Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 14
12 HEIMILISBLAÐIÐ ■ ÖRLÖG RÁÐA Skáldsaga eftir H. ST. .1. COOPEH. ■ I. Fimm á báti. Báturinn var svo geróur, aó hann rr.átti brjóta saman. Þegar honum var hleypt í sjó af gufuskipinu Albertha, þá voru 15 manns á honum. Hann barst fyrir straumi í þrjá daga í stillilogni á hafi úti í brennandi sólarhita, og á fjóréa degi voru ekki nema fimm eftir af báts- höfninni. I skutnum lá ung stúlka undir óbrotnu sóltjaldi. Hún var orðin svo magn- laus, aó hún gat bvorki hreyft legg né lió. Þegar kom fram á fjóróa daginn, kvald- ist hún af þorsta; þaó var eins og hún brynni af eyóandi eldi. Tungan og górn- urinn voru eins og þurt bókfell. Hún lá og augun voru stór og star-andi. Hún gat varla gert sér grein fyrir þvi, sem hún sá. Þeir höfóu verið fimtán, en voru nú ekki nema fimm. Og hún var ein af þeim og eini kvenmaóurinn í förinni. Hún var þó enn á lífi, hún hafói reynzt fræknari en þeir tíu karlmenn sem horfn- ir voru, þótt hún væri ung aó aldri, og hefði alist upp við munaó og aldrei verió látin drepa hendi í kalt vatn, svo lengi sem hún mundi til. »Giles!« ætlaði hún aó kalla, en hún fékk engu hljóói upp komió, því aó varir henn- ar voru sprungnar. Hún reyndi aftur, en þaó fór á sömu leió, og lagóist hún fyrir aftur og bærði ekki á sér.. Sólin var aó ganga undir. Hún sat vió hafsbrúnina eins og blóörauó kúla og brá rauógulum geislabjarma á þá fjóra, sem uppi stóóu í bátnum. Einn þeirra lá m.eó hönd undir hnakka sér og þaó var hrylli- legt aó sjá framan í hann. Annar sac vió hlió honum og hallaói sér aó þóftunni og hafói höku á bringu nióri. Það var hann, sem unga stúlkan var aó reyna að kalla á. Þaö var Giles. I framstafni sátu tveir hlió vió hlió. Handjárn voru á öórum þeirra. — Það var hann, sem unga stúlkan einblíndi á. Meó sjálfri sér fann hún, aó hún kenndi í brjósti um hann. En hún reyndi aó heróa sig upp, því aö hann átti enga meðaui d<- un skilió. Hún mundi vel eftir þeim degi, er hann var fluttur út í Albertha, og maó- urinn, sem hjá honum sat, átti aó gæta hans. Þá varó uppnám hió mesta meóal farþeganna, þeir teyg'óu upp hálsana, og kvenfólkió hrökk undan meó tryllingi og hver spurningin rak aðra hringinn í kring. Maóurinn var sem skjótast fluttur burtu og settur í káetu þá, er honum var ætkO og þeim, er skyldi gæta hans. Þeir höfði.: enga hugmynd um. hver hann væri, en þaö kvisaójst bráólega. Nafn hans hafði verió á hvers manns vörum sióústu vik- urnar. Þaó hafói staðið meó feitu letri í öllum dagblöóunum. Ralph Belmont hét hann. Ilann var moróingi; hafói myrt garn- almenni með djöfullega grimdarlegum hætti; hafói sá gamli maóur gengið hon- um í föóur staó' og auðsýnt honum hvers- konar velgerðir, frá því er hann var barn aó aldri. Þetta níóingsverk vann hann meó köldu blóói og var ógeóslegt aó lesa frásögnina af því. Ralph flýói og enginn hafói séó hann frá því kvöldi er moróió var framió. Iiann var algerlega. horfinn. En síóar barst sú fregn, aó hann hefói verió handtekinn í Suður- Ameríku. Einhver fundvísasti lögreglu- maóurninn hafói verió sendur af staó eft- ir honum. Og árangurinn varð sá, aó á sólgyltu kvöldi kom vélarbátur skellandi út úr lítilli hafnarborg meó leitarmanninn

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.