Hamar - 18.01.1921, Side 3

Hamar - 18.01.1921, Side 3
H A M A R 3 Sj ávarútvegurinn, steinolían og stjórnin. það er ávalt sjálfsögð skylda hverrar stjórnar að stuðla af alefli að því, að atvinnuvegir landsmanna megi sem best blómgast. Verður þetta gei-t bæði með því að greiða fyrir öflun þeirra tækja, sem at- vinnuvegurinn þarf með, og í annan stað: stuðla að góðum markaði fyrir þær afurðir, sem hann gefur af sér. þessi skylda verður ennþá brýnni en ella í dýrtíð og óáran, og þegar í slíkt óefni er komið, að ein- hverju auðfélagi hefir tekist að ná undir sig einhverri nauð- synjavöru til þess að einoka hana. Hér á landi er vélbátaútgerð- in almennasti og öflugasti þátt- urinn í öðrum höfuðatvinnuveg- inum, sjávarútgerðinni. — pað er nú öllum kunnugt, hversu gróðavænlegur þessi útvegur getur verið, ef skaplega geng- ur, en á hinn bóginn liggur þó við borð, að hann sé nú með öllu að eyðileggjast. þessu veldur mest hið gífur- lega verð á steinolíu, sem „hinu „íslenska“ (!) steinolíufélagi“ hefir tekist að koma hér á. Síðastliðið ár var verð á steinolíu 50—60 krónum lægra á tunnu í Noregi heldur en hér, að því sem frá hefir verið sagt í blöðum. pennan litla skatt hefir vélbáta-útvegurinn orðið að greiða ofan á alt annað. Og gegn þessum búsifjum hreyfði stjórnin ekki legg né lið. Ekki skorti hana þó hvatn- ing Alþingis, sem sífeldlega hefir reynt að ráða bætur á steinolíu-einokuninni, alt síðan á Alþingi 1912, en þeirri við- leitni hefir stjórnin undið fram af sér. það er ekki svo vel, að ein- stakir menn hafi fengið að út- vega landinu olíu með betri kjörum. Ráðstafanir stjómar- innar hafa aftrað því! Síðastliðið sumar ætlaði kaupmaður einn í Reykjavík að fá olíufarm frá Vesturheimi, og hefði getað selt olíuna tug- um króna lægra en „einokun- in“. En honum var synjað um leyfið. pað var reyndar ekki beint landsstjórnin, heldur inn- flutningsnefnd, sem synjaði leyfisins. Stjórnin hafði — með venjulegri forsjálni, að minsta kosti í undirmeðvitundinni — skipað í innflutningsnefndina helsta manninn úr stjórn „hins íslenska steinolíufélags“! Olían lækkaði því ekki, held- ur hækkaði með haustinu. Verðlagsnefnd greip að vísu fram í, stjórninni að þakkar- lausu, en áhrif hennar og að- staða var langtum erfiðari, er Ætlið þér að láta leggja raf- leiðslur í hús yðar? Ef svo er, þá er það hyggi- legast að tala við okkur sem fyrst. m im.iél. 1 i Ijos Vonarstræti 8. Sími 830. öðrum hafði verið bægt frá að útvega landinu ódýrari olíu. Nú hefir legið við borð, að vélbátaútvegurinn yrði alveg að hætta, og margir bátar hafa orðið að taka þann kostinn. það er fyrst nú, eftir dúk og disk, að sú fregn kemur á loft, að stjómin ætli að útvega farm af olíu frá Vesturheimi. Ef olía þessi kemur, verður það ekki fyr en á há-vertíðinni, þegar út- vegsmenn hafa neyðst til að kaupa olíu annarsstaðar og ef til vill binda sig við borð um olíukaup alla vertíðina. Segja má að þessi tilraun sé skámi en ekkert. Betra seint en aldrei. En hún sýnir,hve stjórn- in er örþrifaráða, að afla ekki olíunnar fyr en vertíð er löngu byrjuð. það er því auðsjáanlega ekki af vaxandi áhuga fyrir hag sjávarútvegsins á vertíðinni, sem stjómin hefir tekið þennan f j örkipp. Er það ekki heldur eitthvað í sambandi við það, að Alþingi á að heyjast í vetur? Gott, að geta sýnt því árvekni sína fyr- ir velferð sj ávarútvegsins. Hvemig sem þessu er farið, þá kemur „fjörkippur" þessi á þeim tíma svo óvæntur og ó- eölilegur, að hann virðist eins líkur því að vera ein hræring í dauðateygjum stjórnarinnar. Ú tgerðarmaður. ------o------- Einokun. Eins og menn vita, hefir Landsverslunin einokun á kol- um og sykri og selur nú hvort- tveggja langt yfir markaðs- verði. Margur hefði haldið, að stjórnin léti hér við sitja og gengi ekki lengra í einokunar- áttina. En hvað skeður? Nú skýrir stjórnarblaðið frá nýju frumvarpi, sem er á döf- inni hjá stjórninni, þess efnis, að Landsverslunin eftirleiðis eigi að hafa einkasölu á allri matvöru er til landsins komi. Landsverslunin á að hafa ein- okun á öllum nauðsynjavörum, en óþarfinn á að vera frjáls. þetta er alveg ný tegund rík- isverslunarreksturs, sem hér er á ferðinni. Annarstaðar í heim- inum er það ríkið sem hefir ein- okun á ýmsum munaðar- og óþarfavörum, svo sem tóbaki, spilum o. fl. Ilér aftur á móti er það nauðsynjavaran, sem ríkið ætlar að taka í sínar hend- ur. Hvað á að gera við ágóð- ann af þessari sölu? Hann á að renna í stofnsjóð Landsverslun- arinnar — þein'ar verslunar, er öll þjóðin vill afnema. þetta frumvai-p ætti auðvitað ekki að koma mönnum að óvöru, því það er í fullu sam- ræmi við aðrar gerðir núver- andi landsstjórnar, því hjá henni er alt á eina bókina lært — að auka dýrtíðina í landinu. það er ekki hægt að gera sér aðra grein fyrir þessum aðför- um stjórnarinnar en að það sé í dauðateygjunum sem hún ger- ir slíkt. Og það er það líka! ------o------- Framboð til þings og leynileg atkvæðagreiðsla Frambjóðendur D-listans telja það brot á anda laganna um leynilegar kosningar, að tekinn sé eiður af mönnum í heyranda hljóði um fylgi við þingmannaefni, svo sem nú á sér stað um meðmælendur. þetta fyrirkomulag við fram- boð til þings eða við aðrar kosningar vilja þeir afnema. Lögin um leynilegar kosning- ar eru einmitt sett til þess að tryggja þá menn fyrir að geta verið í friði með skoðanir sínar og sannfæring, sem kunna að vera öðrum háðir fjárhagslega eða af öðrum ástæðum. En með- mælendafarganið, ekki síst eins og það nú er orðið, brýtur alveg bág við þenna tilgang. Ef um ósjálfstæða kjósendur er að ræða eða háða öðrum, standa þeir alveg varnarlausir uppi, þá er að þeim er lagt að gerast meðmælendur. Hér er engin bót í máli, þótt halda mætti því fram, að kjósandi geti „keypt sér frið“ með því að gerast meðmælandi eins lista og síðan kosið annan á laun. Slíkum hugsunarhsétti mælir' enginn heiðvirður maður með. Fyrir því vilja þingmanna- efni D-listans láta afnema með öllu að þess sé krafist af fram- bjóðendum, að þeir hafi með- mælendur, en í þess stað, — til þess að fyrirbyggja sprenging- arlista og framboð í blindni og upp á strákskap, — að fram- bjóðendur setji veð, segjum 1000 kr., sem þeir tapi, er ekki fái ákveðinn hundraðshluta greiddra atkvæða. þessi aðferð er notuð í breskum löndum og hefir reynst vel. -------o------

x

Hamar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/426

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.