Good-Templar - 01.10.1900, Qupperneq 5
125
það rétta, en hjálpa þeim til að velja það ajálf. Par næst á
kennarinn aðskoða sjálfan sig einsog meðlijálpara heimilanna. Vér
trúum bönkunum fyrir fé voru, læknunum fyrir líkama barn-
anna, en kennurunum fyrir sálum þeirra. I’etta krefur lipurðar
og varkárni af kennaranum gagnvart heimilunum. Kennarinn
verður að gæta þess, að hann ráðist ekki á boðorðið: „Heiðra
skaltu föður þinn og móður." Hann á að snúa hjörtum for-
eldranna til barnanna, og hjörtum barnanna til foreldranna.
fú mátt aldrei reyna að hafa áhrif á föðurinn með því, að
láta barnið gera það; en farðu til föðursins sjálfur og með að-
stoð föðurkærleikans geturðu ef til vill fengið föðurinn í lið
með þér. — „Þegar ég var barn,“ mælti hann, „leiddi faðir
minn og kennari mig einu sinni í hvassviðri, og það var auð-
velt að komast yfir fen og foruð á móti storminum. Þannig
eiga skólinn og heimilið að taka barnið í hönd sér og hjálpa
því yflr fen og foruð drykkjuskaparins. “
Ræður spunnust út af þessum frábæra fyrirlestri, en þær
drógu fremur úr þeim áhrifum, er hann hafði haft á hugi
manna, en að þær yki þau. I'ogar séra Bjerre liætti, hefðu
menn helzt átt að fara, því að hann hafði sannarlega geflð nóg um-
hugsunarefni. En það var svo á þessurn fundi sem oftar, að
þar vóru karlar og konur með óseðjandi löngun til að heyra
sjálfan sig tala, enda spöruðu þau ekki náðargáfurnar.
Föstudaginn og Laugardaginn vóru einnig haldnir fundir.
Ágæta fyrirlestra héldu: yfirlæknir Bendtzen í Kristíaníu, Di-
rektör Kjær íKristíaníu, Schou prestur frá Stokkhólmi, Klockars
ritstjóri frá Finnlandi, meistari Helleníus frá Finnlandi og Hal-
vorsen prestur frá Kristjánssandi. Einkum var þó gerður
mikill rómur að fyrirlestri Pedersens yfirkennara í Kristianíu,
um „ábyrgð mannféiagsins á drykkjuskapnum“, og birtist fyrir-
lestur þessi ef til vill siðar hér í blaðinu.
Síðdegis á Laugardaginn fórn fundarmenn skemt.iferð yfir
Krist.íaniufjörðinn á 4 gufuskipum. Við Sandvík var lagt að
landi og ijósmynd tekin a.f flokknum.
Lystigarðabúarnir út með firðinum höfðu viða flaggað
íyrir flokknum. Einkum voru fundarmönnum sýnd virðingar-
merki í Sandvík.
Um kvöldið var haldin bindindishátíð í trúboðshúsinu í Cal-
meyersgötunni i Kristíaníu og vóru þar liaidnar alimargar ræður,