Heimilisblaðið - 04.08.1894, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 04.08.1894, Blaðsíða 3
HEIMILISBLAÐIÐ. 59 Ó! kom með oss, við erum leidd af anda kærleikans«. Vesalings maðurinn varð lirifinn af þessu ástúðlega ávarpi barnanna; hann gat ekki tára bundizt og mælti: »Æ, syngið þið það einu sinni enn«. En þau vildu nú alls ekki syng.ja meirá, nema því að eins, að hann vildi skrifa nafn sitt undir upptökubeiðnina í fjelagið. Og loks gátu þau unnið hann til þess. Eitt þeirra tók hattinn hans, hjelt á honum og hafði hann fyrir skrifborð; þau fengu honum blýantinn og hann skrif- aði nafn sitt undir með skjálfandi hendi. Og.þá sungu þau alls hugar fegin: »Jeg lofa þvf af heilum hug að hætta að drekka vín. Ó, hjálpa þú mjer, herra! því jeg hræðist forlög mín! Kom þú í hóp vorn heill og sæll og hrind þú sorg frá þjer, þjer hjálpar guð og góðir menn, því góðu heitið er«. Og margt sungu þau fleira. Nokkru siðar sagði sami maðurinn á stúkufundi: »Jeg þakka guði fyrir það, að þessi börn kenndu í brjósti um mig; ávallt skal jeg þakka honum það, að hann sendi þau til min, tii að vara mig við hættunni, til að leiða mig á auðuveginn«. Þetta er nú sagan, sem jeg lofaði að segja ykkur. Hún er ekki löng, en hún sýnir, hverju góðu börnin geta komið til leiðar. Það er langt síðan jeg varð bindindismaður. Þá átti jeg föður á lífi. Ilið fyrsta verk mitt sem bindindismanns var auðvitað það, að fá föður minn til að ganga í bindindi rneð mjer. Jeg unni föður minum, en hann var hniginn að aldri, og þótt hann drykki eigi mikið, þá var það þó svo, að heilsu hans hefði lmignað meir, ef liann hefði haldið því á- fram, því að hann mátti ekkert dreltka til þess hann yrði ekki veikur eptir. Síðan vorum við nokkur ár tveir einir í bindindi, og faðir minn var jafnan vanur að segja, þegar við roinntumst á bindindið: »Þjer er það að þaklca, að jeg hvorki drekk sjálfur nje veiti öðrum vín«. Síðan hefir okkur að öilu vegnað betur.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.