Hamar - 18.01.1921, Blaðsíða 4

Hamar - 18.01.1921, Blaðsíða 4
4 H A M A R Kjósendafund halda frambjóðendur D-listans í Bárnnni á morgun (mið- vikudag) kl. 8VS síðdegis. a fund þenna eru einku'm boðaðir stuðningsmenn D-listans. Þórður Sveinsson, Þórður Thoroddsen, Þórður Sveinsson. Kosningaskrifstofa D-listans (Þórðanna) er fyrst m sinn í Bárunni Opin alla daga frá 10 ^ f. h. til 9 e. h. » Kjörskrá liggur frammi. Fréttir. Vélbáturinn „Vigfús“ frá Hafnarfirði, sem fór það- an áleiðis til Vestmannaeyja • síðastliðinn miðvikulag, er nú kominn heilu og höldnu til Eyja. Bj örgunarvarðskip Vest- manneyinga, ,,þór“, er þá lá í Hafnarfirði, var fenginn til að leita að bátnum, en fékk svo seinna tilkynningu frá loft- skeytastöðinni hér, að báturinn væri kominn fram. Með bátnum voru 12 farþegar. Sigurður Sigurðsson frá Amarholti, lyfsali í Vestmananeyjum kom með J>ór til Hafnarfjarðar síðastliðinn miðvikudag og er hér staddur nú. Vér áttum tal við hann, og kvað hann ágætan afla í Vest- mannaeyjum og alt standa þar hið besta. Hann segir að botn- vörpungar sjáist nú varla í ná- munda við Eyjamar. Vest- mannaeyingar lofa mjög nyt- semd varðskips þeirra, pórs, enda hefir afli þar aldrei verið meiri en síðan skipið kom. En hvað sýnist landsstjórninni? pað hefir heyrst, að nýtt frumvarp um ríkis- einkasölu á lyfjum sé nú á döf- inni hjá stjórninni. í frumvarp- inu er landsstjórninni heimilað að leggja alt að 50% á lyfin. Á hverju eiga þeir von, sem frískir eru, þegar sjúklingar eiga að gjalda skatt í ríkissjóð fyi’ir að veikjast? pessa frum- varps verður getið nán’ar í næsta blaði. öllum ber saman um það eft- ir hvern fund, að Magnús hafi stórspilt fyrir sér. Honum fer að verða óhætt úr þessu. Bráðum er ekki meiru að spilla. Kaupmannafélagið hélt fund í gærkvöldi, sem verið hafði mjög fjölsóttur, sem við mátti búast, þar sem til umræðu var einokunarfrum- varp stjórnarinnar hið nýjasta, einokun á kornvöru. Heyrt höfum vér að samþykt hafi verið áskorun til stjórnar- innar um að afnema þegar í stað öll höft, sem nú eru á verslun landsmanna. Hverju ætli að stjómin svari? Með nýrri einokun? Ný verðlækkun. Nú hafa Englendingar gefið frjálsa alla kolaverslun og eru kol nú fallin niður úr öllu valdi. Allar þær þjóðir, er kaupa kol frá Bretlandi, njóta þessarar lækkunar nema vér Islendingar. Hér þykist Landsverslunin ryðja sig að selja kol fyrir 200 kr. smálestina. Ritstjóra Hamars var boðið að sjá varðskip Vestmannaey- inga, þór, og er skipið hið prýðilegasta í alla staði. Skip- stjóri kvað skipið vandað og á- gætt í sjó að leggja. Skipið er lítið eitt hægfarara en Islands Falk, en hinsvegar svo miklu, miklu kolasparara. Ritstjórinn er því sannfærð- ur um að óvilji landsstjórnar- innar til að nota þetta skip til strandgæslu, stafar af velvild hennar til danska fánans. Magnús talar. pess oftar sem Magnús Jóns- son dócent talar hér á opinber- um fundum, þess meira þverr fylgi C-listans, sem aldrei var mikið frá upphafi. ■o- Prentsmiðjan Acta. Sími 829. —,------ HUSTLER er ný sápa, sem gerir þvotta og hreingerning létt verk og ánægjulegt LítíS eitt af sápu og dálítil fyrirhöfn hreinsar allan fatnaS á svipstundu ef notuS er HUSTLER sápa. Hún gerir hvítt hvítara og Ijósa liti bjartari. HUSTLER er ágæt hreingerningarsápa, j;ví aS hdn vinnur fljótt og skaSlaust. Hún er ágæt sem handsápa og baSsápa, því aS hdn skaSar ekki hd ina hversu fíngerS sem hdn er. Hustler Sápa Sparar erfiSi—Skemmir hvorki þvott né hendur. Einkaumboísmenn : pórSur SVEINSSON & CO., Reykjavík. a&StéSSaíL Drekkíð f - " hina næringarmiklu, heilnæmu Glaxo mjólk 1 staðínn fyrir næringarlaust, óholt morgunkaffi. Látið eina kúfaða stóra matskeið af duftinu í eitt glas af sjóðandi vatni. k o s t a m j ó 1 k i n.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/426

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.