Heimilisblaðið - 31.10.1894, Side 4

Heimilisblaðið - 31.10.1894, Side 4
92 •HEIMILISBLAÐIÐ. skuli vera að eyðileggja, í skjóli laganna, fjármuni meðbræðra sinna, heimilislán þeirra, heilsu þeirra, lít og sálarfrið, og strá allt í kringum sig synd og sorg og glötun, þar sem hinir 332 vinna hver á sinn hátt að gagni lands og lýðs með arðbærri iðju ? Þeir, þessir 332, byggja upp, en áfengissalarnir rífa niður. Þeirra iðja, þessara 332, gerir ekki viðskiptamenn þeirra að ólánsmönnum um tíma og eilífð, þar sem hans atvinna, þessa eina, rýir út frá sjer, og er gróðrarreitur blóts og formælinga, lyga, raups og kláms. Hvergi í mannfjelaginu er meiri ólifnaður en í og hjá drykkjukránum. Sumstaðar skera menn þar líka upp heilsu- tjón og efnaglötun. Allt þetta eiga þessir 332 að gera sjer að góðu. Þeir eiga að láta þennan eina mann gjöra það, sem honum veitir stundar-\\a,g, en vinnur öllum hinum mein, ýmist beinlínis eða óbeinlínis.1 Þeir mega ekki einu sinni tæpta á því, að slíkt sje nein skerðing á persónulegu frelsi. Hann segir sína atvinnu lög- lega og heiðvirða (!). Þannig er og þannig verður, þangað til hver skynsamur maður, hver heiðvirður og rjettsýnn maður, hver mannvinur og hver kristinn maður rís upp í gegn hinni auðvirðilegu og illu áfengissölu, sem ekki ætti að tolla, heldur banna gersam- lega. Veitingahúsum og ölkrám ætti að loka, fyrst frá laug- ardagskveldum til mánudagsmorgna, og síðan frá mánudags- morgnum til laugardagskvelda, — eins og Sir Wilfrid Lawson komst einu sinni að orði«. Nokkur einföld vanheilsuráð. Það þykir sannreynt, að heilræði lærist mönnum öllu betur i öfugmæla-búningi en hins vegar, eins og t. d. háð er margsinnis mikið betri siðferðisleg kennsluaðferð en alvarleg vandlæting. Heilbrigðisráð lesa menn þrásinnis á prenti og — láta inn um annað eyrað og út um hitt. Þeir samsinua þeim, en fara ekki hót eptir þeim.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.