Þytur - 30.01.1954, Síða 4

Þytur - 30.01.1954, Síða 4
ÞTTUE Um hvað er kosið? Hvað vinnst ? — Hvað glatast ? Áður en fólk gengur að kjörborðinu til atkvæðagreiðslu um lokun útsölu Á.V.K. verður það að gera sér ljóst, hvað vinnst og hvað glatast við slíka tilteekt. KOSNINGALEIÐBEINING KJÖRSEÐILL um LOKUN áfengisverzlunar í Siglufirði Vill kjósandi láta LOKA útsölu Áfengisverzlunarinnar? J A X NEI Þannig lítur kjörseðilinn út þegar kjósandi hefur sagt nei við lokun útsölu áfengisverzlunarinnar. HVAÐ VINNST? EKKI það, að bærinn verður áfengislaus, því menn geta eftir sem áður pantað áfengi, svo köss- um skiptir, frá útsölunni '1 Reykja vík — og e.t.v. einnig frá Sauð- árkróki, sem hefur í hyggju að opna slíka verzlun, verði lokað hér. EKKI það, að menn neyti betra víns, því allskonar brugg mun 'hvarvetna fást, eins og reynslan frá ísafirði og Vestmannaeyjum, þar sem útsölunni hefur þegar verið lokað, sýnir. EKKI aukin virðing fyrir lög- um og rétti, því leynivinsala mun blómgast og ófyrirleitnir menn raka saman skattfrálsum gróða, gegnandi sama hlutverki, sem út- salan hefur á hendi nú. HVAÐ GLATAST? Útsvar Á.V.R. í bæjarsjóð hef- ur komizt upp í kr. 120.000,00. Nú, þegar búið er að loka á Akur- ejn-i og ísafirði, og viðskiptasvæði útsölunnar hér verður Norður- land allt og nokkur hluti Austur- og Vesturlands, má áætla út- svarið 200—S00 þús. kr. Það má segja, að algjört, vín- bann væri kaupandi þessu verði, Atkvæðagreiðsla um það, hvort loka skuli áfengisverzluninni hér á Siglufirði, eða ekki, fer fram n.k. sunnudag. Menn hljóta þvi óhjákvæmilega að fara að gera það upp við sig, hvað þeir vilja láta gera í þeim efnum. iÞeir sem vilja láta loka, telja það stórt spor í áttina til að úti- loka áfengið úr lífi þjóðarinnar, og koma á algjöru aðflutnings- banni. Ennfremur sýni það menn- ingarbrag íbúanna og bjargi mörgu heimilinu frá því að hrynja í rústir. Eg vildi gjaman mega trúa því, að þetta væri satt, en því meira sem ég hugsa um þetta, því fjær verður það veru- leikanum. Enginn skyldi verða glaðari en ég, ef tækist að þurrka landið að áfengi, og tryggja það, að hér yrði ekki bruggað, eða smygl ætti sér stað. En reynslan hefir sýnt, að slíkt er sömu vand- kvæðum bundið og aðrar ráðstaf- anír, sem þvingun þarf til. Þvi meiri sem þvingunin er, því meir leggja menn höfuðið í bleyti til að fara í kringum þau lög, er slíku valda. 1 þessu tilfelli er at- kvæðagreiðslan ekki um það, hvort útiloka eigí áfengi úr land- jafnvel fyrir fátækt bæjarfólag, sem þyrfti að hækka útsvars- ibyrðar þegna sinna um samsvar- andi upphæð. En þegar öllum má ljóst verða, að áfengisneyzla verður jöfn, ef ekki meiri, sam- aniber reynslima 1 Vestmannaeyj um, Isafirði og Akureyri, er hrein heimska að kasta fé þessu í vasa leynivínsala eða bæjarsjóða annarra bæjarfélaga. UM HVAÐ EK KOSH) ? Það er í raun og veru ekki kosið um það, hvort hér skuli neyta víns éða ekki, því það verður áfram gjört, hvernig sem þessi atkvæðagreiðsla fer. Það er um það kosið, hvort menn eigi að kaupa sitt áfengi í löglegri útsölu, sem hér er hægt að skattleggja — EÐA af leynivínsölum, og út- sölunni í Reykjavík eða jafnvel framleiða það sjálfir! Þessi atkvæðagreiðsla er hreinn skrípaleikur, sem allir hugsandi menn og konur þurfa að mót- mæla einum rómi. Það verður bezt gert með því að setja X NEI og við erum meiri menn eftir en áður. Skattborgari inu, heldur aðeins um, hvort gera eigi mönnum, er þess vilja neyta, erfiðara um að ná í það. En það verð ég að segja, að þá er þekk- ing manna á mannlegu eðli lítil, ef þeir, sem lokun vilja, halda, að þær ráðstafanir, sem þessar, hafi nokkur áhrif. Það eina, sem þær gera, er að koma hverri flösku í löggilt svartamarkaðsverð, ýmist til síma og pósts, eða til leynivín- salanna, sem óhjákvæmilega myndu spretta upp eins og gor- kúlur á haug í skjóli þess ástands, er hér mundi skapast. Þar að auki myndi bruggun fara stórvaxandi og þeir, sem virkilega neyttu áfengis í stórum stll, drekka alls- konar óþverra. Mér finnst því rétt, að menn gerd sér þetta ljóst, áður en þeir stíga það spor að samþykkja lokun : 1. Áfengi er alltaf hægt að fá með einföldu símskeyti til heildsölunnar í Reykjavik. 2. Menn panta meira magn í einu, en -þeir mundu kaupa, ef hér væri útsala. Þar við bæt- ist, að fleiri mundu slá sér saman til pöntunar, og hver veit nema úr því yrðu drykkju veizlur, þegar sendingin kæmi. Já eða nei Þegar ég er spurður, hvort ég sé- með eða á móti lokun áfengis- útsölunnar hér á Siglufirði, svara ég hiklaust: Eg er á móti lokun útsölunnar, og það er af mörgum ástæðum. Hér á eftir vil ég minn- ast á nokkur atriði. Þegar rætt er um lokun útsöl- unnar hér hefur mér fundist gæta all mikils misskilnings hjá sum- um. Þeir standa í þeirri meiningu, að hér sé um að ræða útilokun áfengis í bænum. Frá mínum bæj- ardyrum séð, er hér aðeins verið að greiða atkvæði inn það, hvort þeim, er áfengis neyta, skuli vera heimilt að kaupa það með löglegu móti hér á staðnum eða ekki. Margir formælendur bannsins halda því fram, að þetta sé sið- 3. Launsala mundi stóraukast, og okurálagning, sem sjaldan er horft í, ef menn vantar vín, hækka stórkostlega. 4. Bruggun mimdi fara mjög í vöxt, og menn drekka alls- konar sull, hrátt og soðið. 5. Bæjarfélagið mundi tapa r'if- legum tekjupósti, sem á engan hátt mundi vinnast upp í ibetri innheimtu útsvara, auk þess, sem þau mundu hækka, því annarsstaðar . er hvergi hægt að ná þeim tekjum, sem ibæjarfélagið missti við lokun- ina. Þessi tilraun, sem hér er verið að reyna, er því aðeins til að skapa áþján og auknar álögur á bæjarbúa, en nær á engan hátt þeim tilgangi, sem sumir vilja túlka, að með þessu náist. Það er satt, að mikið öngþveiti ríkir í áfengismálum þjóðarinnar. — Mönnum er frjálst að kaupa vín, en mega þó í raun og veru hvergi neyta þess án þess að gerast lögbrjótar. — Það sem mér finnst að þurfi að gera, er að þing og stjórn leggi undir atkvæði þjóðarinnar jákvæðar til- lögur í áfengismálunum, annað- hvort með algert bann fyrir aug- um, eða vínið frjálst. En allar slíkar kákráðstafanir sem þessar, eru aðeins til að gera illt verra. ferðilegt spursmál, og segi þeir nei, þá beri þeir siðferðilega ábyrgð á því, að áfengi skuii vera selt hér á Siglufirði, og treyst- ast ekki til að standa undir þeirri ábyrgð. Við þessa menn vil ég segja þetta: Það verður drukkið hér í Siglufirði eftir sem áður, en áfengið verður fengið eftir öðrum leiðum; brugg og svartur mark- aður verður í algleymingi, og það verður nokkurskonar SPORT að fara í kringum lögin, hversu góð sem löggæzlan kann að vera. — Þetta tel ég að komi til með að sljófga siðferðiskennd manna, og sliku ástandi vil ég ekki bera ábyrgð á. Lög og bönn þýðir ekki að setja nema þau tákni vilja fólksins, svo að til undantekn- inga megi teljast hinir, sem á móti eru. Annars eru þau ekki nema auðvirðileg papplrsplögg er fólkið fyrirlítur og fer í kring um. Eg hef ennþá ekki minnzt á hina fjárhagslegu hlið málsins, en lokun útsölunnar hér mundi svifta hið fátæka bæjarfélag all verulegum tekjustofni, en útsvar útsölunnar hefur verið um 100 þús. kr. undanfarin ár, en mætti gerá ráð fyrir, að þessi upphæð þrefaldaðist, þar sem útsalan hér yrði sú eina á norður og vestur- landi. Stundum hefur mér heyrzt á skattborgurum þessa bæjar, að þeim fyndist seilzt nógu djúpt í vasa þeirra þó þetta bætist ekki við. En kannske höfum við efni á að gefa Rvík þessar krónur ? Góðir samborgarar. Hugsið málið vel, áður en þið greiðið at- kvæði í áfengismálinu. Og þar sem skynsemi og róleg yfirvegun fær að ráða, efast ég ekki um niðurstöðuna. Fáir munu vilja fylkja sér und- ir merki sprúttsaia og bruggara þann 31. jan. Þess vegna setjum við X v*ð nei. Friðrik Stefánsson Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þ. RAGNAR JÖNASSON Afgreiðsla: FRIÐRIK STEFÁNSSON Túngötu 40. Siglufjarðarprentsmiðja h,f. Eg er á móti lokun Gísli Sigurðsson

x

Þytur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þytur
https://timarit.is/publication/425

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.