Heimilisblaðið - 31.10.1894, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 31.10.1894, Blaðsíða 7
fiElMlLISBLAÐlí). 96 Prestur (nýbúinn að tæma staupið sitt): »Nei. Nei! Jón minn! Slíkan voða má ekki fá unglingum; þeir kunna ekki með hann að fara«. Drengur t hópnum: »Okkur er lika kalt; við þurfum líka hressingu. Presturinn hefir kennt að fara með voðann«. í kaupstaðnum. Jón er búinn að pína út trúss á tvær drógar. Ilann situr á einum bagganum með flösku í hendi, hjer um bil hálfa af brennivíni, og virðist vera orðinn góðgiaður. Gvendur sonur hans situr þar hjá honum. Hann lítur út fyrir að vera 9—10 ára og er mjög þreytulegur. Jón bregður flöskunni upp við birtuna, um leið og hann segir: »Já, það er þá fal’ið að lækka á henni, hlessaðri; ekki má jeg fara fyr en hún er tæmd, svo jeg geti aptur fengið á hana hjá blessuðum kaupmanninum; því kútholuna má jeg ekki snerta í ferðinni«. Gvendur litli: »A jeg ekki að súpa á hjá þjer, pabbi, svo við komumst fyrr af stað«? Jón: »Ertu vitlaus, strákur? Þú að drekka brennivín! Þú fórst ekki ferðina þá arna til að drekka eða gamna þjer, heldur til þess að líta eptir að ekkert týndist, ef jeg yrði kenndur eða syfjaður«. Eptir kaupstaðarferðina. Konan, föl og tárvot, færir Jóni bónda sínum kaffl. Þegar hún loksins heflr vakið Jón, svo hann sjer bollann, segir hann, eins og milli svefns og vöku: »Er ekki þarna pelaglas í hillukverkinni ? Ætli jeg hafl ckki látið ögn á það í gærkveldi? Jeg þarf að láta drjúpa í kaliið mitt. Jeg er einlægt svo »slúskaður« eptir þessar ferðir«. Konan (með grátstaf): »Ætlarðu að halda áfram enn? Var ekki nóg komið«? Jón (styggur): «IIvað þá? Ilvað er aö tarna«? Konan (grátandi): »Hestarnir komu hálflausir heim, og þaö litla, sem á þeim var, meira og minna skemmt. Þetta er nú allur vetrarforðinn handa 7 manns. Guð veit, að jeg sje ekki hvernig það fer. Og svo er nú Gvendur litli veikur eptir volkið og völcurnar. Hann liefir átt æflna, aumingja barnið*!

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.