Geislar af lifandi ljósi - 01.02.1911, Blaðsíða 4

Geislar af lifandi ljósi - 01.02.1911, Blaðsíða 4
4 Elías fæðu. Á hans dögum, fyrir hina sömu trú voru ísraelsbörn leidd af Móses út af Egiftó, Rauðahafið skiftist í tvent, manna féll af himni, vatn kom út af berginu, og þeir sem urðu fyrir höggormabiti voru læknaðir. Fyrir þessa trú sigruðu þeir gömlu Patríarkar og sumir af þeim umgengust Guð og töluðu við hann, — og fyrir þessa trú var hin mikla himnafesting sköpuð i allri sinni dýrð, skipulag varð úr ginnungagapi og myrkrið að ljósi og lífið í ýmsum myndum íramþróaðist eftir boði hins eilifa guðdóms, hjá hverjum þessi trúar- innar kraftur fram kemur á hæðsta stigi. Trúarinnar lögmál er óbreytanlcgt. Petta er trú sem talað er um i bréfinu til Hebreskra 2. kap. og líka í st. Júdas almenna bréfi, þar sem hann áminti söfnuðinn um »almenna frelsun«, að þeir skuli stríða fyrir þá trú, sem þeir heilögu hafi orðið aðnjótandi ((Jud. 3: vers). í þessari nýmóðins trú kenn- ist, að þessi trú með öllum sínum gáfum, táknum og stórmerkjum, sem hún opinberar, séu nú ekki lengur nauðsynleg, og þess vegna ekki framar til. — En þetta er eitt af hinum mörgu villum, í hinni andlegu óstjórn, þvi Guð er hinn sami í dag og í gær og um alla eilífð. Sannleikans grundvöllur haggast ekki orsök og afleiðing breyt- ist ekki um alla eilifð. Sú trú sem á dögum hinnar fyrstu kristni, verkaði kraftaverkin, getur eins nú á siðustu dögum verkað með sama krafti, að hún er ekki verkandi er sönnunin fyrir því, að trúin er dauð, það er orsökin. Trúin er vegur til þekkingar. Sönn trúarbrögð innifelast í sannri trú, sem er stór merkilegt, þvi það er vegurinn til frelsunar, »að þekkja liinn eina sanna Guð og hans útsenda son Jesús Krist, er að ávinna sér eilíftw (Jóh. 14: 3). Hin lifandi trú er upphaf þekkingarinnar. Og þessi trú, sem einu sinni var veitt hinum heilögu hefir um liðnar aldir, síðan á postul- anna dögum verið á svo lágu stigi og næsturn útdauð, .á meðal hinna svo nefndu kristnu, undirorpin ýmsum »Dogmer« og mannasetningum, á hinni löngu og dimmu nótt hins andlega lífs. Frá þeim tíma Guð opinberaði sig þar til á hinni 19. öld, að virldlega hafa ýmsir bæði menn og konur reynt að þjóna og leita Herrans eftir bezta mætti, en þeir hafa ekki náð þeim þroska, að vera í sambandi við Guð með þeim trúarkrafti sem þeklist á meðal þeirra fyrstu kristnu guðsbarna, sem er alveg nauðsynleg fyrir þá sönnu trú. Lofaður sé herrann fyrir það, að trúin er aftur gefin til jarðarinnar, .og guðdómlegar opinber- anir eru ennþá mögulegar. Mennirnir geta enn sem fyr haft eiginlegt samband við sinn skapara, og alla þá blessun sem þar af leiðir, veit- ist þeim, sem nú veita móttöku hans gáfum, sem hlýðin börn. Um þessi háleitu efni, verður síðar talað í öðrum smáritum, sem lesaranum gefst kostur á að lesa sér til upplýsingar, svo sann- leikurinn útbreiðist og sigri, svo liið guðdómlega megi lýsa öllum sem leita sannleikans um allan heim. Útgefandi og kostnaðarmaður: Jakob B. Jónsson.

x

Geislar af lifandi ljósi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislar af lifandi ljósi
https://timarit.is/publication/421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.