Muninn - 10.05.1944, Side 4
1
MUNINN
V
legt í þessum efnum er þetta: Þegar
unglingurinn hefir hlaupið frá altar-
inu eftir fermingu, þykist hann vera
orðinn fullorðinn maður. Hann reyn-
ir að ná kynnum eldri manna og vill
þekkja þeirra lög og reglur. Og það
er oft undravert að sjá, hvað sumir
menn eru kærulausir og skeytingar-
lausir gagnvart æskunni. Þeir virðast
ekki geta rennt grun í hinn hverfula
og reikandi hug æskumannsins. Eins
og það er glæpur að limlesta varnar-
lausan mann, þá er það og glæpur að
kenna æskumanni að drekka. Enginn
veit, nema allt hans líf verði ein
klakaauðn eða brennandi eldur
vegna þess fræs, sem sáð hefir verið.
Athugið málið í einrúmi og sjáið hví-
líkt verk — já, hvílíkt óhæfuverk —
það er að svíkjast að barni foreldr-
anna og láta óvitann ganga sjálfvilj-
ugan í gildruna. Þér farið með músa-
gildrur í dimma ganga og veiðið mýs
í þær, af því að mýsnar vinna yður
tjón. En hvers vegna veiðið þér einn-
ig unglinginn, sem ekkert ógagn
vinnur — hann, sem er afkvæmi kon-
unnar, sem þú elskar — hann, sem
er barn þitt — hann, sem á að erfa
landið? Viljið ekki reyna að kenna
barninu að lifa og lifa hamingjulífi?
Margir hafa lifað þannig, að ef
þeir ættu kost á því að endurfæðast
og verða aftur barn í vöggu, þá
myndu þeir kjósa allt annað líf.
Hversu mikið gætum vér ekki lært
af hinum gömlu, ef þeir vildu í ein-
lægní segja oss frá villum sínum og
veikleika og ef vér vildum nema. Líf
vort er svo dýrmætt, að það er heilög
skylda hvers einasta manns að varð-
veita heilsu sína, en njóta lífsins
samt. Enda er það mála sannast, að
sú gleði, sem menn njóta á kostnað
heilsunnar, er sú mesta ógleði, sem
hugsast getur, því að þá finna menn
sárt til heimsku sinnar og skamm-
sýni, er þeir sjá, hversu óviturlega
þeir hafa lifað. Og þetta angrar hug
þeirra svo mjög, að sál þeirra hefir
orðið fyrir verulegu kali.
Það hafa verið til og eru til flokk-
ar manna, sem líta þannig á hið jarð-
neska líf, að þeim finnst það naum-
ast þess virði að lifa því. Og sumir
draga sig út úr skarkala og vopnagný
lífsins og lifa eins og þeir væru ekki
til á þessari jörð. En aðrir njóta lífs-
ins í ríkum mæli og falla svo fyrir
aldur fram. Nú er hér sem fyrr vand-
rataður hinn gullni meðalvegur. Það
getur jafnvel verið vafamál, hvað
beri að telja skaðlegar nautnir. Vér
vitum, að það er hægt að venja sig á
næstum því, hvað sem er. Þess vegna
ber að finna hinn rétta veg, sem vér
eigum að ganga.
Þegar ég var lítill í föðurgarði,
hlökkuðum við krakkarnir til þess, er
pabbi kom heim úr kaupstaðnum
með brjóstsykurspoka eða annað
sælgæti. Okkur leið vel, er við brudd-
um brjóstsykurinn, og engum datt í
hug að skæla. Hér sjáum vér, að
krakkarnir veittu sér munað, sem
hægt var að vera án — og þess vegna
köllum vér þetta líka munað. Hann
kyrrir öldur lífsins — hann bræðir
klaka sálarinnar — hann veitir oss
léttara líf. En munaðurinn verður þvx
aðeins að vera munaður, því að ef
hann fær að vaxa, þá líkist hann ill-
gresinu og vex blóminu yfir höfuð, —
og þá er munaðurinn líka orðinn að
ástríðu, og þá erum vér orðnir þrælar
nautnarinnar. Sumir taka það ráð, er
illgresi vex í görðum að eyða því með
svokölluðu tröllamjöli. En vér höfum
ekki fundið upp neitt tröllamjöl, sem
drepur illgresið í sálum mannanna.
Þar er aðeins eitt óbrigðult ráð: Það
að hafa nógu sterkan vilja eða að
undirbúa ekki þann jarðveg, þar sem
illgresið fái fest rætur. En þá er ég
kominn að því vandamáli, hvernig
það megi verða.
Það er til gamall málsháttur, er
hljóðar svo: Hvað ungur nemur,
gamall temur. Þess vegna ber oss að
kenna hinum unga einungis það, sem
er gott og fagurt. En það hefir sýnt
sig, að sjaldan dugir að beita hörku
og aga til þess að kenna barninu að
njóta hins margbrotna, en þó undur-
fagra lífs. En hér mun ég ekki ræða
frekar um uppeldi barna innan ferm-
ingaraldurs, heldur taka lítilsháttar
til meðferðar líf og uppeldi æsku-
mansins frá því hann tekur að starfa
á meðal hinna fullorðnu.
Oll fræðsla og menntun hefir auk-
izt í fast og viðunandi horf hin síðari
ár, en ef til vill ekki að sama skapi
orðið mönnunum til farsældar. Veld-
ur því margt. Þegar æskumenn fara
í skóla, er hugur þeirra og skaphöfn
líkust gljúpum krapaelg, sem sífellt
tekur breytingum, og við hinn
minnsta gust kemur rykkorn, sem
festist — kannski ekki nema um
stund, eða þá svo lengi sem líf end-
ist — og sum korn eða flísar geta
valdið mikilli ígerð. Sumir fara í
fyrsta skipti að heiman um langa
vegu, og getur þetta orðið einn áhrifa-
ríkasti þátturinn í lífi þeirra, og vér
vitum, að á þessum tímum er ungl-
ingurinn mjög áhrifagjarn og óá-
kveðinn og auðvelt að breyta og af-
laga skapgerð hans. Þess vegna er
nauðsynlegt, að skólastjórar og kenn-
arar geri sér vel ljóst, hve ábyrgðar-
mikið og þó göfugt starf það er, sem
þeir leysa af hendi.
Þar sem heimavist er í skólum,
horfir þetta nokkuð öðruvísi við. Þar
er betri aðstaða til þess að hafa um-
sjón með lífi og athöfnum unglings-
ins heldur en ef hann á heima ein-
hvers staðar hjá vandalausu fólki,
þar sem enginn hefir eftirlit með hon-
um. Þó að hægt sé að fá unglinginn
til þess að stunda nám sitt sæmilega
samvizkusamlega, þá getur margt
annað verið ábótavant í fari hans og
gerðum. En það er hægra sagt en
gert að kenna honum að ganga hina
réttu leið. Enginn ungur, heilbrigður
maður er svo gerður, að hann þrái
ekki að skemmta sér, njóta lífsins,
leika sér. Blóðið rennur hratt í æðum
hans, limirnir eru léttir í hreyfingum,
og honum finnst hann fær í flestan
sjó.
Það mun almennt svo, þegar æsku-
maðurinn tekur að sækja skemmt-
anir hinna fullorðnu, að þá tekur
hann jafnframt að venja sig á siðu
þeirra og háttu, hvort sem þeir eru
nú góðir eða illir, til þess að geta
„verið með“, eins og það er kallað.
Það fyrsta, sem hann venst á, eru
yfirleitt tóbaksreykingar. Þessi tó-
baksnotkun getur haft hinar alvar-
legustu afleiðingar. Það er vísinda-
lega sannað, hversu mikinn skaða og
ógagn tóbak vinnur, og engan skaðar
það eins og hinn unga. Það verður að
telja það ákaflega mikinn skort á
góðu uppeldi að sjá æskumenn og
meira að segja börn reykja sígarettu
eða sjúga pípuna. Ég drep hér á tó-
baksnotkun unglinga og vildi ræða
það mál miklu nánar, þar eð ég tel,
að tóbaksnautn sé nokkurs konar
undanfari áfengisnautnar. Að minnsta
kosti er það reynsla langflestra ungl-
inga, þegar þeir hafa reykt um nokk-
urt skeið, að þá langar þá einnig til
að fá sér „neðan í því“. Þess vegna
4
*