Heimilisblaðið - 04.08.1894, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 04.08.1894, Blaðsíða 2
68 HHiMILÍSBLAÐIÖ. Þau börn eiu hjer líka í stúkunni, sem eiga drykkfelda feður, er missa fyrir þá sök álit og atvinnu, svo að þeim get- ur ekki iiðið vel. Til þessara barna vil jeg tala með orðum drengsins: »Bindindið er brauð og smjör«. Bindindi gjörir heimilin farsæl. Jeg óska þess af heilum hug, að þau börn, sem eiga drykkfelda feður, að þau gætu orðið þeim til biess- unar, með því, að telja þá frá því að drekka áfengi. Jeg segi ykkur satt, börnin góð! Ef þið unnið feðrum ykkar, eins og góð börn eiga að gera, þá eru það einmitt þið, sem inestu getið til leiðar komið um það að fá þá til að hætta að drekka. Jeg veit þið viljið það; jeg veit þið viljið gjöra for- eldra ykkar gæfusöm, því að það verður ykkur sjálfum til gæfu og blessunar. Jeg skal segja ykkur dálitla sögu, til að sýna, hverju þið getið komið til leiðar, ef þið viijið vera trúir og dyggir templarar. Einu sinni var vesalings drykkjumaður. Hann stóð og hallaði sjer upp að húsgafli. Þar gengu nokkur börn fram hjá. Þau staönæmdust, þegar þau sáu hann, eins og börn eru opt vön að gjöra, en þessi börn gerðu meira en glápa á hann; þau kenndu í brjósti um hann og vildu svo hjartans fegin gjöra hann að bindindismanni. Eitt þeirra sagði: »Við skul- um syngja bindindisvísu fyrir hann«. Þau fjellust öll á það og kyrjuðu upp: sFlösiiunni, vinur minn! fleygðu á brott, fví að farsældarvegur það er þjer. æíilangt bindindi að ganga er gott því að guðs þíns að vilja það er«. Þegar þau höfðu sungið vísu þessa, sagði vesalings maðurinn: »Syngið þið aptur, stúlkur litlu«. »Já, það skulum við gera« svöruðu þær, »ef þú vilt lofa okkur því, að verða bindindis- maður«. »Nei, nei! langt frá«, svaraði hann, »enda hafið þið ekkert blað, sem jeg geti skrifað á upptökubeiðni og nafn mitt undir«. »Jú«, sagði ein stúlkan, »jeg hefi hjer pappír«; og annað sagði: »Jeg hefi biýant«. En maðurinn neitaði samt sem áður, en hjeit áfram aö biðja litlu stúlkurnar að syngja. Og börnin sungu aðra vísuna til: »Ó! kom sem fyrst í fjelag það sem farsæld eflir manns.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.