Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.02.1975, Qupperneq 1

Muninn - 01.02.1975, Qupperneq 1
4. töiubiað 47. árgangur 74-75 Lengi getur vont versnað. Svo sannarlega er þetta réttmæli. Undanfarin ár hefur félagslífi hér í skóla hrakað stórlega frá ári til árs og hefur þessi vetur verið sýnu lakastur það sem af er. Orsakir þessa eru auðvitað allmargar, en ég vil þó leyfa mér að halda því fram, að þyngst vegi ómennska, leti og sjálfs- elska meginþorra nemenda. Víst eru þetta stór orð en ætli menn komist ekki að sömu niðurstöðu ef þeir hugleiða málið. A Aðalfundi I í fyrra voru alW undirdeildir Hugins lagðar niður, eh- þess í stað er öllum frjálst að stöfna starfshópa eða félög um sín áhugamál. Skóla- félagið styrkir. slarfsemi þeirra fjárhagslega, ef ástæða þykir til. Tilgangur þessarar breytingar var sá, að sporna við þeirri ör- deyðu, sem ríkt hafði í félags- lífinu og gera þeim, sem raun- verulegan áhuga höfðu, kleifl að starfa að sínum hugarefnum. Þessi lög eru að mestu leyti anum og voru samþykkt af fólki, sem enn er hér. Eg vona, að þetta fólk hafi gert sér grein fyr- ir því, að lagabreytingin ein, er lagslíf verður aldrei fengið með alls ekki nægileg til að snúa fé- lagslífinu af helreið sinni. Fé- verslunarbraski, hermangi né sem náðargjöf af himnum ofan, heldur verðum við að byggja það upp með eigin kröftum og hyggj uviti. Þau undur og stórmerki gerð. ust nú í haust að yfir 99% nem- enda greiddu félagsgjöld Hugins og er hér áreiðanlega um að ræða einsdæmi í sögu félagsins. Maður freistast til að halda, að fólk vildi hafa eilthvað fyrir snúð sinn og því yrði ríkjandi blómleg og öflug félagsstarfsemi hér i vetur. En sú hefur aldeilis ekki orðið raunin á. Tónlistarklúbbur var stofnað- ur i haust og hefur staðið fyrir tónlistarkynningu og tónleikum. Formlegur stofnfundur hans var rækilega auglýstur nú skömmu eftir áramótin. Vegna þess starfs se mforystumenn hans höfðu þegar unnið og þar eð fjöldi manns hafði keypt félagsskir- teini, gerði ég mér vonir um mikinn áhuga og góða mætingu félaga. En hvílík vonbrigði. Þrettán manns mættu og þar af sex úr bráðabirgðastjórn klúbhs ins. Ég vil leyfa mér að spyrja: Er allur þorri nemenda svo ger- samlega sneyddur öllu sem heitir félagslegur þroski, að þeir telji sér trú um, að allir skapaðir hlut ir verði færðir þeim á silfurfati án þess að nokkuð sé lagt að mörkum? Það vantar ekki að sökudólg- urinn sé fundinn og honum stillt upp við vegg. Hver man ekki opinberun Steinars Frímanns- sonar á skólafundi fyrir 1. des.: „Stjórnarmenn Hugins eru sof- andi sauðir.“ Þurfum við frek- ari vitnanna við? Það er fjarri mér að vilja hvítþvo sljórn Hugins af allri sök, því við erum jú mannleg og eflaust mælti margt betur fara í okkur starfi. En þó get ég ekki stillt mig um að spyrja fleiri spurninga. Er það sök stj órnarinnar að áhugafólk um t. d. bókmenntir hefur ekki haft dugnað í sér til að mvnda klúbb eða samtök til bókmenntakynninga? Hvar er myndlistarfólk eða þjóðmála- sþekúlantar? Hvar eru áhuga- menn um raunvísindi? Er and- legur standard menntskælinga virkilega svo óbjörgulegur að þeir eigi sér ekki einu sinni á- hugamál lengur? En sagan er ekki hálfsögð enn þá. Nokkrir skólafundir hafa verið í vetur og satt að segja hefur verið grátlegt að horfa upp á hversu lítill hlutTnemenda leggur það á sig að mæta og enn fgnri þora að taka til máls. Ef nemendur líta svo á, að skóla- fundir séu aðeins hugsaðir sem frí úr tímum þá sé ég ekki minnstu ástæðu til að berjast við að halda þá í kennslutíma. Ég ætla aðeins að minnast á þá fundi, sem allt til þessa hafa talisl mestu hitafundir vetrarins. 24. okt. lagði stjórnin fram fjárhagsáætlun fyrir veturinn og jafnframt tillögu um 1700 kr. félagsgjald. Samtals tóku fjórir utan stjórnarinnar til máls, án þess að nokkur þeirra gerði hina minnstu athugasemd við áætlun stj órnarinnar og ekki einn ein- asti stóð upp og kvartaði undan of háu gjaldi, sem er algert eins- dæmi í minni skólatíð. Voru menn þá ekki hæstánægðir með að geta létt úr pyngju sinni í sjóð skóla félagsins? 0, nei, ekki var raunin sú. I öðruhverj u horni fussuðu menn og sveiuðu yfir svívirðilegum fjárkúgunum stj órnarinnar. Engum datt þó í hug að rísa upp á faturlappirnar og segja hug sinn, ekki skorti þó eggjanir fundarstjóra. Kórónan á stórfenglegum af- rekum nemenda var þó Aðal- fundur I. Meðan flesl var voru 85 menn á íundinum en fækkaði mjög er á leið. Um það bil 17% nemenda ómökuðu sig á fund- inn. Ég öfunda ekki nýja stjórn af væntanigeu hlutskipti sínu því sú breyting var nú gerð á lög- um félagsins að fundur telst ekki löglegur nema 25% nemenda mæti á hann. Skyldi nokkurn- tíma verða haldinn löglegur fundur hér eftir? En ekki er öll vitleysan eins. Eftir upplestur á tillögum laga- hreytinganefndar var óskað eftir umræðum og þá ekki síst gagn- rýni á þær tillögur sem fram voru komnar. Ekki ein einasta sála steig fram til að lýsa yfir andstöðu sinni við nokkurt at- riði breytingartillaganna. Laust trúi ég því að móðurmálskunn- átta manna sé svo bágborhi að þeim sé ekki kleift að gera sig skiljanlega í eyrum meðbræðra sinna. Þannig að ástæða þessar- ar þagnar ætti að hafa verið al- gert samþykki þeirra í einu og öllu. En síðan gerast þau stórmerki að ein tillagan er felld stein- þegajndi og hljóðalaust. Vinnu- brögð og hugsanagangur þessa fólks er stórfenglegri en orð fá lýst. Það þorir ekki að opinbera skoðanir sínar en hugsar sem svo að það sé allt í lagi að felast í hópnum þegar að atkvæða- greiðslunni kemur. Ef slíkri moldvörpustarfsemi linnir ekki hið bráðasta mun fé- lagsstarfsemi í þessum skóla heyra fortíðinni til að örfáum árum Jiðnum. Iiver var þá þessi tillaga sem hér var um að ræða? Jú, hún var sú að fulltrúar nemenda í skóla,- ráðj skuli valdir af hagsmuna- ráði en ekki kjörnir í almennum kosningum. Mig langar til að fjaíla lítil- lega um hlutverk hagsmunaráðs. I lögum Hugins segir m. a. um hagsmunaráð: „2. gr. Hagsmunaráð fjallar um og gætir (sameiginlegra) hagsmuna nemenda gagnvart þeim sem standa að og sjá um skólann og skólastarfsemina. 3. gr. 2) Hagsmunaráð fjallar um vandamál sem upp kunna að koma koma í sambandi við al- menn skólastörf. 7. gr. Hagsmunaráð hefur rétt til að skipa nefndir eða ein- staklinga lil að starfa við hags- munamál.“ En hvert skyldi vera hlutverk fulltrúa okkar í skóla- ráði? Jú, að gæta hagsmuna nemenda gagnvart yfirvöldum skólans og túlka skoðanir skóla- funda þar. Eins og hvert manns- barn hlýtur að sjá er hér greini- lega um að ræða hlutverk hags- munaráðs. 1 framhaldi af 7. gr. laga um hagsmunaráð vil ég spyrja alla þá sem felldu margumrædda til- lögu. Treyslið þið ekki þeim fulltrúum sem þið kjósið í hags- munaráð til að velja hæfa full- trúa ykkar í skólaráð og gæta þannig hagsmuna ykkar? Vonandi eigið þið eftir að iðrast vanhugsaðra gerða ykkar áður en brennimark mótsagna- kennds hugsanagangs og aum- ingjaskapar dregur ykkur í dilk óalandi og óferjandi þursa og dusilmenna. Stefán Jóliannsson. HVER ÞEKKIR ÞETTA HIJS?

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.