Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.01.1931, Blaðsíða 22
20 HEIMILISBL AÐIÐ arnabólkur. Bezti kennarinn. Einhver mætur kennimaóur og barna- vinur hefir sagt: »Lej'f þú mér að kenna litla barninu þí.nu, þangaó til það er sjö ára, og það, sem þú kennir því eftir það, mun aldrei valda varanlegri breytingu á stefnu þess í lífinu«. Kæra barn! Hver er bezti kennarinn þinn fyrstu sjö árin af æfi þinni? Ef þú veizt það ekki, þá skal eg segja þér það. Pað er hún mamma þín — ást> rík og guðelskandi móðir. Hún elskar þig mest, Drottins vegna, og á því hægast rneð að skilja þig og fræða þig. Heilagt orð segir: Varóveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru upp- sprettur lífsins. Pað er tilgangur fræðslunnar á þess- urn árum, að kenna barninu að varó- veita hjarta sitt. Þá fræðslu getur eng- inn veitt eins vel og guðrækin móðir. Á þeirri fræðslu ríður meira en nokkurri annari fræðslu. Pessari fræðslu er góóri móður af Guði ætlaó að veita barninu sínu. Peirri skyldu má hún ekki varpa á aðra að nauósynja- lausu. Hún gæti það heldur ekki, af því aó hún elskar. Góð er sú móðir, sem getur svarað þess- ari spurningu á réttan hátt: »Með hverju getur hinn ungi haldió vegi sínum hrein- um?« Hún svarar: »Með því að halda sér við orð Drottins«. Geti móðirin ekki einhverra hluta vegna gegnt þessari sjálfsögðu fræðsluskyldu sinni, þá velur hún barni sínu þann kenn- ara, scm elskar það Drottins vegna, því aó hann skilur barnið bezt og barnió á hægast með að skilja hann. Kærleikurinn til Drottins er eini áreið anlegi leiðarvísirinn í þessu fræðslustarfi. Jesús elskar börnin og þráir heitar en nokkur móóir, að þau gangi veginn, sem hann vísar þeim á í orði sínu. Hann er vegurinn. Margur kennarinn vill sjá mikinn á- rangur af starfi sínu meðal barnanna. en verður fyrir sárum vonbrigðum. Það kemur af því, að hann elskar ekki börnin Drottins vegna, og þess vegna rætast á honum þessi alvöruorð: »Ef Drottinn bygg- ir ekki húsið, þá erfiða smiðirnir til ó- nýtis«. Honum fer þá líkt og smádreng nokkrum, sem vildi eignast marga aura. Hann átti tíeyring og gróf hann nióur í mold, eins og annaó frækorn, og bjóst síóan við, að hann mundi bera margfald- an ávöxt með tímanum! Ilver og einn sker upp, eins og hann sáir. Kæra barn! Elskaðu móður þína, lærðu af henni að varðveita hjarta þitt. »Mér kenndi móðir mitt að geyma bjarta frítt, fótt heimur brygðist; þaðan er mér kominn kraftur vináttu, ástin ótrauða, sem mér aldrei deyr*. (B. G.) ENDAMÖRK VÍSINDANNA. Vísindin hafa tvenn endimörk, og þau endimörk snerta hvort annað. Fyrra endimarkið er hin hrein-eðlilega óvizka, sem vér erum fæddir meó. Hitt endimarkið er þaó, sem frábærir andans menn eru búnir aó ná, þegar þeir eru búnir aó rekja allt, sem mönnum er unnt. aó vita, og finna, að þeir vita ekkert til hlítar. Þá standa þeir jafnt að vizku og þegar þeir fæddust. En til er viturleg ófræói, sú er þekkir sig sjálfa. Þeir, sem þar á móti hafa sleppt hinu fyrra endimarki, en ekki náð hinu síðara, þykjast vera vitrir — það eru »vitmenn- irnir«. Blaise Pascal.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.