Heimilisblaðið - 01.06.1914, Blaðsíða 3
HEIMILISBLAÐIÐ
43
ara.
Þeir tveir, er fyrst voru nefndir, vöktu áhuga hans á ýnisum greinum náttúrufræð
innar, en hinir þrír á fornum fræðum íslenzkum: ættvísi, þjóSsögum og fornmenjarannsókn-
um. Af viðkynningu við þessa menn, og ýmsa aðra, lærði hann allmikið. Af hókum,
er hann fékk flestar að láni, en sumar að gjöf, nam hann þá og ýmsar fræðigreinir, og
tók að kynnast erlendum tungum, fyrst dönsku, en síðar einnig þýzku og ensku. Byrjaði
hann þá þegar á ritstörfum, en lítið í fyrstu, enda varð hann að verja mestu af tímanum
til algengrar vinnu, og hugði á búskap,
Þá kom það fyrir vorið 1866, að hann misti snögglega lieilsuna. Var það helzt
kent bilun við byltu af hestbaki. Heilsubilun þessi lýsti sér einkum í magnleysi, er hvað
svo ramt að, að hann mátti ekkert á sig reyna. Þótt hann að nafninu til væri oftast á
ferli, átti hann erfitt með allan gang, og riðaði sem dauðadrukkinn maður; gat hann og
hvorki klætt sig né afklætt sjálfur, né heldur lesið eða skrifað, og þegar hann styrktist aftur svo að
hann fór að geta lesið og skrifað, þá gat hann það þó því aðeins, að hann héldi bókinni eða blaðinu
ogskriffærunum beint fram undan augunum, og hefir hann haldiðþvi síðan. Smámsaman komst
hann aftur til nokkurnveginn heilsu, en um venjulega likamsáreynslu var ekki framar að tala.
En þá kom fróðleikur sá, er hann hafði aflað sér, honum að notum. Stundaði
hann þá barnakenslu í nokkra vetur, og las og samdi ýmislegt í hjáverkum. En á sumr-
in ferðaðist hann milli kunningjanna. Árið 1892 komst hann i þjónustu Fornleyfafélagsins,
og hefir verið það síðan. Hefir hann ferðast fyrir það á hverju sumri, til þess aðj rann-
saka fornleyfar og forna sögustaði. Hefir hann skráð um þær rannsóknir sínar margar
merkar ritgerðir, er prentaðar eru i Arbókum félagsins.
Jafnframt lagði hann stund á ýms önnur fræði, svo sem heimspeki, eðlisfræði, jarð-
fræði ættfræði, jurtafræði og sömul.þjóðmegunarfræði,málfræði o.fl. Ennfr. safnaði hann þjóðsög-
um. Svo orti hann altaf við og við; byrjaði hann aðyrkja er hann var á 10. ári, og hefir hann alt af
við og við haldið því áfram síðan. Helztu kveðskaparrit hans eru: Skuggsjá og Ráðgáta, hálf-
heimspekileg kvæði (1875); Kvæði, úrval (1889), og Guðrún Ósvífssdóttir, söguljóð (1892). Auk
þessa hefir hann kveðið fjölda af öðrum ljóðum, einkum tcekifœriskvceðum; eru mörg
þeirra prentuð i ýmsum blöðum og tímaritum. Sálma hefir hann gert nokkra, og eru
sumir þeirra prentaðir í sálmabókinni. Ennfremur eru og til eftir hann ýmsar þýðingar
á útlendum smákvæðum. — Af ritum hans í óbundnu máli eru einna merkust: Sagan af
Þuríði formanni og Kambránsmönnum, fróðleg saga að ýmsu leyti og vel sögð. —
Þjóðsögur])ær, er hann hefir safnað, eru prentaðar í þjóðsögum Jóns Árnasonar, þjóðsagnasafni
dr. Jóns Þorkelssonar og tímaritinu Huld. Skyldar þeim eru sögur i sérstöku safni, er
hann nefnir Bulrœnar smásögur. — A ritgerðir hans í Árbókum Fornleifafélagsins er
áður minst. Auk þeirra hefir hann ritað eina fornfræðaritgerð: Um þriðjungamót
i Rangárþingi og Árnessþingi, í Tímariti Jóns Péturssonar (1869 og 70); er það hans fyrsta
ritgerð. Ein málfrœðisritgerð: Um sannan grandvöll stafsetningar er prentuð í Tímariti
Bókmentafélagsins (1885). Auk þessa hefur hann einkum á fyrri árutn ritað fjölda af
blaðagreinum i ýms blöð, mest um „landsins gagn og nauðsynjar“, og var margt á þeim
að græða á þeim tíma, er þær voru ritaðar. Að öðru leyti hefir hann ekki gefið sig mik-
ið við þjóðmálum, en það þarf varla að taka það fram, að hann er mjög þjóðrækinn maður.
Hér skal ekki lagður neinn verulegur dómur á ritstörf Brynjúlfs. Hann er hógvær
maður, og gerir aldrei mikið úr þeim, sízt skáldskapnum. Það er þó sæmilegt að segja,
að kvæði hans, einkum smákvæðin, eru yfirleitt mjög vel kveðin, auðveld og ljós, og lýsa
heilbrigðri lífsskoðun. Einkennileg eru hin heimspekilegu kvæði hans, og ólik að efni flest-