Heimilisblaðið - 01.06.1914, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ
47
„Er þetta vegurinn til Sing-Sing?“ spurði
hún mann nokkurn roskinn að aldri er ók fram
hjá henni.
„Já,“ svaraði maðurinn. „Hvert erindi áttu
þangað, barnið gott?“ Hann stöðvaði hestinn,
og ætlaði að bjóða litlu stúlkunni sæti í vagn-
inum, en hún beið ekki boðanna, og var þegar
lögð á stað lengra áleiðis.
Kvöldið kom. Katrín litla settist á stein við
veginn, örmagna af þreytu og hungri. Hjarta
hennar sló ótt og augu hennar fyltust tárum.
„Því situr þú svo einmana hér við veginn,
litla stúlka?“ spurði ungur kvenmaður, er bar
þar að.
„Eg er á leið til Sing-Sing“, var svarið.
„Það er þó ómögulegt! Þú ætlar þó ekki að
ganga alla þá leið? Ennþá áttu þrjár enskar
mílur eftir. Þú hefir hugsað, barnið gotl, að
þetta væri ekki svona langur vegur.“
Katrín hristi höfuðið og "tárin hrundu nlður
kinnar hennar.
„En hvert er erindi þitt til Sing-Sing?“ —
Ekkert svar. — „Hefurðu nokkursstaðar borð-
að kvöldmat?“
Litla stúlkan hristi höfuðið.
„Þú hefir þó einhversstaðar borðað miðdeg-
mat? — Ekki morgunverð heldur?“ Upp á
þessar spurningar fékk hin aðkomna ekkert
svar — „Komdu þá með mér; hvað heitirðu?"
„Katrin.“
„Ef þú kemur heim með mér, skaltu fá
nægan mat og næturgistingu, svo getur þú, ef
til vill haldið lengra áfram á morgun.“
„Katrín fór nú með stúlkunni heim að stóru
húsi, og þar gengu þær inn. — En hvað þar
var skemtilegt inni.
„Anna“, sagði stúlkan við eldastúlkuna,
„gefðu litlu stúlkunni þeirri arna að borða, og
láttu mig vita, þegar hún er búin að borða sig
sadda“.
Meðan Katrín litla borðaði, fór unga stúlkan
inn til móður sinuar og sagði henni upp alla
söguna.
Rétt i þessum svifum kom roskinn maður
inn i stofuna. „Nú, nú, barnið gott, hvað er
þér nú á höndum ? “
„Ó elsku faðir minn, það var gott að þú
komst. Eg var einmitt að tala við hana mömmu
um litla stúlku, sem eg hitti grátandi hérna-
fram með veginum. Hún kveðst ætla til Sing-
Sing.“
„Eg mætti áreiðanlega þessari litlu stúlku í
dag,“ sagði faðirinn. „Hún spurði mig til veg.
ar, eg ætlaði að lofa henni að sitja í vagninum
mínum, en hún var öll á bak og burt, og eg
nenti ekki að vera að hrópa á eftir henni. En
hvar er hún núna?“
„Hún er í eldhúsinu hjá Önnu; hún er að
borða. Getur hún ekki verið hér í nótt?“
„Jú, auðvitað.“
Að stuudu liðinni gengu þær mæðgur fram
í eldhúsið og spurðu hvar Katrín litla væri.
Anna sagði að hún væri búin að snæða. En
Katrín var horfin. Þær leituðu hennar lengi-
en fundu hana hvergi.
„Sagðirðu henni ekki, Anna, að hún ætti að
vera hér i nótt?“ spurði unga stúlkan ergileg.
„Jú, eg sagði henni, að hún ælti að fá vel
upp búið rúm að sofa í, en hún horfði bara
undrandi á mig að mér virtist: hún er víst
komin leiðar sinnar, veslingurinn.“
„Það hvíldi auðsæilega þung sorg á hjarta
hpnnar,“ mælti unga stúlkan, „láttu mig vita
ef hún kemur aftur.“
En Katrín litla kom ekki aftur. Hún hafði
hafið göngu sina að nýju; tíminn leyfði hennj
ekki að hvíla sig næturlangt.
Fangavörðurinn í Sing-Sing sat i skrifstofu
sinni, þegar honum var tilkynt að lítil stúlka
væri úti, sem vildi fá að tala við hann. Hann
bauð að láta hana kom inn til sín.
„Hvaðan ber þig að, barnið gott?“ spurði
fangavörðurinn hlýlega.
„Frá Nýju Jórvík“.
„Hvernig hefir þú komist hingað?“
„Gangandi.“
„Gangandi! Hvert er erindi þitt?“
Sár angist skein út úr andliti litlu stúlkunn-
ar. Hún leit upp á fangavörðinn tárvotum aug-
um og mælti:
„Eg er komin til að sjá hann pabba minn.“
„Hvað heitir hann, ’barnið gott?“
„Hann heitir Loyd,“ mælti hún kjökrandi.
„Hér eru þrír fangar, sem heita því nafni,“