Muninn - 17.04.1931, Blaðsíða 1
i
---------(O) Utgefandi: Málfundaféiagið Huginn, M. A. (g)--------------
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Þórarinsson. Afgreiðslumaður: Lúðvík Ingvarsson.
4. árg.
Akureyri föstudaginn 17. apríl 1931.
8. tbl.
S t í I I.
Hvað er stíll? — Þeirri spurningu
er eigi auðið að svara í-fljótu bragði,
þvi að hugtakið er mjög víðtækt.
Næst komumst vér þó hugtakinu
með því að segja, að stíll hlutar
séu þau sérkenni hans, sem gera
hann frábrugðinn öðrum hlutum
sama eðlis. — Til dæmis má taka:
Við höfum 4 stóla. Allir hafa þeir
fætur, setfjalir og bök, því að það
gerir þá að stólum. En nú eru
fætur þessir, setfjalir óg bðk af
mismunandi gerð á öllum stólunum,
°g Þv> getum við sagt, að þeir hafi
hver sinn stíl. Ef aftur tveim þeirra
svipar saman segjum við, að þeir
hafi sama stíl. — Á þennan hátt er
okkur unnt að safna hlutunum i
flokka, og kemur þá í Ijós, að
flokkar þessir standa í nánu sam-
bandi við uppruna hlutanna. Hlutir
þeir, sem gerðir eru t. d. á 16. öld
fylgja sama flokki; þeir hafa »sama
stiU.
Stíll er þvi heildarsvipur hluta af
sömu gerð; heildarsvipur sá, er
hlutir fá, vegna þess að þeir eru
gerðir með sama listasmíði og
smekk.
1 rauninni er það ákaflega merki-
*egt, að slík flokkaskipting getur
átt sér stað. Pað sýnir oss, að öll
roannleg iðja lýtur órjúfandi lögmáli.
Ustin rennur hið sama reglubundna
skeið sem aðrir hlutir.
Með álika vissu og hægt er að
Segja, að gufuvélin sé ekki frá dög-
Ufti Davíðs konungs, er hægt að
Segja um einhverja skrautiðju, að
^ún sé ekki frá þessum og þessum
tímum, því að slíkt gæti listamönn-
um þeirra tíma eigi hugkvæmzt, en
til slíkra fullyrðinga þarf maður að
vera margfróður um efnið, sem um
ræðir. Allt fyrir þetta mega menn
ekki álíta, að listrænt manngildi
hverfi inn í hinar þurru reglur og
venjur. í fyrsta lagi er jafnan ótal
möguleika innan þeirra takmarka,
sem sett eru. hverju tímabili, því að
heildarsvipur hlutanna einskorðar
ekki séreðli listamannsins, og f öðru
lagi er það hin listræna smekkvísi
einstaklingsins, sem skapar sögu
stílsins. Þegar smekkurinn tekur
breytingum, þegar eitt tímabil tekur
við af öðru, er það jafnan lista-
smekkvísi einstaklingsins, sem mestu
ræður, og í raun réttri skapast stöð-
ugt ný og ný sjálfstæð vinna á
sviði listarinnar, sem veldur þvf, að
hvert stíltímabil rennur inn í annað
svo lítið ber á.
Einkum ber þó á framförum.
Hver iistamaður og iðnaðarmaður
reynir að bera af þeim, sem á undan
eru gengnir; og séreðli hvers og
eins skapar einnig sérstakan blæ.
Sakir þess verður stíllinn auðugri
og nær yfir meira svæði en áður,
og um leið fjarlægist hann uppruna
sinn. Áður var minst á, að í mótun
stílsins réði séreðli listamannsins
mestu. Allt fyrir það koma fjölmörg
önnur atriði við sögu, því stíllinn
rennur af mjög margvíslegum áhrif-
um. Alltaf ber hann svip samtfðar-
menningar sinnar. Trúarhreyfingar,
þjóðflutningar, fjárhagsbyltingar —
allt hefir þetta sín áhrif á sögu
stilsins, og skilur að jafnaði eftir
óafmáanleg spor. Þjóðflokkaeinkenni
eiga og mikinn þátt i stilsögunni.
Til dæmis hefir miðaldastillinn
birzt með allt öðrum hætti á ítaliu
og í Þýzkalandi, en það er þó að-
gætandi að ítalir þeirra tima höfðu
betra tækifæri til þess að kynna sér
fornlistina. Sömuleiðis hefir verkvísin
mikil áhrif, sem einkum kom fram
í byggingafræðinni. Meðal þeirra
þjóða, sem fyrst gerðu hvelfingar
(sbr. Péturskirkjuna í Róm Michel-
angelo), hlaut stíllinn að verða frá-
brugðinn þeim, sem eingöngu
byggðist á eiriföldustu byggingarat-
riðum. — Sama máli gegnir um
þjóðir þær, sem fyrst tóku til notk-
unar olíuliti í málverkalist. Mál-
verkahugsjónir þeirra þjóða hlutu
að verða á annan hátt en þar sem
eingöngu tíðkuðust límlitir.
Nú vaknar sú spurning hvort
allar þessar stflgerðir, á ýmsum
timum, geti ekki lifað um aldir og
valdið ruglingi í kerfi stílsíns.
Að vísu er margskonar skrautiðja
fornaldar við lýði ennþá, en mun-
urinn er sá að henni er stöðugt
breytt, þótt undirstöðu mótanir hald-
ist, og það gerist að jafnaði við
hvert timabil í sögu stílsins.
— Pví er oss nauðsynlegt að
greina á milli stflgerðar og stíl-
kendar.
Pað er stílkend aldarandans, sem
mestu veldur. Pað er hún, sem Ijær
hlutunum heildarsvip. Öðru máli er
að gegna um gerðina, þvi að hún
er oftast arfgeng. Pannig er t. d.
undirstaða miðaldastilsins byggð á
fornaldargerð, en stllkendiner önnur.
Pegar við nú vitum, að einstöku
skrautgripir eru á þennan hátt arf-
gengir öld eftir öld, frá einun stíl I
annan, er auðvelt að sjá að það er