Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1914, Síða 9

Heimilisblaðið - 01.10.1914, Síða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 79 ráðast á krossriddara, og brytja þá niður, þús- undum saman, en þá bregður hún upp hendi sinni og stöðvar hann. „Hvert er erindi þitt hingað?" spurði Saladín. „Eg er hingað komin til þess að bjarga lífi þessara marma, með aðsloð þinni“, svaraði hún. „Til þess var eg af blóði þínu borin og til þín send. Slíðra sverð þitt herra, og hlífðu þeim!“ „En hvert er þá Jausnargjald það er þú fær- ir mér, kona! er þú hyggst að kaupa með líf allra þessara þúsunda, eða hverjar eru gjaf- irnar?“ „Lausnar-gjaldið er blóð mitt, sem eg er fús að fórna, ef þess er krafist, en gjafirnar eru himneskur friður og fyrirgefning fyrir þína synd- ugu sál, herra!“ Síðan greip bún oddinn á bog- sverði hans, og dró hann niður, þar til hann stefndi á hjarta hennar. Við það vaknaði Saladín. Draumur þessi olli honurn mikillar undrunar, en hann mintist þó ekki á hann við neinn. Næstu nótt dreymdi hann aftur sama drauminn, og gat hann ekki Hðið honum úr minni næsta dag. Þó sagði hann ongum drauminn. En þegar hann dreymdi sama drauminn þriðju nóttina, þótti honum augljóst að Allah vildi með honum kunngera óorðna hluti. Hann kallaði því saman hið helga ráð sitt og prestana, ráðfærði sig við þá. Þegar þeir höfðu hlust- að á orð Saladíns og beðist fyrir. véku þeir af- síðis á ráðstefnu, og svöruðu síðan soldáni á þessa leið: „Ó, soldán ! herra hinna trúuðu. Allah, stjórn- &ri himins og jarðar, hefir opinberað þér í draumi, að systurdóttir þín, sem nú dvelur á Englandi, ■^uni einhverntíma í framtíðinni, með göfuglyndi sínu og fórnfýsi hindra þig frá miklum blóðs- bthellingum. og friða lönd þin. Vér ráðum þér þess vegna til, að tengja þessa konu við hirð þína, þyi haett er við, ef hún gengur úr greip- Uni þér, að friður og blessun ríkis þíns sé glötuð.“ Saladín kvað þessa ráðningu vera bæði vit- urlega og sennilega, og samhljóða því er sér hefði skilist i draumnum. Soldán hélt nú ráðstefnu með Hassan fursta, frúnaðarráðunaut sinum, ásamt tveim kristnum njosnurum, er flutt höfðu soldáni ýmsar fregnir af heimili systurdóttur hans. Annar þessara trúníðinga bar merki krossriddara á brjósti, en Kóraninn í hjarta, en hinn þóttist vera kristinn pilagrímur. Tóku þeir nú ráð sín saman inn hvernig þeir skyldu ná meyunni á sitt vald og flytja hana til Sýrlands, hvort sem henni væri ljúft eða leitt. Soldán afréð nú, á ráðgjafasamkomu, að veita hinni ungu mey, sem hann hafði aldrei séð, prinsessunafnbót, svo tign hennar skildi í manna augum vera ætt hennar og ætlunarverki samboðin. Hann veitti henni tignarnafnið prins- essa af Balbec ásamt tilheyrandi eignum, — furstadæmi er Ajub afi hennar og frændi henn- ar Issedín höfðu ákvarðað henni. Síðan keypti hann stórt herskip er hann skipaði duglegum sjómönnum og hraustum hermönnum og bjó að öllu sem bezt, og stóðu hermennirnir undir stjórn Hassans fursta, en skipstjórnin var falin hinum fláráða riddara, er var reyndur sjómaður; hinn njósnarinn var og með í förinni, og voru þeir í sameiningu leiðtogar fararinnar. llassan fursta var fengið í hendur bréf lil enska aðals- mannsins Andrew’s d’Arcy, ásamt konunglegri gjöf í gimsteinum og öðrum dýrgripum. Svo var fyTÍrmælt að heita skyldi hverju því er þurfa þætti, til þess að koma stúlkunni á vald soldáns, því án hennar mátti enginn þeirra koma fyrir auglit hans. Siðan lögðu þeir í haf, Að svo búnu beið Saladín þolinmóður þeirr- ar stundar, er Allah þóknaðist að láta draum- inn rætast, er þannig hafði gagntekið sálu hans. [Framh ] ikríilur og kímisögur. Wilhelmína Hollandsdrottning varð, sem kunnugt er, drottning 10 ára gömul. Eru til margar smásögur úr æsku hennar, Emma ekkjudrottning ól hana mjög skynsamlega upp og gerði það sem hún gat til þess að litla drottningin ekki skyldi miklast mikið af stöðu sinni. Einu sinni hafði hún verið óþekk og var þá látin út fyrir dyr. Eftir litla stund var barið ákaft að dyrum. „Hver er þar“ ? spurði ekkjudrottningin.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.