Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1945, Blaðsíða 3

Muninn - 01.11.1945, Blaðsíða 3
MUNINN 3 INDRIÐI FRÁ SKÓGARGERÐI: Vinnudagur Dagur sá, er hér segir frá, verður mér lengst í minni allra vinnudaga minna. En það er sunnudagur einn á ííðastliðnu sumri, snemma á slættin- um, þegar ég var í kaupavinnu hjá hreppstjóranum. Það var þá, sem ég sannfærðist um, að ekkert hefur jafnill áhrif á æskuna og heiðríkt laugardagskveld. — Kveld, sem á að baki sér langa, hversdagsgráa og regnsama viku og látið hefur fram- tíðinni í té marga flata töðuflekki og •óteljandi föng. Á slíku kveldi hefst sagan. Aldrei hef ég verið í hljóðari og 'þungbúnari hóp en þetta kveld, er við ■vinnumennirnir á hreppstjórasetrinu göngum heim með orfin á öxlunum. — Þó erum við allir ungir og lífsglaðir strákar, sem sjaldan hengjum haus. T. ■d. Jóhann Pétur, sem þykist vera skáld og rithöfundur. Hann er vanur að sýna okkur hinum andlega yfirburði sína með mergjuðum ræðum um ým- islegt, en nú segir hann varla orð nema af skætingi, sem hann beinir til Bárðar gamla. Sá er okkar elztur og gengur síðastur. Ekki sagði Jónas heldur orð, og er hann þó með glaðlyndustu mönnum, sem ég hefi þekkt. Til skýringar á þessu fyrirbæri er bezt að geta þess nú þegar, að næsta dag á að halda mikla skógarsamkomu á annálaðasta stað landsins. Og fleiri rök held ég óþörf. — Það er að vísu komið langt fram á tuttugustu öld og allur molbúaskapur úr sögunni, en hreppstjórinn er einn þessara gömlu sérvitringa, sem virðast eiga heima langt aftur í grárri forneskjunni. Það er því ómögulegt að segja, nema hann skipi okkur að þurrka á morgun, ef tækifæri býðst. Eftir þetta ætti engan að furða á skaplyndi okkar, því að allir hljóta að sjá hinn himin- víða mun, sem felst í því tvennu, að þurrka hey og leika sér í blómskrýdd- um skógarrjóðrunum. Það eykur líka á gremju okkar, að heimasæturnar höfðu fengið að fara snemma-þá um daginn inn til skógarins. Höfðu þær tjald meðferðis og ætla að dvelja þarna fram yfir helgina. Mér finnst ég jafnvel geta vorkennt þeim Jónasi og Jóhanni Pétri meira en sjálfum mér, því að mig grunar, að einmitt vegna stúlknanna hefðu þeir sérstakan áhuga á þessu móti.---- í öllum þessum skýjabólstrum erf- iðra hugsana ,sem að okkur steðja, er aðeins ein dauf vonarstjarna: sam- koman er haldin af stjórnmálaflokki hreppstjórans, sem er einn af aðal- „broddunum" og ætlar kannske ein- hvern tíma að verða þingmaður. Það hlýtur sá góði maður að sjá, að ekki mundi það auka fylgi hans og vinsældir, að láta vinnufólkið standa við verk þennan sunnudag. — Nú, og í öðru lagi getur veðrið svo sem breytzt í nótt. Annað eins hefur nú komið fyrir. — Og við hverfum inn í bæinn með þá ósk efst í huga, að glit- ofin skrauttjöld kveldsins á heiðríkju norðvestur-hiininsins mættu verða að biksvörtum skýjabökkum.------ Líklega höfum við ekki hitt á óska- stundina, því að árla næsta morguns vakna ég til þeirra staðreynda, að sól- in skín björt á koddann minn, og hæg vestangolan leikur í opnum gluggan- um. Bárður gamli er allur á bak og burt, en hinir liggja vakandi. Jónas, sem er okkar einarðastur, er að taka saman nokkur velvalin orð, sem hann ætlar að grípa til, ef „karluglan“ bið- ur okkur að þurrka. Hvað sem öðrum líður, ætlar hann ekki að láta kúgast. Hann er, eins og hreppstjóraogtilvon- og ég er kominn á þá skoðun, að hann sé fæddur ræðuskörungur. En skyndilega sló í þögn. Dyrnar opnast, og hreppstjórinn, „karluglan" sjálf .stendur í gættinni. Hann er, eins og hreppstjóri og tilvon- andi þingmanni sæmir, hár og herði- breiður; með loðnar brúnir og ægilegt arnarnef. Allur er hann hinn fyrir- mannlegasti, enda í sparifötunum með Fálkaorðuna og Dannebrogskross á brjóstinu. Hann er einn þeirra manna, sem við óhlýðnumst ógjarna, ef annars er kostur. Hann býður góðan dag með hrjúfri rödd. Mér hefur alltaf fundizt hún eiga bezt heima hjá formanni, sem hrópar skipanir til manna sinna í fár- viðri og ósjó. Og hreppstjórinnerekki með neinar vífilengjur: Nú ætlar hann að treysta okkur til að vera heima í dag ogþurrka.Hannhefurfal- ið Bárði forystuna, því að sjálfúr verð- ur hann — því miður — að fara á þessa samkomu. Ef við ætlum að vera svo vænir að gera þetta, ætlar hann að muna það, er við gerum upp kaupið. Allir þegja. — Við Jóhann Pétur lít- um til Jónasar, — nú er komið að hon- um. En hann þegir. Opnar munninn bara nokkrum sinnum og lokar hon- um jafnharðan aftur. Það lítur ekki út fyrir annað en mannskrattinn sé búinn að gleyma ræðunni, sem hann ætlaði að flytja við þetta tækifæri. — Jú, það ber ekki á öðru. Nú snýr hreppstjórinn sér við, og hurðin lokast á eftir honum. Langa stund ríkir algerð þögn í her- berginu, eins og hreppstjórinn hefði lokað dyrum himnaríkis fyrir okkur og vistað okkur í neðsta víti. En svo stekkur Jónas upp og krossbölvar öllu milli hirnins og jarðar.---- Að stundu liðinni þrömmum við út á tún með Bárð í broddi fylkingar, og samkvæmt fyrirmælum hans byrjum við að breiða heyið næst stóru hlöð- unni. — Það hlaut að verða hirðandi og þægilegast að koma því inn, segir hann. Það er nærri logn, og hitinn er af- skaplegur. Lífsvana deyfð sígur að okkur, eins og við værum að sökkva niður í leirkeldu, enda förum við Jón- as okkur hægt; beitum fótunum á föngin, en höfum hendur í vösurn, — Bárði til mjög mikils hugarangurs. — Sjálfur tekur hann föngin vægilega upp og tær þau vendilega sundur, eins og hann væri að breiða ilndir veikt barn í vöggu. Svo minnir hann okkur stöðugt á að breiða vel, — breiða nú ofurvel. Mér gremst meira og meira við þennan sjötuga karldurg, því að trúlega hefur hann ekki latt þess, að þurrkað yrði. Nei — bezt gæti ég trúað, að það væri allt honum að kenna. Satt að segja hefði ég vel getað barið hann af öllum kröftum í haus- inn. En skáldið og rithöfundurinn, hann Jóhann Pétur, gengur með óskiljanlegum hamagangi að verkinu; þveitir föngunum hátt í loft upp eins og reiður tarfur. En stundum stendur hann og horfir viðutan inn til dalsins, þar sem tíbráin iðar yfir blikandi vatni og grænum skógarásum. Er við höfum breitt, eins og Bárði líkar, tökum við að snúa flötum flekkjum. Gamli maðurinn er nú orð- inn leiður á önuglyndi okkar og hef- ur upp andríkt spjall um spillingu

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.