Heimilisblaðið - 17.11.1894, Page 2

Heimilisblaðið - 17.11.1894, Page 2
SEIMIÍíISSAÖIB. 1Ö6 Eítis og kunnugt er, hafa allmargir íslenzkir prestar gengið í bindindi og munu halda það flestir enn sem komið er — þótt hitt sje til, nefnil. það stórhneyksli, að þeir hafl drukkið eptir sem áður —. En helzt til fáir munu þeir gera meira en rjett að eins að halda sitt bind- indisheit, afskiptalausir um aðra eða framtakslausir um útbreiðslu bindindis út frá sjer. Þó munu vera nokkrar heiðarlegar undartekningar frá þeirri reglu. En hvað sem því líður, þá er samt mikils um vert, að hafa þá með sjer en ekki móti í bindindis-hreiflngunni, alla hina dyggu bindindispresta. Um hina, sem gera sjer allt far um að letja bind- indissamtaka og spilla viðleitni sinna sóknarbarna í þá átt, er það í einu orði að segja, að þá ber að skoða eins og falsspámenn í þeirri grein. Þarf alþýða beinlínis að gjalda varhuga við þeim, og fara sinu fram, hvað sem þeir segja og hvort sem þeim líkar betur eða ver. Biflían og áfengið. Það stóð í fyrirrennara blaðs þessa, »ísl. Good-Templ- ar«, fyrir nokkrum missirum nokkuð ýtarleg ritgerð um það, að ósannanlegt væri, að heilög ritning ætti við áfengt vín á þeim stöðum, þar sem hún lætur vel yflr. vínnautn. T. d. gæti vín það, er frelsarinn framleiddi í brúðkaup- inu í Kana með kraptaverki, hafa verið óáfengt, með því að alsiða hafi verið í fornöld, bæði á Gyðingalandi og annarsstaðar, að neyta vínberjalagarins áður en gerð hljóp í hann eða án þess. Frekara var eigi farið í það mál í það sinn. Og fátt hefir um það heyrzt, hvort þeir, sem þá grein lásu, lærð- ir eða leikir, hafi fallizt á það, sem þar var fram haldið og leidd rök að. Sennilega hafa samt flestir, ekki sízt kennimenn vorir, haldið eptir sem áður uppteknum hætti að prjedika fyrir lýðnum, að heilög ritning væri með- mælt hóflegri nautn áfengra drykkja,—ekki af neinni »æðri

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.