Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1926, Side 8

Heimilisblaðið - 01.08.1926, Side 8
88 HEIMILISBLAÐIÐ í sjálfum sér, öðruvísi en hinir heilögu spámenn, sem gafst krafturinn frá Guði við hvert einstakt tækifæri, en ekki pess á milli. Sjálfir höfðu þeir ekkert vald, hvorki yfir lífi né lækningú. Hann talaði og það varð. Hann hafði máttinn í sjálfum sér, því að hann var hinn eilífi, eingetni sonur hins almáttuga Guðs og hann beitti honum að sínum og föðursins vilja, eins og þegar hann sagði við hinn líkþráa: Vertu heill! við hinn mállausa og hevrnarlausa, að hann skyldi tala, við hina höltu og lama, að þeir skyldu standa upp og ganga og við hinn dána Lazarus, að hann skyldi koma út úr gröfinni. Hann sagði: Pegi þú, vindur, og brotna þú, bára! og þá varð blíðalogn. En meira öllu þessu var það, að hann dró að sér hjörtu synd- aranna, og margur sá, sem lifað hafoi opinberu synda- lífi öðlaðist kraft til a,ð snúa við og lifa nýju lífi, Drotni sínum og frelsara til dýrðar og öðruin mönn- um til gagns og gleði. Og margir af hinum fyrirlitnu vinum hans hafa síðan innsiglað trú sína með blóði sínu, létu lífið hans vegna, af því að hann dó fyrir þá að fyrra bragð:i«. María staðnæmdist nú og titraði af geðshræringu, og þó að Naómí skildi ekki orð hennar, þá brann hún af löngun til að fá ineira að heyra. Hún bað því gömlu konuna að setjast niður á grasbekk við veg- inn; til þess að hún gæti sagt henni meira, þangað til Debóra kæmi til baka og þær yrðu að skilja. Nú var orðið skamt til Betaníu, svo að María gat gengið það, sein eftir var ein og óstudd, þegar henni væri orðið rórra innanbrjósts og búin að hvíla sig eftir gönguna. María vildi nú samt heldur fá Naómí til að ganga með sér spölkorn lengra, unz þær kæmu að gröf Lazarusar. Par var hún vön að dvelja og minn- ast upprisu hans, og þar ætlaði hún að segja vinkonu sinni rækilega frá þessum viðburði. Pær liéldu svo áfram veginn og slúttu nú klettar fram yfir hann og í þeim klettum voru margir djúpir hellar. María nam staðar við stærsta og dýpsta hell- inn, og bauð Naómí að ganga upp nokkur þrep, sem lágu upp að palli fyrir framan gröfina, þar sem La- zarus hafði einu sinni verið lagður. Parna settust þær á stein og María hóf sögu sína og Naómí hlýddi á með mikilli athygli, er María sagði frá þessum at- burðum, sem henni voru í svo fersku minni. — »Kæra, unga vina mín! Pig mun ekki furða á, þó að eg tali með miklum hjartans hlýleika um hinn blessaða Jesú, þegar eg er búin að segja þér frá náð sjómenn kalla, og lýkur læknirinn þar á hann lofsorði. Kristilega ungmennafélagið norska á sér sérstakan skóla, þar sem fram- kvæmdarstjórarnir fá kenslu í margs- konar fræðum: Biblíufræði, trúfræði, trúarbragðasögu og kirkjusögu, þjóð- félagsfræði, norsku, bókmentasögu, æfingu í að tala og nota raddfærin, og kenslu í söng, bókfærslu og leik- fimi og í ensku (handa byrjendum). Heimili safnaðarsystra í Noregi út- skrifaði 25 systur og tók inn 27 (ár- ið 1925). Alls eru 384 meðlimir í fé- lagi lútherskra safnaðarsystra. Biblíudagur var haldinn 16. maí í vor í Kristalshöllinni í Lundúnum til að ræða um útbreiðslu og almennan lestur biblíunnar. Samkoina þessi var kölluð »hinn þjóðlegi biblíudagur« og verður haldinn aftur 15. maí næst- komandi. Fundurinn var fjölsóttur og vakti mikinn áhuga. Það er höfuðatriðið í öllu kristilegu starfi, að biblían sé lesin með skilningi. Kemur þá upp margt gamalt, og verður nýtt af sann- indum biblíunnar. Pað hefir sýnt sig, að »biblíuvikur« hafa verið gott ráð til að vekja áhuga í biblíulestri. Vakningin í Rússlandi eykst óð- fluga. Um 8 miljónir manna hafa anú- ist til lifandi trúar. Margir rússnesku vakningaprédik- ararnir voru áður herfangar hjá Pjóð- verjum og í fangabúðunum voru haldnir biblíulestrar, sem sænskir, norskir og þýzkir menn stofnuðu til í þeim tilgangi, að eitthvað af föng- unum útbreiddu síðar fagnaðarerindið í Rússlandi. Heilar borgir með 2—4000 íbúum, liafa snúist til trúar.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.