Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1945, Blaðsíða 2

Muninn - 01.11.1945, Blaðsíða 2
2 MUNINN Framarr-Pcdl: Moj-Þóris þáttur Minningarnar margan vekja af svefni, mun þó flestum dulið, hvert ég stefni, er greina vil hér sögu mikils manns. En „Muninn" geymir mergð af bláu letri manns, sem dvaldi fyrr á óðals setri. Borgar-Þórir „Moj“ er heitið hans. Frœðimenn oss fátt af œtt hans greina, fortíð hans þvi auðvelt mjög að leyna, þó óhöpp kynnu að henda visan ver. En látbragð hans og líkamsvöxtur allur löngum dœmir manninn óvilliallur. Af hrimþursum hann eflaust kominn er. Hans forfeður á Ströndum námu staðar, því stórvirk „Natura Mater“ hugann laðar, og út við sjóinn byggðu i hömrum Borg. Þar eitt sinn drengur dreginn var í heiminn, djarfhuga brátt, að miklu leyti ófeiminn. Hann alinn var að mestu á kaffikorg. Hann varla mátti virðast friður sýnum, var lians andlit markað skörpum linum, og nef hans eins og Narfaklettur var. í herðum lotinn, hárið upp vann greiða, hélt sá oft i rökkri fram til heiða. Hann tvöföld augu í tóttum viðum bar. Um nautnaþorsta báru vott hans varir. Von hans tengd við kvenna innri spjarir. Oft bœndadœtur blekkjast létu af þvi. Hann liðinn illa löngum var af bcendum, og loks hann flýði, þvi hann átti i vœndum húðstrýking, það helzt nú beit sig í. Til Akureyrar leiðir sínar lagði lífsins til að kynnast sœtu bragði, i Menntaskólans mikla fóstur gekk. Og fjörugt lif þar hugðist halur finna, en heldur varð um kvenna valið minna. Hann girndum sinum fullncegt aldrei fékk. í öðrum bekk var strákur anzi stilltur, sterka þrá til lesturs bar sá piltur. Hann leit nú hvorki á fljóð né flöskustút. En oft á kvöldum liöggin lét hann hrynja, svo halir prúðir tóku að emja og stynja. Af flestra vistum fleygt þá segg var út. í þriðja bekk varð Þórir frœgur peyi, þrotlaust sigldi kappinn hugar fleyi vitt um danskra og enskra orða haf. Hann gekk í félag beitarliúsabúa, bókmenntum öllum í stcerðfrœði vildi snúa. Mr. Pálsson gaf honum göngustaf. í fjórða bekk hans ferill allmjög breyttist, við falska stefnu’ ei lengur andinn þreyttist. Hann Rússann fljótt til fyrirrnyndar tók. Hann raunamæddur rceður flutti langar um ráð til þess að gerast Stalins fangar, svo rceskti liann sig og rauðan hnefann skók. Nú út ég slce i aðra dýrðarsálma. Hann iðinn var að finna gildi málma með sinusreglu, er sannað gat ei neinn. Hann einatt var i stœrðfrceðinni sterkur, stöðugt log. af x dró basaklerkur. Hann mceldist ávallt -+- 41. í dæmi þessu ein regla látprúð leyndist, sem léttari og betri en nokkur reyndist. Hann verðugt lof sem viðurkenning fékk. Basalýðsins bezta sœti hlaut hann. Belgingslegur á þá sjónum gaut hann, sagði: „moj“ og siðan burtu gekk. Ei siðan liefir seggur við þá talað, en sagnfrœðitað i kjaftastónni malað. Á „Munin“ þvi að mestu hefir dreift. Af tómri slysni tekinn var i blaðsins traustu ritstjórn. Hleypti beint i vaðsins vizkuhyl. Það verða mun dýrkeypt. Úr fimmta bekk i fjórða bekk að hrapa, svo fengi hann „Dóra“ lokið við að skapa, sú flestra reyndist fullyrðingin sterk. Og margt var rætt um montinn greinarhöfund. og margir á það litu sárri öfund, ef svona maður semdi doktorsverk. Nú lætur „Moj“ ei lengur heima að sofa, hann líka i timum berst við svefnsins dofa, hvað lifnaði mannsins Ijósari ber vott. I kynnum salar Kea drengur nærist á kjöti, bjór og eggjum. Hann ei tærist, og viða atliygli vekur hans þekkta glott. Nú kveðja vil ég „Cosinus“ að lokum, kasta burt.u öllum Niðhöggs rokum, fyrirgefa flimt og meinlaust háð. Ef nýtur þegn mun þjóðfélagi voru og þarf að marka í „bátinn" nýja skoru, hann maklega hefir miklum sigri náð. séð og heyrt merkilegt í þessari veröld, 'segið frá hugsunum ykkar og skoðun- um, og komið með það til „Munins". Ég veit um nokkur ykkar, sem kunnið vel að yrkja. „Muninn" er mjög heppilegt blað fyrir byrjendur til að birta skáldskap sinn í, því að ekki er því orpið undir víðsjá, sem í honum birtist, en hins vegar hollt og' þroskandi fyrir ung skáld að heyra dóm nokkurra manna um skáldskap sinn. Við skulum því öll vera samtaka um að gera „Munin“ þannig úr garði, að okkur og skólanum verði sómi að. Ó. H.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.