Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1912, Page 3

Heimilisblaðið - 01.05.1912, Page 3
HEIMILISBLAÐIÐ 35 sig líka vel. Vertu heimilisrækinn, þá mun þér einnig veita auftvelt að kynnast umhverf- inu á stæiTa svæði, því skemmri tíma má oft komast af með í langferð, heidur en fer í daglegum tímaspilli af hviklyndis óróa. Æska íslands! þú hefir gftfugt verk að vinna, en það er auðmunað: Efl þú heimilisfrið — heimilisgleði, bygðu það áform þitt á Guðstrú, þá mun andi sannleikans og kær- leikaus stjórna stefnu þinni og ávextir sið- gæðis, gleði og friðar þróast á lifsleið þinni, til yndis foreldrunum, heilla heimilunum, sveit og héraði til uppbyggingar, þjóðinni til bless- unar og — sjálfri þér til sannrar hagsældar á allan hátt, Heimili, sem geymir innan sinna vébanda: frið, gleði og siðgæðisþrótt, er ákjósanlegasti bletturinn á jörðunni, þar gróa lífstré þjóðanna, °S Þaðan berst vorblærinn þýði, sem að því skapi verður aflmeiri, sem um fleiri siðgædd gleði- og friðarheimili er að ræða. Og svo mörg geta þau orðið, ef æskan man sitt hlut- verk, að fyrir hinum sameinaða blæ þeirra verði hinn spilti aldarandi að lúta í lægra haldi. Æska íslands! Gleðilegt surnar! Sumar umhverfis í náttúrunni, sumar í hjörtum yðar, sumar inn á heimilið! Vektu bros und hvítum hærum, hjörtu þjökuð endurnærðu. Eins og vorið unað vekur, a^Veg sömu tölum nærðu, Ef þú lætur ljós þitt skína, líttu eftir hámarkinu. Undirstoðu auðnu þinnar áttu að leggja’ á heimilinu. Ritað á snmardagiun fyrsta 1912. 'a. y. Yorvísur. Nú er sói og sumar, syngur lóa’ í mó; gleðjast sprund og gumar, gleðiefni er nóg: Náttúran þá bregður blund, eftir vetrar væran dúr, vor er unaðs stund. Börnin lilæja’ og hoppa í hlaðvarpanum glöð. Folöld fjörug skoppa fram við hrossatröð. Lömb og kálfar leika sér út um hæðir, holt og laut. Himneskt vorið er! Blessuð foldin breiðir blómin móti sól, árlegt iðgjald greiðir af þeim höfuðstól, sem að bóndinn sáir til: Gefur honuin gull í mund Guð í sólar-yl. Pökk ber því að færa þeim, sem lífið ól og alt vill endurnæra elskunnar með sól. En hvaða þökk er honum kærst? Alt sem gleður aumingjann og eigingirni’ er fjærst. Guðmundur Guðmundsson, tr' $pa Éniœli. ",ikin“ mann’ 48“ían Gæfan er lik hnetti, stígi maður á hann, er hætt við hann detti. Ann raaðui' þrí, sem liann á Óskar sér þess, sem hann vantar. Elskan i auðgum hug býr, óskin í fátækri b&1. (Schiller)

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.