Brjef til Y.-D.-drengja frá K.F.U.M. í Reykjavík - 16.01.1927, Blaðsíða 3
3
af stað með hugrekki og góðri von. Hún fjekk góða og
skemtilega ferð; og brátt eptir að hún-var komin til Bue-
nos Aires, fjekk hún með hjálp kaupmanns nokkurs frá
Genua, sem var frændi inanns hennar og hafði lengi verið
búsettur par í borginni, ágæta vist hjá góðri argentinskri
fjölskyldu, sein gaf lienni hátt kaup og góða aðhlynningu.
I nokkurn tíma stóð hún í stöðugum brjefaviðskiftum við
mann sinn og syni. Eins og þau höfðu komið sjer saman um
áður en hún fór, skrifaði maður hennar utan á til hennar til
frænda síns, kaupmannsins, og hún Ijet hann líka annast
heimsendingu sinna brjefa, og skrifaði hann pá og nokkrar
línur með. Par sem liún nú vann sjer inn 80 lírur á mán-
uði og purfti engu að eyða handa sjálfri sjer, sendi hún
heim priðja hvern mánuð all álitlega upphæð; og með pví
fje borgaði maður hennar, sem var ráðdeildarmaður, smám-
■saman pyngstu skuldirnar, og fór aptur að komast í gott
álit. Hann fyrir sitt leyti vann og ótrauður og var ánægð-
ur með hag sinn, pví liann ól pá von í brjósti, að kona
hans mundi brátt fá komið heim aptur, svo allt kæmist í
samt lag, pví án bennar virtist heimilið vera dauflegt, og
sjerstaklega saknaði yngri sonurinn móður sinnar, pví hún
var honum mjög svo hjartfólgin, og átti hann pví örðugt
með að sætta sig við, að hún pyrfti að dvelja svo langt
burtu að heiman.
Ár var nú liðið frá burtför hennar. Pá kom frá henni
stutt brjef, og sagði hún í pví, að heilsan væri ekki vel
sterlc um pær mundir, og eptir pað fengu peir feðgarnir
ekkert brjef og engar fregnir. Peir skrifuðu tvisvar til
frænda síns, en fengu ekkert svar. Peir skrifuðu til fólks-
ins, sem hún dvaldi lijá, en vegna galla á utan á skrift-
inni, hefur víst brjefið aldrei komizt til skila, að minnsta
kosti kom ekkert svar. Peir skrifuðu ræðismanninum ítalska
í Buenos Aires, par eð peir voru hræddir um að eitthvað
hefði komið alvarlegt fyrir, og báðu um að grennslast eptir