Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1914, Qupperneq 6

Heimilisblaðið - 01.10.1914, Qupperneq 6
76 HEIMILISBLAÐIÐ eg hefi leitað að þér. En þegar eg loks fékk að vita að þú værir hér, og jafnframt að jörðin var föl, hugsaði eg mér: Það getur aldrei stað- ið betur á; nú kaupi eg jörðina og konuefnið i einu. Heldur þú að þú verðir ánægð með hinn nýja eiganda „Matseljudals“ ? Um kvöldið gengu þau Kristín og Jörundur út saman. Hann bað hana þá að segja sér hvað á dagana hefði drifið siðan þau skildu. „Það geri eg aðeins á einum sérstökum stað“ sagði Kristín, og fór með hann að hæðinni þar sem gamla beykitréð stóð. Þar settust þau nið- ur og hún sagði honum frá draumnum sem hana hafði dreymt. „Þú lofar trénu að standa,“ sagði hún að lokum. Jörundur skoðaði tréð hátt og lágt. „Sjáðu nú til, Kristín 1“ sagði hann, „eg ætla að benda sjómönnum á þetta tré, því það er ágætt sjó- leiðarmerki“. Þau sátu svo lengi saman undir gamla beyki- trénu og töluðu um hve fullkomlega spádómur skógardísarinnar væri kominn fram, og Kristín sagði honum frá, að það hefði einu sinni fyr getað átt sér stað, en að hún hefði þá staðist freistinguna, ef um freisting gæti verið að ræða. „En veslings Pétur“, sagði Kristin, „eg hefi verið svo hrygg hans vegna, en nú látum við hann vera hjá okkur fyrst um sinn, eða ert þú þvi ekki samþykkur? Hann er alls ekki eins slæmur og fólk segir hann, og við skulum verða góð við hann . . . Eg get varla hugsað mér að allir erfiðleikar séu úti. En spádómur dísar- arinnar rætist að fullu: „Eg verð ekki aðeins eigandi „Matseljudals“, heldur jafnframt ham- ingjusöm, og það er þó fyrir mestu“. Stjórnin borgaði lengi árlegt afgjald til „Mat- seljudals“, fyrir að láta tréð standa, því það var sjómönnum til svo mikilla nota. Tréð stendur ennþá stórt og fagurt, til hægri handar við veginn er liggur frá „Matseljudal“ að Usseröd, og allir þekkja „beykitréð frúarinn- ar“, sem það nefnist nú. Þorst. Finnbogason þýddi. iistin að YGra sjálfbjarga. Það er ekki nóg að tala um sparnað. Sú þjóð, sem vill komast áfram, verður að skapa sér hjálparmeðöl. Og þau eru: að auka jarðræktina meirog meir, — þar með talin skynsamleg skógræktr að leggja æ meiri alúð á uppeldi æskulýðsins^ að setja heimilisiðnað í öndvegi uni land alt; að nota betur auka-atvinnuvegi; að byggja mun- aðarnautn alveg út og að glæða löngunina til að gera sig sjálfbjarga með starfsemi, sparsemi og hyggindum. Þegar hver einasti maður og kona í landinu keppir af alvöru að því marki, að verða sjálf- bjarga og vera öðrum sem mest til nota, þá er landinu borgið. Þá þurfum vér ekki að vera í vandræðum með að leggja fé til samgöngubóta, til aljjýðumentunar eða til styrktar uppgefnum verkamönnum o. s. frv. Þá yrði oss ljóst, að almenningsgagn er vort gagn. En þessum tilgangi verður ekki náð með orðum einum. Sjálfbjargar-löngunin þarf að verða almenn hjá þjóð vorri. Verði hún nógu sterk mun henni fylgja skyn- samlegur sparnaður og öll meðferð fjármuna hyggilegri og tryggilegri. En til þess þarf fastan og öflugan þjóð- arvilja. Lauslega þýtt úr „Bondevennen11 af Br. J. leimilisFáð. Mjög áríðandi er að hreinsa vel munninn á sjúklingum sem liggja, einkum þeim sem hafa mikinn sótthita, eða einhverskonar brjóstveikindi, — annars er hætt við að hvít skóf komi á tung- una og innan í munninn, oft lika sár og sprung- ur. Stundum breiðist þetta líka út um varirn- arnar og niður á höku; til þess að varna þessu er best að þvo munninn tennurnar og kokið úr linu bórsýruvatni, og gera það oft á dag. Geti sjúklingurinn það ekki vel sjálfur, er bezt að

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.