Heimilisblaðið - 01.05.1912, Qupperneq 4
36
HEIMILISBLAÐIÐ
Til hvers er grasafræðin?
(Eftir kennara Gu8m. Hjaltason).
III. Grasavinur verður að œtijarðarvini.
Sá sem er vel grasafróður, hlýtur smátt og
smátt að elska gróðrarríkið, fegurð þess og
tign, fjölbreytni þess og eining, og svo um
leið hverja plöntu út af fyrir sig. Einkum
plöntur þær, sem upplifga og uppljóma eyði-
merkur vorar. Margar þeirra eru einhverjar
fallegustu plöntur iandsins, t. d. hoitasóley og
lambagras.
Plöntuelskan vekur svo hjá honum ást til
ættjarðarinnar, sem elur þessa fegurð og
dýrð í sínum kalda jökulfaðmi. Plöntuelskan
kennir honum að þakka þeim, sem gaf oss
plönturíkið. Jurtavinurinn veit manna bezt;
að án þeirra væru mennirnir og dýrin ekkert.
Ekki þurfa grösin mannsins við.
í ótal aldir stóð ísland alklætt blómskrúði
■og skógardýrð, áður en nokkur lifandi maður
leit það. Við eigum vort líkamlega líf undir
náð jurtaríkisins. Vér lifum ætið eins og
þyrst og svöng börn á brjóstum þess. Það
íórnar sér ósjálfrátt fyrir oss, vér lifum á
fórnarblóði þess; það er vor jarðneski fóstur-
faðir og frelsari.
Virðum því og elskum jurtaríkið, förum vel
með það, veiturn því skjól og verjum það
tortímingu og ræktum auðnir vorar, svo
„Eden myndist á mel og hrauni, mýri og
sandi“. £Prh.].
r
0, þu ung'lingafjöld!
Bú sólgyðjan helga, kom heim til vor nú
og hitaðu alt sem er dofið,
og sendu’ okkur geisla’ yfir bygðir og bú,
á bæjunum nóg er nú sofið.
Já, vektu’ okkur sólgyðja, sendu’ okkur y],
þó seint sé, þá byrjum um miðaftansbil.
Svo tökum til starfa, vér ungmenni öll,
því okkar er veginn að ryðja,
þótt lagður hann veröi um firnindi’ og fjöll,
mun framganga’ og blessast vor iðja.
Og „aldrei að vikja“ — þó erfið sé braut,
— vort orðtak skal vera í sérhverri þraut.
í útlegð skal reka hvern óheillagest
sem innar í hugskoti leynist.
Oss sjálfa vér þurfum að bæta sem bezt,
til blessunar drjúgast það reynist;
og menningarbrautin þá gjörist oss greið,
og glögg verða merkin á framsóknar leið.
Spói.
Síðasti dansinn.
(Smásaga eftir Alvilrla Madse n).
Hershöfðingjafrúin sat vift gluggann í dag-
stofunni og starði unaðsfanginn á rósviðinn.
Hún hafði hirt um hann, og hlúð honum
eins vel og hún framast kunni. enda auðnast
sú gleði — á miðjum vetri — að sjá hann
blómstra. En, hún var aðeins ein krónan,
sem hafði opnað sig — en hún var yndis-
leg — og dökkrauðu rósablöðin hennar voru
svo mörg og stór, að leggurinn sem át.ti að
bera hana uppi — hampa henni móti ljós-
inu — bognaði undan þunganum.
Augu gömlu konunnar ijómuðu af ánægju
enda voru þær ekki margbrotnar ánægjustund-
irnai hershöfðingjafrúarinnar.
Árin höfðu komið — og farið og sorgin
beygt þessa viðkvæmu og blíðlyndu konu.
Hárið var silfurgrátt orðið — en þó augun
væru þreyt.uleg var viðmótið hlýlegt.
Bau áttu 3 börn, hershöfðingjahjónin —
tvo sonu og dóttur. Synirnir voru herfor-
ingjar, en óreiðumenn og skulduðu víða. Gat
faðir þeirra engu tauti komið á viö þá, og
tók því að lokum það ráð að senda þá eitt-