Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1989, Blaðsíða 7

Muninn - 14.12.1989, Blaðsíða 7
lítt hriflnn af þessari nýju skepnu í fyrstu, enda var hún ákaílega sérlund- uð, en eftir að hafa komist að raun um að þessi afkvæmagerð var í alla staði hin þægilegasta í framkvæmd, tók að birta yflr honum. Framan af gat hann þó ekki séð að konan gagnaðist honum á neinn annan hátt en til að ala honum syni. En viti menn, þá datt honum í hug það sem almættið hafði aldrei órað fyrir, það mátti nefhilega nýta konuna til ýmislegs annars brúks, ótrúlegt en satt. En það kom sem sagt á daginn að konan var tilvalin til þess að þvo sokkana hans, elda fyrir hann það sem hann veiddi í matinn, taka til híbýlum hans o.s.frv. Spakmælið góða: "Sá á þarfan hlut sem á þrifna konu" varð því snemma vinsælt. Og fyrst konar var orðin svona mikið þarfaþing gat maðurinn ekki annað en tekið hið veikbyggða afbrigði að sér, undir sinn vemdarvæng, og tók að sér að leiðbeina því í gegnum ald- frnar. Maðurinn rétti sem sagt konunni sína sterkbyggðu hjálparhönd og hóf að leiða hana í gegnum mann- kynssöguna. Og jafnan hefur hann verið svo almennilegur að leyfa henni að fylgjast með þegar hann hefur markað sín djúpu og glæsilegu spor í rás aldanna. Og ekki hefur konan þurft að kvarta á þessari frægðarför. Á meðan á henni hefur staðið hefur hún nefnilega fengið að fylgjast með Rómaveldi rísa. Hún fékk að sjá eld brenna úr augum Alexanders mikla á herleiðangrí hans. Hallveig horfði á þegar Ingólfur farm öndvegissúlumar. Þá urðu konur heimsins vitni að því þegar Neil Armstrong valhoppaði fyrst- ur manna á tungflnu. Já, þá kom sjónvarpið að góðum notum en það fann John Logie Baird upp til þess að konan hefði eitthvað að gera þegar maðurinn þurfti t.d. að bregða sér til tunglsins og mátti ekki vera að því að líta eftir henni. Og það værí synd að segja að kona hafl ekki lært eitthvað á þessari löngu og viðburðaríku ferð... Jú, mikil ósköp. Hún hefur meira að segja komist til svo mikils andlegs þroska og numið svo mikið af bónda sínum að nú í dag hefur henni næst- um því tekist að skáka hestinum sem þarfasta þjóni mannsins. Eitt er það þó sem manninum þykir verra en annað í fari konunnar. Það er hvað hún verður hrútleiðinleg þegar hún eldist. Nöldrið og vanþakklætið eykst til muna og umgengni við hana verður oft á tíðum hin ómögulegasta. í þessu vandamáli fann þó Sukamo heitinn, fyrrum forseti Indónesíu, lausn fyrir nokkrum áratugum síðan. En hann sagði: "Það er eins með konumar og gúmmítrén, það verður að höggva hvort tveggja um fertugt." "Hverflyndi, þitt nafii er kona" þannig hljóma ein alfleygustu orð sem Hamlet Shakespearesson lét um varir sínar fara... Og því hefur Rafn Kjartansson hvíslað í mín sjaldséðu eym, að ekki hafl runnið út úr þeim kappanum rangmælin. Þessu gerði frummaðurinn sér grein fyrir og enn hefur þessi hlið konunnar ekki breyst og ástæðulaust að ætla að hún eigi eftir að gera það héðan af. Kona er nefnilega í eðli sínu veikgeðja, auðsærð og óstöðug í öllu sínu hátt- emi. Við karlmennimir verðum því að gæta hennar af heilum hug, því að aldrei má líta af þessarí litlu, brot- hættu og ósjálfbjarga vem ... annars gæti hún farið sér að voða. Þetta hefur maðurinn lika gert af sinni alkunnu snilld, allt frá því að storkurinn andaðist (blessuð sé minning hans). Það er því engin ástæða til að ætla að hann gerí það ekki jafnvel áfram. Þið ósjálfbjarga konur getið því andað léttar, því við karlmennimir munum ekki bregðast ykkur frekar en fyrri daginn og munum því ótrauðir leiða ykkur áfram um ókannaðar slóðir mannkynssögunnar. Orri Páll Ormarsson MUNINN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.