Brjef til Y.-D.-drengja frá K.F.U.M. í Reykjavík - 03.04.1927, Blaðsíða 1
B R J E F til
* * * * * * * * * *::.: * * * :j: * * * :i: *
Y.-D .-DRENGJA
:5::í::j: :5: :i=
Boðunardagur Maríu, þ. 3. Apríl 1927.
Guðspjöllin: Lúk. 1, 26.—38.; Lúk. 1, 46.—51.
Bæði guðspjöllin í dag segja frá Maríu, móður Drottins
vors Jesú Krists. Fyrra guðspjallið segir frá því, er Gabríel,
engill, kom til hinnar sælu meyjar og boðaði henni pau
undursamlegu tíðindi, að frelsari heimsins ætti af henni
að fæðast. Pað hvílir hátign sannleikans yfir pessari frá-
sögn. Hún sat inni í stofu sinni í Nazaret, og allt í einu
stóð engillinn hjá henni og ávarpaði hana með þessari
fögru kveðju: »Heil vert pú, sem nýtur náðar Guðs! Drott-
inn sje með þjer«. Hann boðaði henni svo leyndardóminn,
að sonur Guðs ætti að koma í heiminn og verða maður,
og heita Jesús, frelsari. Nú áttu fyrirheitin að rætast, og
grundvöllurinn að vera lagður, sem frelsun hins fallna
mannkyns átti að byggjast á. Og María trúði orðum eng-
ilsins og beygði sig algjörlega undir Guðs vilja. Fyrir pessa
hlýðni hennar og trú og auðmýkt er hún orðin vor fyrir-
mynd. Og hana segja nú allar kynslóðir sæla, og tigna
hana sem hina heilögu mey og móður. — Og allir eiga
að breyta eptir henni í trú og trausti, í auðmýkt og hlýðni.
Sá sem gjörir pað, nýtur svo náðar Guðs, og Guð er með
honum. Hann parf því ekkert að óttast. Og hann getur
lifað Guði og miklað hann eins og María gjörði í lofsöng
sínum, sem sagt er frá í öðru guðspjalli dagsins. Þar
stendur: »Önd mín miklar Drottin og andi minn hefur
glaðst í Guði, frelsara mínum!« Þannig eigum vjer að