Þytur - 30.01.1954, Side 3

Þytur - 30.01.1954, Side 3
Þ Y T U R 8 „Aurasjónarmiðiif ★ Templarar fá ákveðna upphæð á ári hverju i'rá ríkinu, sem tekin er af gróða áfengissölunnar, og þeir síðan verja til bindindisstarl'- semi, og amast enginn sanngjarn maður við því. ★ Hví má ekki fátækt bæjarfélag fá sinn skerf af áfengisgróðanum, úr því áfengi er selt áfram í landinu? f?7.*rr ★ Fjárlög ríkisins gera ekki ráð fyrir minnkandi áfengisgróða. Er rétt, að Reykjavík ein njóti hagn- aðar af því? Áfengisvandamálið Sú spurning er margrædd hér- lendis, á hvern hátt sé bezt að haga sölu og meðferð áfengra drykkja. „Hóf er bezt á hverjum hlut“, segir fornt spakmæli, en sú gullna regla er erfið til eftir- breytni. Áfengið hefur fylgt mannkyninu frá ’ því, að sögur hófust og mun svo verða fram- vegis. Sumum reynist það læknis- lyf og gleðigjafi, öðrum veldur það böli og bágindum. Ýmsar að- ferðir hafa verið reyndar, með misjöfnum árangri. Boð og bönn eru oftast nær mjög erfið í fram- kvæmd, sérstaklega vegna þess að syndugum mönnum er gjarnt til þess að telja þann ávöxtinn lostætastan, sem forboðinn er. — Vandamál lífsins eru mörg og margvísleg og freistingarnar tæl- andi. Allt uppeldi og öll kennsla, miðar að því að þroska unga menn og konur til þess að velja og hafna, og til þess að geta dæmt um réttar leiðir 1 lífinu sér til handa. Sjálfsákvörðunarréttur- inn er öllum mönnum heilagur, en jafnframt vandasamur. Sið- ferðilegt þrek einstaklingsins þarf að hafa stuðning af heilbrigðu almenningsáliti, — sérstaklega 'þegar um er að , ræða með- ferð áfengra drykkja. Heilbrigt og ákveðið almenningsálit í þeim málum skapar skynsamlega og hóflega notkun áfengis, frekar en nokkurt annað ráð, sem upp kann að verða fundið gegn Bakk- usi. Fyrir daga bannlaganna 1916, var þjóðin búin að skapa þann ,,moral“ að óhófleg drykkja láfengis væri lýti á hverjum manni. Myndaði sú afstaða mjög sterka vörn fyrir misnotkun þessarar vöru. Á bannárunmn fór að bera á heima'bruggi og smygli, og smátt og smátt breyttist við- horfið þannig, að leyfður var flutningur léttra vína frá Spáni, sem síðar leiddi til þess, að bann- lögin voru afnumin hér, eins og j öðrum þeim löndum, sem áfengis bann hefur verið í gildi. Nú er svo komið, að hvergi í heiminum þykir fært að banna innflutning og sölu áfengis. Það hefur alls- staðar komið í Ijós, að áfengis- bann virkar öfugt. Á sama hátt mun fara fyrir hinum svokölluðu héraðabönmrm, sem eru gagns- laust fálm, og'geta ekki leitt til annars en óheiðarlegra undan- bragða hjá þeim ,sem á annað borð vilja hafa áfengi um hönd. Það mun koma í ljós, að hér- aðabönnin leiða af sér heima- brugg, leynivínsölu og annað þessu líkt, og ástandið í þessum málum verður óþolandi og mann- skemmandi. Þessvegna neitum við að samþykkja lokun áfengisút- sölunnar hér. Þessvegna viljum við ,að frelsi okkar til að velja og hafna eftir eigin þroska og þörfum sé ekki skert, með gagns- lausu banni. Þess vegna hvetjum við alla góða menn til þess að reyna að efla almenningsálitið gegn notkun áfengis án þess, að tilgangslausra örþrifaráða sé gripið. Þessvegna munum við á kjördegi setja x fyrir • framan „nei“ á kjörseðlinum. Viljið þið bera ábyrgðina ? (Framhald af 1. síðu) ÞAKKARÁVARP Skagfirðingafélaginu, og öllum þeim mörgu á Siglufirði, sem hafa leytast við að lina þjáningar okkar með samúð sinni, og auk þess, fært gkkur fádæma höfðinglegar gjafir, bæði í peningum og fatnaði, færum við hjartans þakkir, og biðjum þeim blessunar Guðs. FJÖLSKYLDAN Á HEIÐI Tilkynníng frá Skattanefnd Framtalseyðublöð hafa nú verið borin til gjaldenda. Hafi einhver gjaldandi ekki fengið eyðublað, skal hann vitja þess á skrifstofu bæjarins. Framtölum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir kl. 12 á miðnœtti þ. 31. þ.m. Vinnuframtölum frá atvinnurekendiun ber að skila fyrir sama tíma. Eyðublöð fyrir vinnuframtöl, laudbúnaðar-skýrslur og tekjur af sjávarútvegi eru afhent á bæjarskrifstofunum. Skattanefndin verður til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra (gengið inn um vesturdyr) alla virka daga frá 24. til 31. þ.m. frá kl. 5—7 s.d. SKATTANEFND SIGLUFJARÐAR REIKNINGAR • bæjarsjóðs, hafnarsjóðs, rafveitu, vatnsveitu og sjúkrahússins fyrir árið 1952 liggja frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofun- um frá 22. þ.m. til 6. febrúar að báðum dögum meðtöldum frá kl. 13 til !8. . .• g komin að bera ábyrgð á af- leiðingunum? 9. Er nokkur maður þeirrar trú- ar, að héraðabönnin NU reyn-. ist betur en allsherjarvínbann- ið á s'num tíma? Við mælumst nú til, að hátt- virtir kjósendur athugi vel það, sem hér hefur sagt verið, og velti fyrir sér þessum spurning- um vandlega og reyni að svara þeim eftir beztu getu. Og kjósi svo hver eftir sinni sannfæringu eins og vera ber. X Nei. Góðir eiginmenn létta konum sínum heimilisstörfin með því að gefa þeim þvegilinn Umboðið á Siglufirði er í Túngötu 40 (Sími 227) FRIÐRIK STEFÁNSSON 4 tonna amerísk vörubifreið til sölu. — Tækifærisverð. Upplýsingar gefur vigfUs fridjónsson „ÞYTUR“ fæst í lausasölu í Litlubúðinui. Bæjarstjórinn í Siglufirði. JÓN KJARTANSSON Auglýsing Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Siglu- fjarðar 19. ágúst 1953, skal fara fram atkvæða- greiðsla um lokun áfengisútsölu í Siglufirði, sam- liliða bæjarstjórnarkosningunum, hinn 31. janúar 1954. Jafnframt kjörseðli til bæjarstjórnarkosninga fær hver kjósandi annan kjörseðil, um lokun áfeng- isútsölunnar, sem lítur þannig út: KJÖRSEÐILL um LOKUN áfengisverzlimar í Siglufirði Vill kjósandi láta LOKA útsölu Áfengisverzlunarinnar? J Á NEI Þeir kjósendur, sem óska eftir lokun áfengis- verzlunarinnar, setji x við Já, en hinir x við Nei. Yfirkjörstjórnin í Siglufirði, 10. janúar 1954. ,rf Þ. Ragnar Jónasson Gunnar Jörgensen Sveinn Þorsteinsson

x

Þytur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þytur
https://timarit.is/publication/425

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.