Heimilisblaðið - 01.10.1914, Side 3
fgtjndu gömlum góðvilja.
(Eflir Pastor Jónas Dalil).
Útbreiðsla sjúkdóma af völdum óþifa.
Eftir Búa.
Lát öldruðum kœrleik og ástúð i té,
því ellin þarf ncergœtni viður.
Og gömlum fmst, cefin að góð ekki sé
og geðjast ei nýbreyttur siður.
Guð hjálpi öllum gamalmennum!
Svo ótalmargt þreytir liið aldraða skap,
við ekkert sem ráðið fcer lengur;
en hugarins. kraftanna’ og lieilsunnar tap
svo liart að með dauðaspá, gengur.
Gleðin er liorfin gamalmennum.
A blómatið aldursins fiest var þeim fcert,
með framkvœmdum gacjn unnu' og sóma.
En nú er fiest horfið. sem hér var þeim kœrt,
■en hafa’ eftir minningu tóma.
Aumkaðu gráliœrð gamalmenni.
Sem trjástofninn visnaður, blaðlaus og ber,
á bráðum til jarðar að falla,
svo gleðisnauð tilveran afgömlum er,
þá útdauða lifsvon má katla.
Guð vilt þú aumkir gamalmenni.
En kœrleikur einn fœr þó kœtt þeirra geð.
Þinn kcerleik i hlé máttu’ ei draga,
en liáttsemi, verkum, og viðtali með
i vil þeim sem fiest ber að laga.
Sýnclu góðvilja gamálmennum!
Ef ellinnar biðurðu, koma har kann
að kœrleiks þú fiýir á náðir,
Og Guð mun þér umbuna góðvilja þann,
sem gömlum og hrumum þú tjáðir.
Guð launar fyrir gamalmenni.
Luusleju 11ý11 af Br. J.
Inngangur.
Alþýðu manna þarf, umfram alla muni, að
vera það ljóst, að giftudrýgsta verk lækna er
það, að verja menn gegn ágangi sótta og sjúk-
dóma. ef hægt er, og gefa varnarráð gegn þeim,
kenna mönnum að forðast þá, sé það kleyft.
Þekki læknirinn orsök sjúkdóms, þá getur
hann, með því að koma í veg fyrir að hún
verki, spornað við sjúkdómnum, eigi aðeins á
sjúklingnum, heldur einnig komið í veg fyrir, að
hún berist frá honum til annara.
Nú hagar svo til, að orsakir allra sjúkdóma
eru eigi þektar, og því er eigi hægt að verja al-
menning gegn þeim beinlínis; það væru tóm
vindhögg. Þó er síður en svo, að menn þurfi
að standa varnarlausir uppi gegn þeim sjúkdóm-
um; það eru til varnarráð gegn sýkingu manna
yfirleitt, bæði af þektum og óþektum orsökum,
Þau miða öll að því að auka og efla lífsþrótt
einstaklingsins, því sjúkdómur er árás á þennan
lífsþrótt vorn, og því sterkari sem hann er, þess
öflugri verður mótspyrna lians, því betur geng-
ur honum að reka óvininu af höndum sér. Fyr
á tímum, og jafnvel ennþá, eru menn í leit eftir
„lífsins vatni“, „lífs elixír“, og hvað þau nú
heita öll undralyfin; menn héldu og halda, að
þessi lyf og önnur lækn; sjúkdóma; færi betur
að svo væri, að eigi þyrfti annað en dropa, eða
skeiðarfylli af lyfjum til að losna við sjúkdóm,
en þvi miður er því eigi svo farið. Aðeins örfá
lyf lækna menn eða verju gegn sjúkdómum, þó
mörg þeirra létti undir með lífsþrótt vorum með
að sigrast á þeim. Vér verðum því að leita að
fleiri varnarráðum.
Egiftalandsmenn sögðu: „Menn eiga að halda