Geislar af lifandi ljósi - 01.01.1911, Blaðsíða 3

Geislar af lifandi ljósi - 01.01.1911, Blaðsíða 3
3 setninganna i réttu sambandi, og ganga fram hjá ótal mörgum ritning- arinnar oröum, sem slciljanlega gera meiningu og anda þessara ritn- ingarorða, sem þeir, með þessum hætti, misskilja og afvegafæra. Peirra augu eru blind og sjá ekki hið rétta og ganga rasandi. sPví sá sem er blindur og leiðir blindan, er í hættunni með að báðir falli i gryfj- una«, sem máltækið hljóðar. Sannanir um að hlýðnin sé nauðsynleg. Jesús sagði með réttu: »Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn son til þess, að hver sem á hann trúir, skal lifa að eilífu«, (Jóh. 8: 10). En hann sagði líka: »Mínir sauðir þekkja mína raust og ég þekki þá, og þeir munu fylgja mér«, (Jóh. 10: 27). »Sannlega, sannlega segi ég yður, að hver sem trúir á mig og þau verk sem ég geri, skal hann þannig gera og hann skal gera stærri verk en þessi, því. ég fer til föðursins (Jóh. 14: 12). »Hver sem elskar mig, skal halda mín orð«, (Jóh. 14: 23). »Hver sem heldur min orð, er sá sem mig elskar, og hver sem elskar mig, þann sama elskar og faðirinn og ég skal elska hann og oþinbera mig honum«, (.Tóh. 14: 21). »Eins og þér haldið min orð, elska ég yður, eins og ég hef haldið orð föðursins, i hans kær- leika«, (Jóh. 15: 10). En hver sem segir til min: »Herra, herra, og gerir ekki minn vilja, fær ekki inngang til himnaríkis, heldur sá, sem gerir mins föðurs vilja, sem er á himnum«, (Matt. 7: 21). »En þvi kallið þið mig herra, herra og gerið ekki minn vilja«, (Lúk. 6: 46). þess vegna, »hver sem breytir einu af minum minstu boðum og kennir öðru vísi, hann skal kallast sá minsti i himnariki. En sá sem kennir og gerir mín boð, skal kallast stór í míns föðurríki. Pví ég segi yður, nema yðar réttlæti yfirgnæfi hina Skriftlærðu og Fariseanna, komið þér ekki í himnaríki«, (Matt. 5: 9, 20). »Og hver sem heyrir þessi mín orð, og gerir ekki þar eftir, er líkur þeim manni, sem bygði sitt hús á sandi og þegar regnið og veðrið kom féll það — og þess fall var stórt«, (Matt. 7: 26, 27). Þegar hinn ríki ungi maður, spurði Jesús: hvað hann ætti að gera til þess að öðlast eilíft lif. Pá var ekki svarið, að honum nægði það einungis að trúa á Krist, heldur: »ef þú vilt fá inngang til lífsins, þá haltu mín boð«, (Matt. 19: 7). Pegar Kristur eftir upprisuna sendi sína postula út um heiminn til að prédika evangalium til fólksins, gaf hann þá tilskipun: »Kennið þeim að lialda alt þaö, sem eg hefi yður boðið«. Ályktanir teknar af ritningunni. Postularnir, þannig útvaldir, hlýddu þessu boði og ekki einungis prédikuðu trúna á Jesús Krist, sem nauðsynlega til sáluhjálpar, heldur einnig nauðsyn á hinni sönnu hlýðni. Ferðasögur þeirra sem skrifaðar eru i postulanna gjörningabók sanna þetta, og nokkrir af pistlunum staðfesta það sama, án mótsagna um trúna á Krist, sem er fullnægj- andi til frelsis og innibindur trú á Krists kenningu og hlýðni við hans boðorð. Trú án verkanna er dauð. Sú trú á Krist, sem nú á tímum er kend, af hinum ýmsu kirkj- um, er því af þeirri tegund, sem postulinn Jakob fordæmir. Hann scgir: »Yiltu vita, ó þú liégómlegi maður, að trúin án verkanna er

x

Geislar af lifandi ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislar af lifandi ljósi
https://timarit.is/publication/421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.