Heimilisblaðið - 01.10.1914, Blaðsíða 5
HEIMÍLISBLAÐIÐ
75
ingar Djraverndunarfélagsins og að þær komi
þeim og öllum landsmönnum að góðum notum;
þá er tilgangi útgefenda þeirra náð.
Bendíngar
frá Dýraverndunarfélaginu.
Farið vel með hestana, notið þá ekki halta
eða meidda; hnýtið aldrei aftan í; notið ekki
vír eða járnsvipur; hnýtið ekki upp í hestana;
látið þá ekki ganga járnalausa; hafið sprettina
stutta og athugið vel reiðverin og aktýgin.
Látið ekki ökuhestana bæði draga og bera.
Loíið hestunum að drekka.
Týnið ekki hundinum ykkar, en hafið hann
með hálsbandi, ef hann kynni að týnast.
Sigið ekki grimmum hundum á neinar
skepnur.
Skjótið ekki fuglamæður frá ungum.
Munið eftir friðunarlögunum.
Klippið sauðféð, en rifið ekki af þvi ullina,
síst þegar hún er flókin.
Hafið hús fyrir allan ykkar fénað.
Kaslið út mylsnu fyrir snjótitlingana.
Hafið það hugfast, að mennirnir hafa leyfi
til að nota skepnurnar, en alls ekki til að fara
illa með þær.
Fáum skepnum öldum fylgir gagn og sómi.
Mörgum skepnum kvöldum fylgir skaði og
skömm.
Setjið skynsamlega á heyforðann.
Hollur er haustskaði.
Burt með hordauðann!
IpakmoBli í ljóðum.
Þess er ei hvervetna þörf
að þreifanleg sannindin birtist.
Nóg er ef sálin í sér,
samhljóðun finnur með þeim.
Goiithe.
*
* *
Markið fagurt og fast
framyfir alt skyldi taka.
Innihaldseining þá fær
æfin, þó breytileg sé.
Joh. v. Múller.
*
* * .
Máttur i anda manns er
aflinu gufunnar líkur.
Fjöldanum færari ert þú
finnirðu’ og notirðu hann.
L. Börne.
!§eijkitréð fruarinnar.
Eftir Agneta Tyregod.
[Niðurl.]
VII.
Dagurinn kom, er menn væntu hins nýja
eiganda.
Kristín, sem átti að vera ein af þeim fyrstu
er tæki móti honum, beið inni í stofunni. Henni
fanst einhver undarlegur þungi þrengja að sér.
Það nálgaðist vagn, er nam staðar úti fyrir
dyrunum, og hún heyrði einn heimamanna segja:
„Nú komið þér víst til að taka við jörðinni!"
Aðkomumaðurinn svaraði: „Ekki aðeins jörð-
inni, heldur og öllu sem á henni er“.
Kristín ætlaði að standa upp, en gat það ekki.
I sömu svipan opnuðust dyrnar og inn kom
maður, sólbrendur í andliti.
„Kristín!" hrópaði hann og hraðaði sér til
hennar. „Kæra, litla Kristín mín! hérna fann
eg þig þá á endanum“.
Kristín svaraði ekki. Iliin starði bara á
Jörund, því það var hann, eins og hún tryði
ekki sínum eigin augum.
„En Jörundur, ertu þetta sjálfur‘?“ hvíslaði
hún loks.
„Já, litla vina mín, jeg er þetta sjálfur.
Og var það ekki góð hugmynd hjá mér að
kaupa jörðina?
„Jörðina . . .? Ert það þú, sem hefir keypt
hana? En það var sagt að eigandinn ætlaði
bráðlega að gifta sig?“
„Það ætlar hann líka . . . viljir þú nokkuð
með hann hafa, flónið mitt litla! sagði Jörund-
ur hlæjandi, „en nú verður þú að fá að lieyra
hvernig mér hefir gengið“.
Og hann sagði frá hvernig hann hefði brot-
ist áfram, fyrst sem háseti, svo stýrimaður og
loks skipstjóri, og nú hafði hann þrjú skip hlað-
in dýrindis vörum frá heitu löndunum.
„Þú getur varla ímyndað þér hvað mikið