Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 3
V. árg. Reykjavík í marz 1916. 3. tbl. Ívað er bezt4? Hvað er bezt? Hvað er vert að vieta mest? Ekki völd né yfirlœti, auðlegð. skemtun, nuutnar-kœti, ekkert það, er ytra sést reynist bezt. Hvað er bezt? Hvað er vert að meta mest? það er kœrleiks sætan sanna, sjálfsfórn vegna Guðs og manna, sem af Drottins dæmi sést. Það er bezt. Hvernig má hjartans göfugleik þeim ná? Bið án afláts, bið um vilja, bið um vit, að megir skilja; Jesú lyndisfar að fá riður á. 08z. 3. j§igur viljans. (Ef'tir BERT. de LINDE). Hugsaðu þér lesari góður, hvílíkur þúsunda- ■sægur ungra hermanna nú liggur liðinn i blóð- baði Norðurálfunnar, — hvílíkur fjöldi örkumla manna þar er nú, bæði í borgum og bænda- hýlum! Hinn ógurlegi ófriður hefir þegar Iátið eftir sig margar þúsundir handalausra og fótalausra manna, er nú virðast dæmdir til þeirrar æfi, sem er lakari en dauðinn. Eða svo virðist að minsta kosti, þegar mað- ur sér eða hugsar um þessa pislarvotta frá valn- um mikla, þessar mannverur, sem gengið hafa í gegn um vítiskvalir styrjaldarinnar og koma þaðan altur — heim til vina og vandamanna — sem ósjálfbjarga aumingjar. En gott er til þess að vita, að reynt er svo sem auðið er að sjá þeim farborða, þessum vesalingum. Mannleg lund er undarlega úr garði gerð. Jafnvel hinar ógurlegustu kvalir ná ekki að svitta manninn lífslönguninni. Ungi hermaðurinn, sem nýskeð var svo hraustur og sterkur, raknar við eftir holskurðinn og sér, að nú er hann bara búkur án lima, — en alt um það blossar í brjósti hans löngunin: að fá að lifa. Já, mannlega lundin er gædd óumræðilega sterkum lífsvilja. Og hermaðurinn, sem kemur heim örkumla úr þessum ófriði, hann hefir í raun og veru minni ástæðu til að láta yfirbugast og örvænta en þeir, sem áður fyr urðu líkt leiknir. Vis- indin, sem reyndar fundu upp nýtízku sprengi- efnið, sem sneið limina af líkama hans, þau hafa lika fundið ráð til að gera hann að gagnlegum manni, þrátt fyrir missi handa og fóta. Já, vel ber að virða nákvæmni vísindanna og frumlega snilli hugvitsmannanna, sem það er að þakka, að nú er hægt að búa til á manns- likamann svo vel hæfa limi, að þeir bæta að miklu leytí úr missi hinna, sem af voru sniðnir. Fullkomin bót með holdi og blóði eru þeir auð- vitað ekki, en þó svo, að maður verður orð- laus af undrun og aðdáun er maður sér, hvað vinna má með hinum tilbúnu limum. En rækilegt nám og mikla æfingu þarf til þess, að þessi tilbúnu tæki komi að fullum not- um. Þjóðverjar, sem í hvívetna eru svo djúp- hyggnir,hafa[þegar gertsínu mfötluðu bjálfum bezt

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.