Muninn - 01.05.1945, Side 3
MUNINN
35
Dimittendaþáttur.
Það er upphaf þessa máls, að í
klaustri einu í Eyjafirði ríkti sú venja,
að nunnur mættu hafa samvistir
nokkrar við karla eitt sinn á hverjum
vetri, og þótiti þeim þá mest um vert,
að þeir væru sem atgervimestir. I það
sama mund var í höllu Sigurðar jarls
hið mesta mannval, og þótti nunnum
þar vænlegast að leita fanga. Völdu
þær itil þá sveina, er nálega höfðu lok-
ið ferli sínum við hirð jarlsins, og
gerði abbadísin ferð sína til hallarinn-
ar og bauð jarli ásamt fyrrnefndum
sveinum til fagnaðar mikils. En jarl
var þá í hernaði í suðurvegi, og var
Þórarinn jarlsfóstri yfir hirðinni. Tók
hann málaleitun þessi hið bezta, og
kvað sig þangað mundu koma ásamt
sveinum sínum. Uppreis nú dýrleg
gleði í höllinni, og voru sveinar all-
fýsandi fararinnar. En meðal þeirra
voru hirðmeyjar fimm, og setti þær
hljóðar við tíðindi þessi, og hugðu
þær illt til þess ráðs.
En á þeim degi, er ferðin skyldi
hafin, kom Þórarinn að máli við
þann, er mestur var virðingarmaður
„Þið sátuð í tímum, var ekki svo?“
„Jú, við sátum í tímum í flestum
fögum."
„Eru þeir ekki anzi strangir þarna
syðra?“
„O, jæja, svipaðir og hér. Bogi Ól-
afsson (en það má gdta þess, að hann
er sýslungi inspectorsins) er reyndar
nokkuð harður í horn að taka. Hann
veitir nemendum sínum meiri og
minni'ákúrur í hverjum tíma, en þeir
láta sér hvergi bregða. í latínu hjá
Kristni Ármannssyni koma allir upp í
hverjum tíma og hver aðeins í einni
setningu. Hjá Magnúsi Finnbogasyni
sátum við í einum íslenzkútíma, og
fór hann þá í lítið annað en setninga-
fræði og bragfræði."
Þegar hér var komið sögu, er in-
spectorinn farinn að líta allþétt á
klukkuna, enda er hún farin ískyggi-
lega mikið að nálgast 10, en inspector-
inn lifir mjög reglusömu lífi og fer
aldrei síðar en klukkan 10 í rúmið,
nema þegar hann er á böllum. Biður
hann oss vel að lifa, en vér þökkum
fyrir oss með bukti miklu og beyging-
um, svo sem vera ber.
meðal sveina. Hét sá Heðinn og hafði
hafizt af sjálfum sér og þó nokkuð af
bróður sínum. Mælti þá Þórarinn til
Héðins: „Þar sem mér þykir miklu
skipta, að ferð þessi verði sem. sæmi-
legust, þá vildi ég biðja yður að tak-
ast á hendur forystu fararinnar og
hyggja að atferli sveina.“ En Héðinn
svaraði snúðugt og kvaðst hafa.verið
viðbúinn málaleitun þessi og væri nú
allt til reiðu, eða, mæliti hann: „hvort
sjáið þér ekki hjör þann hinnmikla,er
ég hef mig gyrtan, en þann hefur
sendan mér nafni minn hinn engil-
saxneski, en sá er nú mestur hershöfð-
ingi í vesturvíking.“ Eftir það sltefndi
hann saman sveinum, og tóku þeir
fyrstu þegar að koma. Þar var kominn
Ólafur hinn digri af Rangárvöllum og
vildi þegar fara, en Heðinn skipaði
hann fremstan í vinstra fylkingararm
og bað hann vera stilltan. En í hægra
fylkingararm skipaði hann Karl
Laugvetning, og var sá hamrammur.
Hann var óðamála mjög og vildi eiga
hlutdeild nokkra í skipan liðsins,
því að áður hafði hann haft umsjón
með krökkum og kögursveinum í höll-
inni. En Heðinn bað hann þegja, og
stóð svo mikil ógn af orðum hans, að
enginn þorði mót að mæla. Kom þar
og Halldór vestmaður, og var sá mesti
víkingur og hafði barið tröll og skræl-
ingja á ferðum sínum. Var sá engi
meðal sveina, er treystisit að keppa við
hann um hylli kvenna né þreyta við
hann öldrykkju. Var hann hinn mesti
íþróttamaður í hvívetna. Komu þeir
nú hver af öðrum Gunnar Ólason,
Gunnar Sigurðsson og Gunnar Guð-
mundsson af Barðaströnd og voru
bæði móðir og sárir. Höfðu þeir Þórð
uxafót í bönd færðan, því að þeir
uggðu, að á hann rynni berserksgangur,
er hann kæmist í itakfæri við meyjarn-
ar. Öskraði hann ákaflega, og heyrði
hljóðin um land allt. Svo segir í Þórð-
arkviðu:
Skulfu lönd,
skelfdust lýðir,
visnuðu grösin græn
við uxafótar
öskur ferleg,
þá hann í hlekkjum hrein.
Enn voru þar komnir þeir Skúli
Helgason, Haraldur Sigurðsson og
Einar Pálsson og léku að teningum að
smásveina sið. Þar voru og þeir Sig-
urður af Kljáströnd og Jón Gestsson.
Sigurður hafði þá farið margar svaðil-
farir og marga völsku vegið, og er sú
frægust, e'r hann fékk að velli lagið
með spjótinu Brynjólfsnaut í sölum
Sigurðar jarls, en Jón hafði mesta
frægð hlotið í viðureigninni við
Framar-Pál, en sá Páll var fjölkunn-
ugur og skáld gott. Einnig voru þar í
hópi sveina Jón og Eggert hinir vest-
firzku. Voru þeir göldróttir sem kyns-
menn þeirra og höfðu upptekið nýja
gerð galdrastafa. Nefndust slíkir sitafir
Oddrúnir.
Heðinn gekk nú rösklega fram og
skipaði hvern mann á sinn stað í fylk-
ingunni, og urðu næst fyrir þeir Flosi
Sunnmýlingur og Tómas Háeyrar-
kappi. Flosi var í gerzkum klæðum,
en þau hafði Stalin samyrkjubóndi í
Rússíá send honum, og líkaði Tómasi
illa búningurinn, og deildu þeir fast,
En svá er sagt frá Tómasi, að hann var
mestur fjáröflunarmaður í liði þeirra,
og voru í vörzlu hans sjóðir digrir, og
vissu fáir, hve fé það var mikið. Þessu
næst gengu út úr höllinni þeir Ingvi
Árnesingur, Guðmundur spaki og
Baldur hinn prúði Þorsiteinsson. Það
er helzt frá Ingva að segja, að hann
hafði embætti stór hjá jarlinum og var
svo ákaflega langur, að öfundarmenn
hans töldu hann kominn af Miðgarðs-
ormi.
Leið nú að þeim tíma, er ferðin
skyldi hafin, og gerðist Heðinn órór,
því að enn voru allmargir ókomnir, og
dimma tók af nótlt. Sáu menn þá
skyndilega bjarma bera við himin og
sló felmtri á suma. En þar voru þá
komnir Jóhannes hinn klæðumprúði
og Guðmundur Vé Þórðarson, og var
þat hvort tveggja, að af skóm Jóhann-
esar lýsti skærar en sól, og af skalla
Guðmundi stafaði meiri birta en af
sverði Surts. Var þá bjant sem um dag.
Svo segir í Skallasennu hinni eldri:
Vóru klæði öll
úr kjörváðum,
vápn öll gulli greypt.
En skór skinu
skærar sólu
og lýstu heim hálfan.