Muninn - 01.02.1975, Blaðsíða 4
Dóróþea G.
*
Reimarsdóttir •
Dóróþea G. Reimarsdóttir býð
ur sig fram sem fulltrúa 5. bekkj
ar í Hagsmunaráð.
— Af hverju býðurðu þig
jratn í þetta embœtti?
— Vegna áhuga á að starfa að
hagsmunamálum nemenda.
— Hefurðu starfað eitthvao
áður?
— Já. Ég hef starfað í Heima-
vistarráði og sem gjaldkeri 5.
bekkj ar.
— Eru það einhver sérstök
mál, sem þú œtlar að beita þér
fyrir ef þú nœrð kjöri?
— Ég hef nú engin sérstök á
stefnuskránni en eftir því, sem
málin falla til, mun ég beita
mér fyrir þeim eins og mér þykir
réttast hverju sinni.
— Telur þú nemendur haja
næg völd í skólanum, eins og er?
— Nei. Má þar nefna skóla-
ráð þar sem nemendur eru í
minnihluta. Því þarf að breyta.
Skólaráð þar sem Vz eru nem-
endur á móti % kennara er alls
ekki nógu hagkvæmt. Astandið
í Heimavistarráði er alls ekki
nógu gott þar sem Meistari hef-
ur neitunarvald gagnvart stjórn
Heimavistar.
— Hver er þín skoðun á stjórn
áfengismála á vistinni og í skól-
anum?
— Ég er sammála því, að
Meistari iiafi yfirstjórn áfengis-
mála á vistinni eins og ástandið
er í dag. En það er mín skoðun,
að samráð verði haft við full-
trúa nemenda í Hagsmunaráði,
ef nemandi hefur brotið af sér
í sambandi við áfengisneyslu,
áður en frekari aðgerðum verði
beitt.
— En í sambandi við námið
eigi að haf aeinhver völd í sam-
sjáljt. Telur þú, að nemendur
eigi að hafa einhver völd í sam-
bandi við val og tilliögun náms-
efnis?
— Já. Mér finnst, að nemend.
ur eigi að fá að ráða þar um að
einhverju leyti í samráði við
kennara. En þeir hafa hingað til
viijað ráða námsefninu upp á
eigin spýtur.
— Telur þú þá fullyrðingu
Steinars Frímannssonar rétta, að
núverandi sljórn skólafélagsins
hafi verið eins og „sofandi sauð-
• O 66 l
irr
— Það er mín skoðun, að fé-
lagslífið byggist ekki upp á
stjórn skólafélagsins. Það eru
nemendur sjálfir, sem eiga að
byggja upp starfið.
— En heldurðu að núverandi
stjórn hafi stutt nœgilega mikið
við bakið á nemendum?
— Ég tel að betur væri hægt
að gera.
— Hvernig leggjast kosning-
arnar í þig?
— Nokkuð vel.
— Bjartsýnn?
- Já.
— Og þú telur þig ná kjöri?
— Já, maður verður að vera
bjartsýnn á það.
G. R. H.
Bjórn
Ingimarsson
Björn Ingimarsson býður sig
fram sem fulltrúa 5. bekkjar í
Hagsmunaráð.
— Af hverju býðurðu þig
fram í þetta embœtti?
— Ég býð mig fram í þetta
embætti vegna þess að það er
mín skoðun að efla beri starf
og starfsþrek Hagsmunaráðs. Ég
hef það til brunns að bera sem
mótframbjóðandi minn hefur
ekki sem ég best veit, og það er
starfsreynsla á þessu sviði. í
þeim skóla sem ég var í, áður en
ég kom hingað, þ. e. Mennta-
kólanum á Laugarvatni, hlaut ég
þá eldskírn að vera kosinn sem
fulltrúi þeirra á LÍM-þing og
gæta hagsmuna þeirra þar. Og
þar sem reynslu er farið að krefj
ast æ meir í atvinulífinu, bæði
hjá því opinbera og einkaaðil-
um, þá finnst mér það vel fara
að ég bjóði mig fram í Hags-
munaráð sem fulltrúi 5. bekkjar.
Og mun ég reyna að gera allt
sem í mínu valdi stendur til þess
að miðla væntanlegum samstarfs
mönnum mínum þeirri visku og
kunnáttu sem ég hef fengið með
starfi mínu áður fyrr í Hags-
munabaráttu nemenda.
— IJvað finnst þér um þau
völd sem Hagsmunaráð hefur í
dag? Finnst þér það vera nógu
sterlc slofnun til þes að geta stað-
ið vörð um hagsmuni nemenda?
— Mér finnst Hagsmunaráð
ekki hafa næg völd. Sást það
best í fyrra þegar einn af nem-
endum skólans var rekinn fyrir
það eitt, af vist, að hafa kært
Meistara fyrir brot á vistarregl-
um. Ályktanir Iiagsmunaráðs
voru að engu hafðar og fór
Meistari sínu fram hvað sem
það sagði. Eins ber að nefna
þann þátt er að áfengismálum
snert'r. Þar hefur Meistari öll
völd og getur rekið menn um-
svifalaust úr skóla án þess að
Hagsmunaráð komi þar nokkru
við. Þetta finnst mér vera algjör
óhæfa. Ef Hagsmunaráð á ekki
að vera bara nafnið tómt, og ég
tala ekki um einhver skraulfjöð-
ur M. A. út á við, sem á að sýna
hvað frjálslyndi Meistara gagn-
vart nemendum er mikil, þarf
það fólk sem nú velst í Hags-
munaráð að taka sig saman og
sýna það svart á hvítu að þeir
eru virkilega valinn hópur sem
hefur það á stefnuskrá sinni að
slanda vörð um hagsmuni nem-
enda .
— Mig langar til að forvitn-
ast um það af hverju þú hejur
ekki boðið þig frma áður í ein-
liver embœtti skólans þar sem
þú hefur áður verið mjög dríf-
andi í félagsmálum í M. L.
— Já, það er ekki nema von
að þú spyrjir. Þetta ár er annað
ár mitt í þessum skóla og ég er
nú fyrst farinn að þekkja fólkið
í þessum skóla. Þegar ég kom
hingað fyrst skiptust þeir hópar
er hvað mest létu á sér bera í
félagsmálum þessa skóla í tvær
fylkingar. Hægri og vinstri, er
voru mj ög róttækar. Ég átti enga
samleið með hvorugum hópnum,
þannig, að ég átti mjög erfitt
uppdráttar. En nú hafa þessir
hópar verið mjög lítið í frammi,
sem sést best á því hvernig sá
iisti sem ég er á, er skipaður.
Ber þar mjög mikið á miðju-
mönnum sem lítið hefur borið á
í féiagslífi skólans, meðan hinar
tvær róttæku fylkingar börðust
um völd og áhrif innan skólans.
Klíkuskapur innan skóla sem
þessum er mjög hætlulegur hvað
snertir að hann getur útilokað
góða starfskrafta frá því að
njóta sín. Starfskröftum sem
gætu orðið nemendum og skóla-
yfirvöldum til góðs.
— Telur þú þá fullyrðingu
Steinars Frímannssonar rétta að
núvernadi stjórn skólafélagsins
hafi verið eins og „sofandi sauð-
ir?“
— Já, ég get tekið undir
þessa fullyrðingu svo að segja.
Eg heyrði nú ekki þessa fullyrð-
ingu Steinars frumflutta en get
Imyndað mér að hami hafi sett
hana fram_ vegna þess hve hon-
um hefur fundist félagslífið inn-
an þessa skóia vera lítilmótlegt.
Og það er alveg rétt. Félags-
starfsemin hefur ekki verið fugl
eða fiskur. Og það þýðir ekkert
að reyna að afsaka þennan
dauða, ef svo má segja, með því
að benda á aðra skóla og segja:
„Þetta er í öllum skóium“. Það
hlýtur að vera kappsmál hvers
nemanda í þessum skóla að hafa
blómlegt félagslíf. Það er alla-
vega mín skoðun. Og það fólk
sem er á mínum lista er það fólk
sem ég treysti best til þess að
hrista slenið og rykið af félags-
lífinu og hefja kyndil þess upp
og láta hann skína sem skærast
og lengst.
— Og að lokum. Hvernig
leggjast kosningarnar í þig?
— Ég vona að þessar kosning-
ar verði málefnalegar. Lausar
við allan persónuskæting og ann
an ósóma, sem því miður brydd-
ar alltof oft á í kosningum sem
þessum. Ég treysti á dómgreind
hins almenna nemanda skólans
og vona að það sem ég hef sagt
í þessu spjalli okkar hafi verið
listanum og sjálfum mér til góðs
og upplýst nemendur að nokkru
um skoðanir mínar og vilja. Að
endingu bið ég alla vel að lifa
og óska nemendum og skólanum
al hins besta í þessum kosning-
um. * G. R. H.
Haraldur Ingi
♦
Haraldsson
Að síðustu tókum við viðtal
við Harald Inga Haraldsson,
sjálfkjörinn formann Hugins,
næsta kjörtímabil.
— Ert þú ánœgður með að
vera sjálfkjörinn í embœtti for-
manns Hugins?
— Nei, en þarsem félagslíf í
skólanum hefur ekki verið með
besta móti fær fólk ekki á-
huga á þeim embættum, sem í
boði eru. Mér finnst miður að
ég skuli vera sjálfkjörinn í for-
mannsembættið, því allt um-
stang í kringum kosningar er á-
kaflega vel til þess fallið, að
vekja fólk upp til umhugsunar
um félagsmál.
— Gœti þetta ekki verið
traustsyfirlýsing þar sem er boð-
ið fram á móti flest öllum öðr-
um ?
— Jú, ef til vill, en það væri
þá betra að fá þá traustsyfirlýs-
ingu í því formi að maður sigr-
aði kosningarnar.
— Telur þú að til greina gœti
komið, að gera þá breytingu á
lögum, að enginn yrði sjálfkjör- f
inn, þó að hann sé einn í fram-
boði, heldur yrði að kjósa um,
hvort menn vildu hann eða
ekki?
— I fljótu bragði sé ég ekkert
sem mælir á móti þessari tillögu,
en þar sem ég heyri þetta nú í
fyrsta sinn, get ég ekki gefið
neitt „konkret* svar.
— Hvað er þér nú efst í huga,
þegar þú átt nú í vœndum að
taka við stimplinum og lyklin-
um og þeirri valdastöðu, sem
þeim fylgir?
— Núverandi stjórn hefur nú
ekki staðið sig nógu vel. Mér
finnst, að formaður skólafélags-
ins og skólafélagsstjórnin geti
gegnt dálítið veigamiklu hlut-
verki innan skólans í því sam-
bandi að virka sem hvati, ekki
svipa, á félagslíf innan skólans.
Þetta er það, sem ég ætla mér
að reyna að gera.
— Þú telur sem sé að stjórn
skólafélagsins geti komið félags-
málunum á skrið, þessi félags-
legi doði í skólanum komi innan
frá?
— Auðvitað er þessi félags-
legi doði þjóðfélagslegt fyrir-
bæri, hanu er ekki bundinn neitt
sérstaklega við Menntaskólann
á Akureyri.
— Hvernig þá? Fylgir hann
einliverri ákveðinni félagslegri
þróun?
— Ég hef gengið í gegnum
ýmis þrep hér í skólanum. Þegar
ég var hér fyrst í 3ja bekk, var
hér mikið félagslíf og mikil á-
tök milli vinstri og hægri fylk-
nga. Svo dettur þetta niður, því
að vinstri mennirnir fóru að
leita að sterkari afstöðu til pólí-
tíkurinnar og leita út fyrir skól-
ann að verkefnum. Nú, nýtt fólk
kemur í skólann sem ekki hafði
kynnst félagslífi og heldur svo
kannski að félagslíf sé ekki til
nema sem goðsögn. *
— Attu við, að félagslegu upp
eldi unglinganna, sem þeir fá í
gagnfrœðaskólunum, sé ábóta-
vant?
— Alveg tvímælalaust. Það er
að vísu eitthvað misjafnt eftir
skólum. Ég kem úr gagnfræða-
skólanum hér á Akureyri og þar
er ekkert fyrir hendi, sem hægt
er að kalla félagslegt uppeldi og
engin félagsleg aðstaða. Félags-
málum, að svo miklu leyti, sem
þau eru til, er troðið inn á nem-
andnan. T. d. á málfundum voru
alltaf einn eða tveir kennarar
viðstaddir til að gæta þess, að
það sem færi fram, kæmi ekki
illa við þá á kennarastofunni.
— Þú minntist áðan á pólítík
í skólanum og þann vinstri arm,
sem hefði leitt félagslífið hér
áður og þau átök milli hœgri og
vinstri manna sem áttu sér stað.
Finnst þér það ekki skjóta nokk-
uð skökku við það sem áður var,
uð nú skulið þið, þú og Guð-
mundur Rúnar, tveir hörðustu
kommúnistarnir sem eru í fram-
boði, vera sjálfkjörnir, meðan
kosið er í flest önnur meiri hátt-
nr embœtti?
— Jú, það er rétt. Ég hef ein-
mitt tekið eftir þessu. Ekki held
ég þó, að þessu valdi, að fólk sé
almennt orðið vinstri sinnaðra,
en áður var. Líklega er ekki eins
sterk hægrj klíka hér í skólanum
eins og var. Þeir hægri sinnuðu
leggja ekki í það að bjóða fram
á móti okkur, bara af pólítískum
ástæðum.
— Telurðu þá, að það sé pólí-
tískt einkenni innan skólans, að
miðjumanna gœti meira en áið-
ur?
— Já, það má nú kannski
segja, að þeirra gæti meira, a.
m. k. meira heldur en hér fyrir
3 árum, þegar ég var í 3ja bekk.
— Nú ert þú í framboði á
sama lista og maður, sem eitt
sinn var talinn vera nasisti.
Hvað vilt þú segja um það?
— Hagsmunaráð hefur verið
ákaflega bitlaus stofnun undan-
farið og persónulega finnst mér
að Sigurður Sigfússon geti
breytt því til batnaðar. Hann er
einarður maður og hitt er svo
annað lika, hvort hann hefur
nokkurn tíma verið nasisti. Ég
tel hann einmitt til þessa miðju-
hóps, sem minnst var á áðan.
Ég tel ennfremur að pólítískur
skoðanamismunur okkar skipti
ekki meginmáli, aðalatriðið er
að breyta þessu „passíva“ á-
stand. Sigurður er til alls lík-
legur í því sambandi.
Það kemur oft fyrir, að þegar
einhver nemi í skólanum er ó-
rétti beittur, að aðeins lítill hóp-
ur veit af því. Þetta þarf að koma
í veg fyrir og mér finnst að
þeir menn sem starfa í Hags-
munaráði og skólastjórn fyrir
nemendur ættu að vera upplýs-
ingaskyldir. Það tryggir miklu
raunhæfari baráttu gegn þeim
öflum, sem við er að etja, en
merkir ekki endilega að nemend-
ur eigi að standa í sífelldu stríði
við yfirvöld, það þarf fyrst og
fremst að fylgja málunum betur
eftir.
— Hver telur þú helstu hags-
munamál nemenda í dag?
— Þau eru auðvitað ótal
mörg. Mér finnst t. d., að nem-
endur ættu að fá meiri og virk-
ari völd við stjórnun skólans.
frh. á bls. 5
4 - MUNINN