Heimilisblaðið - 01.12.1913, Side 3
HEIMILISBL AÐIÐ
93
Ungmennafélagar: Reynum að hreinsa og
grœða; byrjum á okkur sjálfum; verðum
fyrirmyndir annara í öllu sönnu og góðu.
Lærum að þekkja oss sjálfa. Skipum okkur
undir merki ljóssins og kærleikans, og
berjumst sem góðir hermenn Betlehems-
barnsins og verum trúir. Elskum sann-
leikann og réttlætið.
Skammdegið er á enda. Sólin fer að hækka
á lofti. Hefjumst nú handa kæru félagarog
göngum i lið með sólunni og birtunni.
Og með þeirri ósk og von, að fæðingar-
hátið frelsara vors verði oss öllum sönn
gleði- og kærleikshátíð, óska eg ykkur öllum
gleðilegra jóla.
D. J.
lóðirin úii við sæinn.
(Hún syngur við litla drenginn sinn).
I nótt er svo kalt og ömurlegt alt;
þér barnið mitt blítt, við barminn sé hlýtt.
Geisar kolbikað kaf, orgar kynjafult haf
við grandann í grið, í grenjandi hríð,
og illviðrisguðinn í úlfshami grá
sig teygir á tá
yfir tindana há.
Og pabbi á sæ, en bí-bí i bæ
eg syng við minn svein, í sorginni ein,
meðan brimveldið blátt, rífst við blidhriðarmátt
um fiskimanns fjör og fisléttan knör.
Æ, sofðu nú barn mitt; á verði eg verð
meðan voði’ er á ferð,
og þótt sál nísti sverð.
Hér bý eg í bæ, við brimhljóðið æ,
en láti’ hann sitt líf, sé líf mitt þín hlif, —
heyri’ eg hveimleiðan hvin, líkan helreiðardyn,
og svipir af sjá mér sundvotir hjá,
og hafið mér opnast með brim sitt og böl,
rjúka feigðardjúp föl,
sé eg föður áfkjöl.
Lít i náð á min tár, Guð himnanna hár,
lát stórsjóastríð nú stöðvað og hríð,
vertu hjálp hans og hlíf, hríf úr háska hans líf,
þess bið eg og bið unz birtir upp hríð.
Æ, sofðu nú barn mitt; á verði eg verð,
meðan voði’ er á ferð,
og þótt sál nisti sverð.
* *
*
Heyrði móðurorð sár, Guð himnanna hár,
því að stórsjóastríð er stöðvað um sið,
komnir sjómenn af sæ, nú er sólskin í bæ,
því að faðirinn fljóð sitt faðmar og jóð.
Guð kærleikans vakir með ylsól á arm
yfir fiskimannsfarm,
yfir fátækt^og harm.
Jón Bunólfsson.
læFlsiksríki siórhertogiiin.
Hinn þjóðkunni rithöfundur, hirðprestur-
inn Emil Frommel segir svo frá: „Faðir
minn, sem var forstöðumaður listasafnsins í
Karlsrute, sem aðallega var verk Leopolds
stórhertoga af Baden (dáinn 1852), hafði
oft mikið saman við hinn eðallynda höfðingja
að sælda, einkum hvað snerti kaup á mál-
verkum, styrk til listamanna eða að efla
listasmekk þjóðarinnar.
Einu sinni sem oftar kom fallegt málverk
eftir alkunnan málara. Það var sent með’
þeirri ósk, að það yrði keypt til safnsins.
Þegar stórhertoginn kom að skoða myndina,
féll hún honum mjög vel í geð, og hann
hafði ekkert á móti því að borga hina til-