Muninn - 10.05.1944, Blaðsíða 6
6
MUNINN
heimili okkar, því að í sveitinni var
farskóli. En hvað var eiginlega til-
hlökkunarefnið? Lítum á. Þegar
krakkarnir voru búnir að vera í skól-
anum og lesa lexíurnar undir næsta
dag, fengu þeir að fara út og leika sér
í rökkrinu á kvöldin. En það voru
raunar engin skíði né skautar, en þá
var skemmt sér við að fara í stór-
fiskaleiki, pottleiki o. s. frv. Enginn
efast um heilnæmi útivera á kvöldin,
eftir að menn hafa setið inni við lest-
ur á daginn, en það er fullkomlega
hægt að efast um þær „heilsulindir",
sem nemendur sækja á kaffihús, bíó
og biljarðstofur. Hér sem fyrr rek-
umst við á það, að á meðan maður-
inn er mestur óviti, lifir hann sínu
heilbrigða lífi, en jafnskjótt og hon-
um vex aldur og vit, hirðir hann ekki
lengur um verðmæti lífs síns. Oss
verður því á að spyrja, hvort þetta
sé menning vor?
Það virðist vera sæmilegar að-
stæður hér, bæði efnahagslegar og
landfræðilegar, ef ég má svo að o’rði
kveða, til þess að stunda alls konar
íþróttir. En vantar oss þá áhugann,
eða skortir menn skilning á heilbrigði
íþróttanna? Ég hygg, að skólastjórn-
ir hafi ekki tekið þetta nógu föstum
tökum til þess að glæða áhuga nem-
enda á útiverum. En það verður fyrst
og fremst að vekja nemendur til um-
hugsunar um það, að þeir eiga ekki
neitt dýrmætara góðri heilsu og að
þeim ber að varðveita hana alla tíð.
Það er mjög algengt að sjá á dans-
skemmtunum og öðrum samkomum
hinn mesta f jölda ungra manna undir
áhrifum víns. Æskunni þykir gam-
an að dansa, en hvernig er hægt að
fá æskumanninn til að leggja niður
hina óhollu áfengisnautn? Það verð-
ur ekki hægt, fyrr en æskan sjálf
finnur mátt og menntun í því að
neyta ekki áfengra drykkja. En menn
mega ekki miða fræðslu og
menntun við karlmennina eina, því
að kvenfólkið getur einnig komið
miklu til leiðar. Það ræður engu
minna á dansleikum manna. Ef hægt
væri að fá kvenfólkið til þess að sýna
drukknum mönnum andúð sína
vegna framferðis þeirra, myndu þeir
verða að beygja sig fyrr eða síðar.
Þess vegna megum vér ekki láta und-
ir höfuð leggjast að fræða konuna
um skaðsemi og óhollustu áfengra
drykkja. Engin kona þarf að fyrir-
verða sig fyrir það, þó að hún neiti
að dansa og vera með drukknum
manni, því að verður hún ekki að
bíða og gráta yfir hörmum sínum
heima, þegar maður hennar er úti að
slæpast á krám eða drykkjuskálum?
Er það ekki miklu fremur virðingar-
vert, að hún vilji stuðla að því að
gera manninn farsælan og hamingju-
saman? Það er hverri konu vansæmd
að sjást í fylgd með drukknum
manni.
Ætla má, að það sé bæði þroskandi
og heillavænlegt að láta æskuna
sjálfa hafa allan veg og vanda af
skemmtunum sínum og leikum, svo
að hún finni metnað í því, að leikur-
inn fari sem bezt fram. En þó eru
sjálfsagt einhverjir svo lítilsigldir að
hirða ekki um slíkt, en hinir, sem bet-
ur gera, gætu áorkað miklu með því
að leiða þeim fyrir sjónir veikleika
þeirra og lítilmennsku. Það er ekki
lítils um vert, að æskan finni, að
eldra fólkið meti það að verðleikum,
því að þá vex æskunni kjarkur og
dugur til þess að leysa hið vanda-
sama verk af hendi, en það er að vera
foreldrum sínum heiður og sómi í
hvívetna.
Að endingu vil ég setja hér fram í
tillöguformi það, sem ég tel vænleg-
ast til varnar áfengisbölinu:
1) Foreldrar, kennarar og aðrir
vandamenn, sem hafa með höndum
uppeldi barna og unglinga, verða að
vinna með ráðum og dug gegn áfeng-
isnautn æskulýðsins. Kjörorðið er:
Heilbrigð æska.
2) Skólarnir fræði nemendur ítar-
1ega um skaðsemi áfengra drykkja og
noti kvikmyndir og önnur tæki til
íóknar gegn áfengisbölinu.
3) Að skapa þann anda á meðal
æskulýðsins, sem sýni fyrirlitning og
gremju á hverjum þeim æskumanni,
sem sést undir áhrifum áfengis.
4) Að vekja áhuga konunnar á
bindindismálum, til þess að hún geti
tekið virkan þátt í baráttunni gegn
áfenginu.
5) Að efla og glæða íþróttir og
íþrótta-áhuga, til þess að menn styrki
og stæli líkama sinn og skilji fegurð
og ánægju heilbrigðs lífs.
6) Að sýna æskunni traust og láta
hana vinna af alhug að hagsmuna-
málum sínum, svo að hún finni
áhuga og starfsgleði í lífinu.
7) Að verja öllum ágóða af sölu
áfengra drykkja til útrýmingar
áfengis.
Það mun ætíð sannast, að því
meiri rækt, sem við leggjum við æsk-
una, því betra mun mannkynið verða,
og þá fyrst er von, að sól hins sanna
og góða skínijSemmunboðaeilíftvor.
„Einherji
Ásfin
(Ort sem svar til ákveðins manns).
4
Og greiðast bitras*z kvölin kemst
í kjölfar dýrustu hnossa.
Og yfir til hryggðar og haturs er skemmst
frá heitustum ástarblossa.
Og hvar sem um veraldarvegu þig ber,
hvort veitist þér sorg eða gleði,
ástin sá brennandi aflgjafi er,
sem yljar þér bezt í geði.
V
Þó ást þín hafi þér orðið til falls,
þú átt þó, er steðjar að vandinn,
minningu, sem er þér sælust alls
— en sárustum trega þó blandin.
Kári frá Hvoli.
,JMUNINN“
óskar lesendum sínum gleðilegs
sumars.
Prentverk Odds Bjömssonar.
Ástin er máttugast veraldarvald,
vakin af hjartans funa.
Henni hið stærsta þú geldur gjald.
Hún gefur þér hamingjuna.
í sannleik hún lífið sýnir þér
sælla en hægt var að dreyma.
Og á hennar vængjum þú fleygur fer
til fegurstu dýrðarheima.
Var hún ekki göfgust og hreinust sál,
sem heitast og djarfast unni?
Hún ein í veröldu vissi’ ekki tál,
jafn-viðkvæm í hjarta og munni.
En óskin sýður þann sára hlekk,
er sorgum og harmi veldur,
því sá, sem aldrei neinn elskað fekk,
þarf engan að syrgja heldur.