Heimilisblaðið - 01.05.1912, Page 5
HEIMILISBLAÐIÐ
37
hvað langt í brottu. Annar þeirra lenti til
K°ngó og dó þar að ári liðnu. En hinn fór
® Siam og þar var hann.
Hershöfðinginn þoldi ekki að nöfn sonanna
v*ru nefnd á heimilinu. Hann hafði án minstu
v®gðar rifið þá út úr hjarta sínu. Á heim-
Hinu, þar sem alt var agi — höfðu drengirnir
verið undirokaðir afjárnkaldri harðneskju íöð-
ufsins — og einmitt af þeim ástæðum — alist
UPP við vorkunnsemi móðurinnar, er altaf
reyndi að berja í vænginn þeirra vegna, og
fyrirgefa aít. — Og svo þegar þeir þroskuðust
^etur og staða þeirra myndaði nýjan kunnings-
skap við staðfestulausa unglinga, urðu þeir
hálftryltir og gáfu nautnunum lausan taum-
inn. __ panst að þeir vera eins og fuglar,
Sem hefðu verið lokaðir inn í búri, — en það
°pnast áður en nokkurn varði — og þá var
sjáifsagt að fljúga. — Það einasta, sem minti
hershöfðingjann á sonu sina, voru skuldir þeirra.
Og þrátt fyrir það, þó engin lagaákvæði heimt-
n^u að hann borgaði þær, voru þó hugmyndir
gatnla mannsins — um æruna og réttinn —
j’6Ss efnis, að hann gat ekki látið það vera.
6Ssvegna borgaði hann árlega meira og minna
1 sku,dum bræðranna, og hafði íengi geit. —
að fyrirgefa — það datt honum ekki í
^ug ekki nokkuru sinni að fyrirgefa slíkum
ættlerum> og þeir voru, synirnir hans.
Það var einhverju sinni skömrnu
®ftir brottför sonanna, að hershöfðingjafrúin
að manni sinum inn í dagstofunni, þar
sem hann var að taka myndir þeirra — son-
anna út úr römmunum. Hún gat aldrei
glevmt þessu — og tiún gat heldur aldrei
Seit sér Ijóst, eftir á, þegar hún var að hugsa
þetta — hvað hún hefði verið hugrökk.
. n hún rétti úr sér, og sagði með öllum þeim
^áfa er hún átti: „Þetta læt eg aldrei við
®angast! Eg heimta svo m i k i ð réttlæti mér
hauda, að eg megi eiga rayndirnar af börn-
Uuum minum — einasta huggunin sem eftir
er' Og hún þreif myndina af eista syni
Slnum úr höndum hershöfðingjans, kysti hana
lét hana aftur í rammann
Slík mótspyrna á hershöfðingjaheimilinu var
óþekt. Andlit hershöfðingjans skifti iitum í
sífellu og æðarnar á enninu þrútnuðu — svo
sneri hann snögglega við og fór.
— í*að var ekki hjá því komist að breyta
eitthvað um. Og svo var farið að spara —
en kvalræði var það, að leyna þvi út á við. ---
Agnes — svo hét dótt.irin — var komin
nokkuð til ára. En öllum þótti hún fögur —
eitthvað við hana, sem minti á Suðurlanda-
gyðjurnar — hárið tinnudökt, augun fjörleg
og tindrandi. Og í danssalnum var hún drotn-
ingin — jafnvel þó hún væri í sem allra fá-
breyttasta búningnum. Hún var svo tíguleg
— þurfti ekki fötin til þess að gera sig fagra
— enda sagði gömul greiíafrú um hana einu
sinni: „Hafi Agnes Barner borðalykkju um
hárið, fer hún henni sem kóróna væri!“
Skapferli hennar var sambland af stórlæti
föðursins og þolgæði móðurinnar. í hugsun-
um sínum var hún talsvert heimtufrek. Von-
aði til mikils af lifinu. Og fengi hún þær
ekki uppfyltar — vonirnar sínar björtu —
óskaði hún alls einkis — vildi helst fela sig
í einhverjum krók eða kyma, þar sem liún
gleymdist heiminum.
Árið sem leið hafði þó breytt þessum hugs-
unum að nokkuru. Höeg, stóreignamaður,
hafði verið daglegur gestur hjá hershöfðingjan-
um, og sýnt heimasætunni alla hugulsemi
og kurteisi. Hann mætti altaf í hinum venju-
legu og óbreyttu kveldboðum, og engils þolin-
mæði spilaði hann „Tarok“ við hershöfðingj-
ann, er altaf varð þreytandi ef hann tapaði
litilræði.
Agnes Barner fundust þetta þetta sólskins-
dagar. Hún var margfalt glaðari og kátari
en nokkuru sinni áður. Hún var ekki í efa
um að Höeg myndi unna sér hugástum — og
var svo oft þakklát hamingjunni fyrir hnossið
er hún heíði fundið — hnossið sem hún hélt
að týnt væri fyrir löngu, löngu!
Og svo var Agnes Barner boðin á dansleik