Heimilisblaðið - 01.05.1912, Qupperneq 7
HEIMILISBLAÐIÐ
39
-eruð svo stórhuga — svo hugrökk. Og Þér
verðiö að verða bezta vinan konunnar minn-
ar. Sumarið verÖið þér að dvelja hjá okkur
á Taamholm, og svo skemtum við okkur með
því að riða út, aka, og sigla á vatninu. —
í*að verður gaman. Og í rökkrunum syngið
þér svensku smálögin, sem enginn hefir enn-
þá sungið eins vel og þér.“
Hún lyfti upp höfðinu og mætti augum hans.
Andlit hennar var nábleikt, vanginn hreyfðist
ekki og drættirnir voru eins og stirðnaðir.
Hún beit saman vórunum, opnaði svo munn
inn og stundi fram:
„Eg óska yður til hamingja, hr. Höeg. Mér
þykir leiðinlegt að geta ekki ovðið við óskum
yðar — orðið bezta vina konunnar yðar vænt-
anlegu. Skyldur mínar benda annað. Tvær
ungar og lífsglaðar verur munu ekki sakna mín
— en það myndi hún mamma gera.“
Kammerherrann kom inn í dyrnar:
„Lokadansinn, kæru vinir, síðasti valsinn!“
„Síðasti valsinn?" hefir Höeg eítir honum.
„Um hann neitið þér mér ekki?“
Hún heldur blómvendinum fyrir andlitið —
rósunum og „gleym mér eiunum" sem hann
hafði gefið henni, og reynir að leyna tárun-
um, sem koma fram í augun. —
— — — Lokadansinn — og það ekki ein-
göngu fyrir kveldið. — — Aldrei framar
myndi hún fara á danssamkomur — aldrei
framar sjást í danssalnum. — — Það var
lífsins lokadans, sem hún var að stíga ....
og alt í einu fellur dökkrautt rósaregn ofan
frá hárinu og festist á kjólermum stóreigna-
mannsins.........
„Nei, lítið á!“ segir hann — „það er víst
auffall — visnunartími!"
með dýpsta sársauká hugsar Agnes til
móour Sjnnar — hennar mömmu — sem fórn-
aoi einuatu rósinni sinni hennar vegna.
— °g bað var ekki fyrsta fórnin hennar
mömmu - Þa8 visgi hlin,
E. E. 5. þýddi.
Skuggsjá.
Guðinn Ricliard.
í Chicago hefir nýlega orðið uppvíst um
hjáguðadýrkendur, er nefna sig „Sóldýrkend-
ur“. Ebkja nokkur eftir miljónamæring var
æðsti prestur og sonur
J hennar Richard, tólf
ára að aldri, var eini
karlmaðurinn í trú-
flokki þessum. Móðir
■j hans stóð á því fast-
ara en íótunum, að
hann væri ekki sonur mannsins hennar sál.,
heldur eingetinn eftir opinberun, er hún kveðst
hafa fengið frá Guði.
Kvennfólkið tilbað drenginn sem Guð væri,
en vegna heilagleika hans, fékk hann ekki
annað til matar en vinber og vatn.
Þegar loksins lögreglan uppgötvaði flokk
þennan, var drengurinn orðinn máttlaus af
hor og að fram kominn af bungri.
Þegar lögreglan tróðst inn í musteri þessara
„Sóldýrkenda", stigu konur þessar tryltan og
leyndardómsfullan dans kring um guðinn, sem
sat á háæti gullnu, klæddur perli og purpura,
gimsteinum og öðru skrauti með djásn mikið
á höfði.
Veslings drengurinn líktist fremur liki en
lifandi manni og var þegar fluttur á hjúkr-
unarhús, þar sem hann náði sér smásaman
og hneigðist þá jafnframt meir að veraldlegu
starfi, en því er hann hafði áður haft.
Efnaverðmæti mannsins.
Vísindamaður einn hefir nýlega reiknað út
hvers virði efnin í iíkama mannsins væri, og
fært til peningaverðs. Eftir þeirri niðurstöðu
er maðurinn — efnafræðislega — ekki mikils
virði, — þótt „fínn heldrimaður" sé.
Maður sem vegur 150 pd. er tæplega 27
kr. virði, ef selja ætti hann sem aðrar vörur
á markaðinum.
»_______________ ________•
Bækur og Blöð
<ri dtlðndum,
dtvogar Karl H.
Bjarnarson'prentari
•