Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1913, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.12.1913, Blaðsíða 6
96 HEIMILISBLAÐIÐ um yíir hinni leyndardómsfullu ráðstöfun Drottins, er hann sendi son sinn eingetinn í heiminn, og lét hann fæðast sem fátækt barn í jötunni i Betlihem. — „Það er naumast þú ert í þönkum, elskan min“, mælti konan hans, sem kom inn til hans. — „Þú heyrir ekki að hann Hans litli grætur inni i stof- unni. Góði komdu inn til hans og ruggaðu honum. Jólahelgin er að byrja, og eg á svo mikið ógert enn“. — Lúther gerði þaðjstrax, þvi honum þótti mjög vænt um konu sína. Hann tók biblíuna sína, settist við vöggu litla sonar síns og fór að lesa um blessaðan alheimsfrelsarann. Hjarta hans fyltist af sælum fögnuði og djúpri Iotningu. Hann tók hörpu sína og fór að syngja og spila. Og þarna, við vöggu barnsins síns, ■orti Lúther jólasálminn: „Ofan af himnum hér kom ey“, og bjó til lag við hann jafnframt. Sá sálmur hefir siðan verið sunginn uni gjörvalla kristn- Ina. — Lúther var síðar mjög þakklátur honu sinni fyrir að hafa beðið sig að hugga <3renginn litla þetta aðfangadagskvöld. Stjörnuspekingurinn Athanasius Kirchner ■átti vin, sem var trúleysingi og hélt því fram, að Guð væri ekki til. — Einn dag kom hann til Kirehner vinar sins sem oftar. Kirchner var þá upptekinn í svip við stórt reiknings- dæmi. Á meðan virti trúleysinginn fyrir sjer stórt jarðlíkan (Globus), sem stóð á borð- inu. — „Hver hefur búið til þetta jarðlikan?“ spurði trúleysinginn. — „Enginn hefur búið hann til; hann hefur orðið til af sjálfu sér“, mælti Kirchner. — „Ertu að draga dár að mjer?“ spurði vinur hans með þykkju. — - „Því heldur þú það“, svaraði Kirchner. „Ef þessi eftirliking jarðar vorrar getur ekki hafa orðið til af sjálfu sér, hvernig getur þá jörðin sjáif — já alheimurinn, hafa orðið til af sjálfu sór. Þessu heldur þú þó fram“. Til er þessi smásaga um enska stjórn- málamanninn Gladstone. Sýnir hún vel eina hlið hins sanna mikilmennis: Gamall maður hafði haft það starf á hendi í fjöldamörg ár, að sópa tröppurnar fyrir framan Parlamentsbygginguna. Einu sinni lagðist hann veikur. Sóknarpresturinn kom þá einu sinni til hans, þar sem hann lá í fátæklega herberginu sínu. — —Kemur nokk- ur til yðar? spurði presturinn.— „Já, Glad- stone“. — „GIadstone!“ át presturinn upp eftir sjúlingnum. — „Já, hann kemur oft til mín og les fyrir mig kafla úr ritningunni. Hann situr þá altaf í stólgarminum hérna við höfðalagið mitt“. Það var yfirráðherra hins mikla Breta- veldis, og heimsins snjallasti stjórnmálamað- ur, sem hafði tíma til þess, að Iíta inn til gamla mannsins aldraða og sjúka og lesa fyrir hann í Guðs orði. Hann hafði næg- antíma, af því hann hafði nægan kærleika. „Skinfaxi“, mánaðarblað U. M. F. í., 16 stórar síður i senn, kostar 2 krónur. Ræðir áhugamál ;unga fólksins og flytur myndir. Óbrúkuð íslenzk frímerki eru seld á Linclargötii 34. Barnahókin „Fanney“, úrvalssögur, þýddar og frumsamdar, falleg kvæði og myndir o. fl. Heftið kostar 50 aura. Öll fimm heftin innbundin í bók, er ljóm- andi falleg og góð tffiklfærisgjðf. I»ór0ur Jónsson, úrsmiður Aðalstrœtl 0, hefir ætið úr, klukkur, gullskúfliólka og allskonar skrautgripi. Rciðliiól og alt til þeirra. Viðgerð á úrum fljótt og vel af hendi leyst. Utgefandi og ábyrgðarmaður: Jón Helgason, prentari. Félagsprentsmiðjan.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.