Good-Templar - 01.10.1900, Qupperneq 9
þarf ekki að tala; það ern alkunnir fylgifiskar áfengisnautnar-
innar.
Þetta er nú ein liliðin á bindindismálinu, þetta er örlítið
brot af sögn áfengisins: fjársóun, heilsuspilling og siðieysi.
Saga áfengisins er löng saga, sem að líkindum lætur, því
langt er siðan menn fóru að neyta áfengis. Um mjög margar
aldir hefir mikill hluti mannkynsins neytt áfengis bæði í hófi
og óhófl; og um allan þann afarlanga tíma hefir áfengið ritað
sína sögu; en fjölda margir kaflar þeirrar sögu eru ritaðir með
blóði og tárum, því að saga áfengisins er eigi síður raunaleg
en löng. Einnig á voru landi, íslandi, hefir áfengið ritað sína
raunasögu, og heldur enn áfram að ritahana; og aílirkomum
vér við þá sögu, meira eða minna. Þetta álíta sumir menn
ranga skoðun; þeir segja að sór komi bindindismálið ekkert
við, þeir komi .hvergi við áfengissöguna, þeir standi langt
fyrir utan það mál, Játi það alveg eiga sig; lofi þeim að
drekka, sem drekka vilja, og þeim að selja, sem selja vilja;
lofi bindindismönnum að hamast gegn áfenginu annarsvegar
og drykkjumönnunum að fylla sig hinsvegar; sjálfir komi þeir
hvergi nærri.
Engum kemur til liugar að rengja það, að þetta sé hjart-
ans sannfæring þessara manna, að svona horfi þetta við frá
þeirra sjónarmiði; en það er, eins og máltækið segir, eigi
nema hálfsögð sagan, meðan að eins einn segír frá.
1 bindindismálinu skiftast, menn í tvo flokka: bindindis-
menn og áfengisneytendur; enginn þriðji flokkur er til, engin
önnur skifting möguleg. En satt er það, að mjög eru menn
misjafnir í hvorum flokknum um sig.
í bindindismannaflokknum eru hinir áköfustu framsóknar-
menn bindindisliðsins, sem hamast gegn áfengisnautninni og
verja til þess bæði tíma og fó að fá henni útrýrnt. Þar eru
og áhugamiklir alvörumenn, sem þoka, málefni voru áfram
skref fyrir skref og fet fyr fet með inni mestu hægð og
stillingu; og í þeim flokknum eru enn fremur menn, sem mjög
litið skifta sór af bindindismálinu, nefna það varJa á nafn við
nokkurn mann, Jofa því að ganga sinn gang og öðrum að
hafa fyrir því. En eitt er sameiginlegt öllum mönnum í
þessum ílokki: enginn þeiri'a neytir áfengis, þeir eru allir
bindindismenn