er í allar kennslustofur Árið 1958 tók bókasafnið til starfa í þessum vistlegu húsa- kynnum. Bóknsnfmð 40 áva Hinn 18. október síðast liðinn varð Bókasafnið í Hafnarfirði 40 ára. Að kvöldi hins 17. október var þess minnst í hinum vist- legu húsakynnum bókasafnsins. Við það tækifæri héldu ræður bókafulltrúi ríkisins, Guðmundur G. Hagalín, bæjarstjóri Haf- steinn Baldvinsson og formaður bókasafnsstjómar, Þorgeir Ibsen. Var þá um leið opnuð bóka- og skjalasýning í safninu í tilefni af 40 ára afmælinu og var hún opin næstu daga á sama tíma og safnið. Þá var og gefin út ágætur ritlingur um starf og sögu safnsins og hafði Stefán Júlíusson rithöfundur 'samið hann. Þar segir m. a.: UPPHAF OG FORSAGA Bókasafn Hafnarfjarðar, sem nú heitir Bæjar- og héraðsbóka- safnið í Hafnarfirði, tók til starfa 18. október 1922. Aðalhvatamaður að stofnun safnsins var Gunnlaugur Krist- mundsson kennari og sand- græðslustjóri. Hann gerðist kennari við barnaskólann í Hafnarfirði árið 1914. Á næstu árum tók hann að vekja áhuga einstakra manna og bæjaryfir- valda á nauðsyn almenings- bókasafns í bænum. Framtak hans varð til þess, að bæjar- stjórn samþykkti 8. marz 1921 að stofna skyldi bókasafn til frjálsra afnota fyrir bæjarbúa. Veitti hún 3 þús. kr. til bóka- kaupa og kaus þriggja manna bókasafnsnefnd, sem kaupa skyldi bækur, koma safninu á fót og sjá um rekstur þess. I nefndina voru kosnir: Bjarni Bjarnason skólastjóri, Davíð Kristjánsson bæjarfulltrúi og Gunnlaugur Kristmundsson. Bjarni var kosinn formaður, enda lrafði hann stutt Gunnlaug ötullega og unnið með honum að undirbúningi málsins. Gunn- laugur var gjaldkeri og tilsjónar- maður með safninu frá uppliafi, og formaður bókasafnsnefndar eftir að Bjarni fluttist burt úr bænum til ársins 1944, — eða nokkru meira en helming þess tíma, sem safnið hefur starfað. Sá hann allan þann tíma um bókakaup til safnsins og leit til með starfsemi þess, jafnan án nokkurrar greiðslu. Hann átti sæti í nefndinni til dauðadags árið 1949. Áður en Bókasafn Hafnar- fjarðar tók til starfa höfðu ver- ið gerðar tilraunir með lestrar- félög í bænum. Þær komu að talsverðu gagni, en stofnað var til þeirra af vanefnum og bóka- kostur frernur lítill. Lestrarfelag Hafnarfjarðar hafði dálitla ut- lánastarfsemi um aldamótin sið- ustu, og á árunum 1907—ú starfaði lestrarfélagið Framföi'. Ekkert lestrarfélag var starfandi í bænum, þegar Gunnlaugut Kristmundsson tók að beita sei fyrir stofnun almenningsboka- safns. HÚSNÆÐI OG STARFSEMI Bæjarstjórn fékk bókasafninu fyrst til afnota lítið herbergi uppi á lofti í suðurenda gamla barnaskólans við Suðurgötu. En árið 1928 fékk safnið allgóða kennslustofu til afnota, enda vai /r,.............., .,.1 ,1 hl.S. 3)

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.