Heimilisblaðið - 01.08.1926, Page 2
82
II EIMILI S BL A ÐIÐ
vert starf á hendi, því að það hefir hvort-
tveggja verið frá honmn tekið, sakir van-
raíkslu hans. En samt hefir liann |)6 að minsta
kosti eftir hæfiléikann til að greina hið sanna
frá hinu' ósanna. Pessi hæfileiki skal jafnvel
verða frá honum tekinn, af því að'hannnot-
ar hann ekki. Að því búnu verður samvizka
hans tilfinningarlaus ’og dauð, IJá »hefir« liann
ekkert frarnar.
Til eru Jieir menn, sem eru svo andlega
dauðir, að þegar þeir geta ekki fundið upp-
tðk lífsins á jörðinni með sínum næmu vís-
indalegu tækjum, pá gera þeir sér í hugar-
lund, að fræ lífsins séu komin frá himinfölln-
um steinum, og með þeim hætti hafi lífið
kviknað á jörðunni! En livað þetta er fjarri
öllum sanni!
Ef líflausa efnið í þessum heimi getur ekki
framleitt lífið, hvernig ættu þá loftsteinarnir,
sem eru sama efnis og jórðin, að geta frain-
leitt líf!
Og sé efnið í loftsteinunuir annars efnis
en jörðin, hvernig ætti þá frjó loftsteinanna
að geta tingast hér á jörðu, þar sem lífsskil-
yrðin eru öll önnur.
Nei, hið sanria er, að þar sein Guð er, þar
er líka líf'. Lifandi verur hafa fundist jafnt í
frosnu sem heitu vatni, og ineira að segja í
heitum lindum. Petta kemur af því, að Guð
er alstaðar með sínum skapandi krafti. Hann
getur skapað líf, hvernig sem á stendur.
Sannleikurinn eða rannveruleikinn þekkist
af ávöxtum sínum. Sá, sem breytir samkvæmt
sannleikanum, nýtur þegar þeirrar blessunar,
sem af jiví leiðir og seinna ávaxtast sú breytni
enn meira við það, að liún verður að venju
hjá oss. Pað er eklcert nema hinn sanni raun-
veruleiki, sem fyllilega getur nægt þörf og
þrá sálar vorrar.
Hversu djúpt, sem einhver er fallinn í synd,
og liversu mikill ræfill sem hann verður við
[)að, þá mun lninn þó ávalt meta sannleik-
ann að vissu leyti, Lygarinn lýgur t. d. að
sönnu sjálfur, en ekki er honum um að aðrir
ljúgi. Enginn er svo ranglátur, að liann reið-
ist ekki öðrum, ef þeir eru ranglátir.
Petta sýnir, að í eðli þessara manna er
sanuleiksþrá, þó hún sé þeiin óvitandi; inst
inni metur hann sannleika og réttlæti, af því
að það er sannleikurinn, sem hefir gert hann
svo úr garði, að liann skyldi þekkja blessun
hans, ef- liann vill lifa í sannleikanum og fyrir
hann. —
Breyti hann gegn sannleikanum, þá kemur
það hart niður á honum sjálfum, því að það
stríðir bæði gegn eðli hans sjálfs og instu
veru þess sannleika, sein hefir skapað liann.
Sannleikurinn er margvíslegur. Sérliver
inaður sýnir hann í sérstakri mynd, eftir því
sem Guð gefur lionum hæfileika tik
Einn hefir sérstaklega auga á ávöxtum trés-
ins, annar á liinum fögru blómum trésins.
Iiver og einn metur og bendir á þá kosti
trésins, sem lionum verða hugleiknastir.
Svona er því varið um spekinginn, vísinda-
manninn, skáldið, listamanninn og dultrúar-
manninn. Peir lýsa hver um sig og ákvarða
eftir hæfileikum sinuni og eðli einmitt þoirri
grein sanuleikans, sem mest hefir fengið á
liugi þeirra. Pað er hverjum einstökum manni
ómögulegt, að fá algerða mynd af sanuleik-
anum eða lýsa öllum greinum lians.
Vér verðum að virða hlutina fyrir oss frá
ýmsum hliöum, til að ná trúrri mynd af þeim.
Annars kemur ýmislegur misskilningur og
gallar. í ljós. Ef vér t. d. lokum öðru auganu
og höldum beinum staf út frá hinu, þá er
engin leið að fá rétta hugmynd um, livað
stafurinn er langur. Til þess að geta skynjað,
hve langúr hann er, verðum vér að geta séð
hann frá flciri hliðum en einni.
Sá, sem leitar sannleikans af öllum huga
og allri sálu, og finnur liann, kemst að raun
um, að sannleikurinn varð fyrri til að leita
lians til þess að koma honum í hið sæla sam-
félag við sig.
Pví er eins háttað með þetta, og með barn,
sem vilst hefir, leitaiidi að móður sinni. Peg-
ar það er aftur sezt í skaut hennar, þá kemst
það að raun um, að það var hún, sem leit-
aði það uppi af innilegum móðurkærleika að
fyrra bragði, jafnvel fyr en það sjálft fór að
liugsa til hennar.
-------------