Muninn - 01.02.1975, Side 6
MUNINN
4. Ibl. 47. árg.
Ritstjórn: Ingólfur Á. Jóhannesson (ritstjóri og ábyrgðar-
maður), Gísli Ingvarsson og Guðmundur Rúnar Heiðars-
son. Útgef.: Skólafél. Huginn. Prentun: Prentsm. Bj. Jónss.
FRÁ SKÁKFÉLAGI M.A.
ÆVINTVRI
„Einu sinni voru kónsur oa
Miðvikudaginn 5. 2. 1975 var
aðalfundur S. M. A. haldinn.
Málefni fundarins voru eftirfar-
andi: 1. Inntaka félaga. 2. Lög
félagsins. 3. Kosning stjórnar og
ýmis mál. I stjórn félagsins voru
kosnir: Gunnar Þórisson 5.-F
íormaður, Einar Birgir Stein-
þórsson 4.-Þ ritari og Egill Jóns
son 4.-Þ gjaldkeri.
Talá félagsmanna er nú á bil-
inu 30—40 og hefur fjöldi fé-
laga sjaldan verið jafnmikill. Á-
haldakostur félagsins var vægast
sagt mjög bágborinn og reynd-
ist nauðsynlegt að fá töfl og
klukkur að láni hjá Skákfélagi
Akureyrar en nú hefur félagið
fengið slyrk frá Skólafélaginu
til kaupa á skákklukkum og töfl
um. Mjög mikil gróska er nú í
skáklífi M. A. og er t. d. húið
að halda tvö taflmót með stuttu
millibili.
Fyrra mótið (hraðmót) var
haldið 28. 1. og urðu úrslit sem
hér segir:
1. Gunnar Þórisson, 5.-F. 12 v.
2. Egill Jónsson, 4.-Þ. 11 v.
3. Marinó Kristinss. 6.-T. 9V2 v.
4. Ásgeir Stefánsson, 3.-B, 9 v.
5. Árni Jósteinsson, 3.F, 8V2 v.
(Keppendur voru 14).
Seinna mótið var hinsvegar
haldið 12. 2. (umhugsunart. 15
mín.). Teflt var í tveim riðlum
og urðu úrslit eftirfarandi.
A-riðill:
1. Marinó Kristinsson, 6.-T,
6V2 vinningur.
2. Jóhannes Sigurj ónsson,
5.-X, 5 vinningar.
3.—4. Jóhannes Jóhannesson,
5.-F, 4X vinningur.
3.—4. Einar Birgir Steinþórs-
son, 4.-Þ., 4)4 vinningur.
B-riðill:
1. Ottar Ármannsson, 3.-D, 6)4
vinningur.
2. Egill Jónsson, 4.-Þ, 6 vinning-
ar.
3. Sigurður Örn Leósson, 4.-B,
4)4 vinningur.
4. Hartmann Ásgrímsson, 5.-U,
3% vinningur.
(Keppendur voru 8 í hvorum
riðli).
Þessir 8 efslu munu síðan
tefla lil úrslita.
Áform Skákfélagsins eru ým-
isleg t. d. verða skákæfingar
einu sinni í viku, fjöltefli verð-
tefli haldið, skólamót hefst í
byrjun 3. annar og í undirbún-
ingi er keppni við „geysisterkt“
kennaralið. — Stjórn S. M. A.
Ong-
11IB
iim-
ans
Öngull tímans
lokkandi egndur
í styrkum streng
frá þumli Alföður.
Skálverk straumsins
seiðandi niðar
sofandi djúpið
jmgult vefur
dökkar voðir.
En aflahár Alfaðir
brosir í kampinn
og gerir að.
/•
drottning í ríki sínu. Þau hétu
Jónas og Anna. Þau áttu tvo
krakka, sem hétu Helga og Stein-
ar. Þau áttu líka fósturbarn, sem
hét Guðrún. Hún var mjög út-
undan. Þessi kóngsf j ölskylda
hugsaði mest um að græða pen-
inga og beitti öllum brögðum
til þess. Fyrir vikið var fjöl-
skyldan ekki vinsæl meðal ná-
granna sinna. Þegnar kóngs-
hjónanna voru um 100 talsins.
Stundum þegar mikið lá við,
skipuðu þau þegnum að koma
og vinna við að græða peninga.
I fyrsta skiptið, sem fjölskyldan
beitti sínum hellihrögðum með
árangri, urðu talsvert margir
fyrir harðinu á henni. Hún efndi
lil samkomu fyrir þegna sína og
hafði á borðum veitingar: þurrt
hrauð, svo að þegnarnir neydd-
ust til að kaupa sér vökvun, svo
að brauðið stæði ekki í hálsin-
um. Anna drottning og Helga
prinsessa sáu um að pranga
drykknum og högnuðust þær vel
á því. Ekki tókst Jónasi kóngi þó
síður upp við að stjórna þeirri
stórhætlulegu fj árplógsstarfsemi
sem bingó nefnist. Enda grædd-
ist konungsfj ölskyldunni mikið
fé á bingóinu.
Eftir þennan atburð vöruðust
allir þessa fjölskyldu um nokk-
urt skeið, en jafnskjótt og tók að
fyrnast yfir atburðinn, fundu
skötuhj úin og krakkagrisling-
arnir upp á nýrri aðferð til að
þéna. Sú aðferð var miklu við-
sjárverðari og hættulegri en hin
fyrri, og er þá nokkuð sagt.
Uhdirbúningur liófst snemma
dags. Prinsessa hófst handa við
að safna pottum um gervallt
kóngsríkið, setti bygg í alla
pottana og sauð þangað til
byggið sprakk, fyllti pottana afL-
ur af byggi og sauð þangað til
byggið sprakk. Þetta gerði hún
aflur og aftur, fram undir kvöld.
Við útsprungna bygginu, sem
þá hét popp, tók drottningin,
sem komin var í nornalíki, bland
aði salti saman við og pískaði
tvo þegna §ína við að troða
poppinu í poka. Á meðan þutu
feðgarnir um allt; prinsinn fór
og keypti mikið magn af drykkj-
arföngum, en kóngsi hóf aug-
lýsingaherferð. Slagorðin voru:
F ramsóknarvist — Stórglœsileg-
ir vinningar — Okeypis popp að
vild — Aðgangur AÐEINS
hundrað kall —- komið og notið
þetta einstæða tækifæri! Furðu-
margir létu blekkjast af þessum
svívirðilega lygaáróðri konungs-
fjölskyldunnar og komu á til-
setturn tíma á samkomustað.
Aumingja gestirnir gáðu ekki
að sér og rifu poppið í sig af
mikilli græðgi. En afleiðingarn-
ar af salti Önnu drottningar
sögðu fljótt til sín. Geypilegur
þorsti greip þá, og þeim var
nauðugur einn kostur að kaupa
sér fljótandi við þorstanum. En
drykk var hvergi að fá nema á
okurverði í sjoppu kóngs og
drottningar. Seldust birgðir upp
á skömömum tíma og gróðinn
var mikill. SaZí-bragðið hafði
verið gott. ö
En konungsfjölskyldan hafði
fleiri járn í eldinum. Hún hafði
undirbúið yfirgripsmikið spila-
Hví starir ekki
alþýðan
í gaupnir sér
og grætur
guggnuð
í baráttunni hörðu?
Því alþýðan til lengdar
hlut sinn
ekki lætur
og enn þá ber hún
grellistök
að sósíalískri vörðu.
Þó til séu þeir menn
sem vilja
þessa vörðu
verkalýðs
og námsmanna
jafnaða við jörðu,
svindl. Ætlunin var að vinna öll
verðlaunin, bæði fyrir flesta og
fæsta vinninga. En nú brást
þeirn öllum bogalistin, nema
drottningunni. Hún reyndist öll,
þar sem hún var séð og fékk
langflesta vinninga og jafnframt
aðalverðlaunin.
Það er ósk mín og ætlan með
þessari stuttu frásögn af þeim
kóngshjónum Jónasi og Önnu,
prinsessunni Helgu og prinsin-
um Steinari, að bæði þegnar
þeirra og aðrir, sjái þeirra
rétta innræti og eigi auðveldara
með að varast þau í framtíð-
inni.“
Þetta stutta œvintýri, sem er til-
einkað belckjarráði 4ða bekkjar,
vorið 1973, var gert aðjaranótt
11. maí 1973 að lokinni jra.m-
sólcnarvist, sem Iði bekkur stóð
að.
F. h. liöjundar
Ingóljur A. Jóhannesson.
þá látum ekki
hugfallast minn
hjartans bróðir,
því hugsjón sinni
alþýðan
er sönnust móðir.
Bindum hiklaust vonir
við nýj an
betri heim;
bakhjarl vor
er lífsins þrá
og gleði.
Bakhjarl vor
er krafturinn
í allþýðunnar geði
og sjálf
erum við bakhjarl
með okkur sjálf
að veði. — g
„Okkar tími okkar líf
það er okkar fegurð“
ATHUOASEMD -
Vegna bréfs, sem „HEXÍAZ“
sendi mér, langar mig til að gera
nokkrar athugasemdir. „HEXÍ-
AZ“ segist ekki geta skilið af-
stöðu mína, um það að ég vilji
fá að vita nafn hans (hennar),
á annan veg en ef einhver færi að
klaga undan vísunni. Það er rétt
skilið hjá honum (henni), að ég
her ábyrgð á öllu nafnlausu efni
í blaðinu. Ég ber eftir sem áður
E
ábyrgð á því efni, sem birt er
nafnlaust, þótt ég viti, liver höf-
undurinn er. Væri ég hins vegar
sóttur til saka fyrir það efni, get
ég þó haft samband við höfund-
inn. Hitt er svo annað mál að
undan vísum „HEXIAZ“ ætti
engum að sárna. Ég skil svo sem
ágætlega afstöðu „HEXÍAZ“,
varðandi feimni hans (hennar)
gagnvart viðtökununi við vísun-
um og virði jafnframt þá já-
kvæðu viðleitni hans (hennar)
að láta í sér heyra. Það er auð-
vitað gaman líka, „HEXÍAZ“,
að geta fylgst óáreitt(ur) með
viðbrögðum fólks við kveðskapn
um. Ég býst við því, að þú njótir
þess ög eigir eftir að glotta ó-
geðsleg yafir því. Ég vil að lok-
um enn ítreka það, að nafn sé
látið fylgja öllu efni, sem sent
er til birtingar. Hins vegar verð-
ur efnið að sjálfsögðu birt undir
dulnefni, sé þess óskað.
Ritstj.
Gólfmotlan
(með kveðjiu til IJIfars)
Kennarinn hrópaði yfir bekkinn:
„Þurrkið af fótunum."
Hann slapp með skrekkinn,
því við vorum á sokkunum.
HEXÍAZ.