Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.03.1916, Blaðsíða 4
3<) H EIMILISB L AÐIÐ skil. Þeir láta ekki nægja þaS eitt, að setja nýja limi á sína limlestu hermenn svo fljótt sem auðið er, heldur senda þá að því loknu í sér- staka skóla, þar sem þeir læra að stunda eitthvert það starf, er þeim hæfir, svo að þeir geti sem fyrst orðið nyt- samir og sjálfbjarga borgarar. Myndirnar, sem hér eru sýndar, eru teknar á slíkum skólum fyrir örkumla menn. Og þess má geta — til marks um umhyggju fyrir þessum stofnunum —, að til einnar þeirra var fenginn sem kenn- ari hinn heimsfrægi Unthan handalausi, sem kunnur er af kvikmyndinni frægu„Atlantis“. Untlian hinn handnlausi, kennari i vélritun. Hér er hann að skrifa með tánum á ritvél. Handalausi maðurinn kennir skrift i skólanum. Unthan er lýsandi fyrirmynd vesalings hermann- anna, sem koma handalausir heim úr styrjöldinni- „Þetta hefir honum tekist, hví skyldi eg ekki geta það líka. Eg verð að læra að beita tánum“. Þannig hugsa þeir. Og það er öðru nær en að- Unthan telji úr þeim kjarkinn. Það er aðallega tvent, sem nieð þarf: æfing og þolinmæði. Þá getur vel farið svo, að maður að lokum nái í skrifstofustjórastöðu — jafnvel þótt maður skrifí■ með tánum. Handalausi maðurinn, sem ekki treystir sér til að beita tánum í stað fingra, eða hinn, sem kominn er heim bæði án handa og fóta, þurfa þó ekki heldur að örvænta. Þeir geta lært að nota hin tilbúnu tæki. Lítið á mynduna af hermanninum, sem mist heíir bæði hendur og fætur. Hann er að borða. Og það er ekki annað að sjá, en að honum farist það sænúlega. En auðvitað verða borðáhöldin (knífur, gaffall o. s. frv.) að vera sérstaklega tit' þess gerð, að tilbúnu fingurnir geti haldið á þeim.- Maður með tilbúnum handleggjum og sem fengið hefir nauðsynlega æfingu, á yfirleitt furðu' Snreðir dagverð með tilbúnum höndum. jétt meg ag bjarga gér. Hann getur þvegið sér

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.