Muninn - 01.05.1945, Qupperneq 1
Útgefandi:
Málfundafélagið
?,H U G I N N“
M. A.
MUNINN
Ritstjórn:
Aðalst. Sigurðsson
Guðm. H. Þórðarson
Þórir Daníelsson
17. árgangur
Akureyri, maí 1945
6. tölublað
ÓLAFUR HALLDÓRSSON:
RÆÐ A
flutt Pálma rektor Hannessyni og föruneyti hans í samsæti
að Hótel KEA í desember 1944.
Á síðustu árum hefur bæði mikið og
margt verið ræöt um tæknina og áhrif
hennar á líf og háttu mannkynsins.
Sumir hafa kveðið svo sterkt að orði,
að fyrir hennar tilstilli hafi mennirnir
unnið sigur á fjarlægðunum, og þær
séu ekki lengur Þrándur í götu sam-
vinnu og viðskiþta þjóða á milli, jafn-
vel þótt heimshöfin skilji þær að. —
Víst er um það, að ekki er það nú
eins tilfinnanlegt og áður var, þótt vík
sé milli vina og fjörður milli frænda,
og eru áhrif þess greinilega farin að
sjást í lífi margra þjóða og ekki sízt
okkar, sem hér búum á hjara veraldar.
Það er ekki meining mín að fara að
ræða um þeitta hér, en ég get samt
ekki stillt mig um að minna á þá
nriklu breytingu, sem á er orðin, síðan
menn fóru á hestum, eða jafnvel fót-
gangandi, milli landsfjórðunga, svo
sem gerði nafni minn Muður, þá er
Þingeyingar rugluðust í ríminu og
frægt er orðið. Nú svífa menn hátt í
lofti yfir híbýlum Hallgerðar á Blá-
felli, og það með svo miklum hraða, að
þeir eru flognir út í veður og vind,
áður en hún hefur svigrúm til að gala
galdur sinn og æra þá, þótt hún fegin
vildi. Það er þessari þróun að þakka,
að við höfum þessa ágætu gesti hjá
okkur í kvöld.
Ég var um daginn að blaða í Háva-
málum og rakst þar á erindi, sem mér
virtist vera þrungið speki og einmiitt
þeirri speki, sem nútíminn hefur
mikla þörf fyrir að íhuga, en erindið
er á þessa leið:
„Veizt ef vin átt
þanns vel trúir
far þú at finna opt,
þvíalt hrísi vex
ok háu grasi
vegr, es vætki tröðr“.
Ef við litunrst um í heiminum núna,
komumst við að raun unr, að milli
margra þjóða, og það jafnvel ná-
skyldra, eru vegir vináttu og samvinnu
vaxnir hrísi og háu grasi og af engum
troðnir, en um loft og lög fara dráps-
vélar hamförum, og hermenn, gráir
fyrir járnum, Itroða þjóðbrautir í víga-
hug.
En það er víðar en þjóða í milli,
sem vegir vináttunnar hafa verið
ótroðnir. Hér á landi hafa menn og
stofnanir, sem eiga að vera tengdir
vináttuböndum, ekki nægilega farið
eftir þeim heilræðum Hávamála, að
fara oft að finna vini sína. Afleiðingin
hefur oft orðið sú, að misskilningur
hefur þróazt og óheilbrigður rígur
kornið upp milli héraða og landsfjórð-
unga. Sunnlendingar og Norðlending-
ar hafa ekki verið nein undantekning
í þessu efni. Gamlir kviðlingar sýna
það og sanna, að þessir tveir fjórðung-
ar hafa oft iðkað hnútukast sín á
milli og það all óvægilega. Eg þykist
hafa tekið efitir því, að rígur milli
þessara tveggja fjórðunga hafi mjög
farið minnkandi á síðari árum, og er
það vafalaust auknum samgöngum að
þakka. Að vísu hafa alltaf verið tölu-1
verðar samgöngur milli þessara fjórð-
unga. Þannig fóru Norðlendingar oft
fjölmennir til sjóróðra suður á land,
og eru sumir þeirra leiðangra frægir
í sögnum þjóðarinnar. Eins eru sagn-
ir, er greina frá því, að Sunnlendingar
fóru í kaupavinnu til Norðurlands, og
er þess sérsitaklega getið, hve þeim
hafi orðið þar gott til kvenna. Ekki er
svo að sjá, sem þessar ferðir hafi dreg-
ið neitt úr héraðsríg milli þessara
tveggja fjórðunga, enda er líklegt, að
bæði hafi valizt hrausltir menn og
ófyrirleitnir til þessara ferða, ef taka
má mark á orði því, er af þeim fór.
Þannig eru rniklar sagnir af hinum
svokölluðu Kamptúnsköppum, er
stunduðu útræði í Suðursveit í Skafita-
fellssýslu, en um þá var sagt, að þeir
spjölluðu bæði nreyjar og manna
konur.
En um sérstakt samband milli höf-
uðbólanna á Norður- og Suðurlandi
er lítið getið. Ég geri ráð fyrir, að þau
li'tlu viðskipti, sem þeir hafa haft, hafi
alltaf eða oftast verið .vinsamleg. En
leiðir þær, sem eiga að tengja saman
vinarhug þessara tveggja skóla, hafa
ekki verið troðnar, fyrr en nú, að þessi
heimsókn Sunnanmanna leggur al-
gerlega nýja braut.
Það Hggur í augum uppi, að þessir
tveir skólar eiga að vera vinir og hljóta
að verða það. Sama er raunar að segja
um alla skóla. Hlutverk þeirra er svo
skylt, og starf þeirra allra miðar að
sama marki, sem er að gera æskuna
hæfari til að vinna fyrir land og þjóð
og stuðla að því, að í stað hvers ein-
asta íslendings, sem í valinn fellur,
komi annar betri.
Menntaskólarnir á Akureyri og í
Reykjávík hafa alveg sérsitaklega því
hlutverki að gegna að ala upp em-
bættismannaefni þjóðarinnar. Það er
mikið starf, meira og nauðsynlegra en
margan órar fyrir, og mikið í húfi að
vel takist. Brýn nauðsyn er því til
þess, að þeir starfi saman, læri hver af
öðrum, og hvor um sig viti það, að
hann eigi vin þann, er vel megi trúa,
þar sem hinn er.
Á næsitu árum hlýtur að reka að því,
að bætt verður úr húsakosti skólanna.
Einnig hillir nú undir breytingar á
fyrirkomulagi þeirra. Mér virðist auð-
sætt, að þá sé full nauðsyn á góðri
samvinnu þessara skóla, bæði til að fá
framkvæmdar þær umbætur, er þeir
telji æskilegar og eins til að standa á
móti því, er þeir telja miður þarft.